Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Page 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Page 5
^Bagur-mmrárn Föstudagur 14. mars 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Vinnur ennþá hj á einkaframtakinu Friðrik Friðriksson, fyrrverandi blaðaútgefandi, er forstöðumaður breiðbandsþjónustu Pósts og síma hf. en hann hefur löngum verið tengdur við einkaframtakið á íslandi. Hann segist ekki líta svo á að hann sé kominn í þjón- ustu ríkisvaldsins þó að ríkið sé enn sem komið er eini hlutafjáreigandi fyrirtaekisins. m Tiðrik Friðriksson, M-jfyrrverandi blaðaút- JL gefandi, hefur verið ráðinn til Pósts og síma hf sem forstöðumaður breið- bandsþjónustu fyrirtœkis- ins. í starfi sínu stýrir Frið- rik Ijósleiðaravœðingu ís- lendinga heim í hús. Líkist hraðbraut „Breiðbandið er flutningsleið fyrir mál og myndir sem Póstur og sími ætlar að byggja á í framtíðinni. Ljósleiðarinn liggur kringum landið og um þessar mundir er verið að leggja ljós- leiðara eða breiðband inn á heimilin. Fram að þessu hafa samskiptaleiðir að heimilinu verið um símalínxu. Símalínur eru mjög takmarkaðar og bara hægt að flytja gögn eftir ákveðnum hámarkshraða. Það má því líkja breiðbandsvæðing- unni við það að leggja hrað- braut heim til fólks í staðinn fyrir krókótta sveitavegi,“ segir Friðrik Friðriksson. Friðrik tók til starfa hjá Pósti og síma hf. 1. febrúar síðastlið- inn og mun hann stýra breið- bandsvæðingu landans næstu árin. Hann segir að nú þegar séu um 1.000 heimili í Grafar- vogi farin að taka á móti til- raunasendingu á breiðbandinu og síðar á þessu ári megi búast við að 25 prósent heimila í landinu geti tekið við breið- bandssendingum. Það séu heimili í nýjustu hverfunum á höfuðborgarsvæðinu og nokkur heimili á ísafirði, Akureyri og helmingur Húsavíkur. Innan nokkurra ára verði flestöll heimilin í landinu komin með þessa þjónustu. „Sem þýðir að smám saman flyst bæði síminn, sjónvarpið og tölvusambandið gegnum þessa leið,“ segir Friðrik og bendir á að allt upplýsingastreymi verði mun öflugra þegar breiðbandið verði komið í fulla notkun. í dag anni símalínurnar bara ákveðnu álagi og geti hægvirk- ar símalínur stíflað upplýsinga- streymið, til dæmis á internet- inu. Með breiðbandinu gjör- breytist samskiptamynstrið, engin loftnet þurfí og engin skuggasvæði verði í sjónvarpi. Fjöldi sjónvarpsrása verði ótak- markaður þannig að heimilin geti fengið tugi og jafnvel hundruð sjónvarpsrása. Opnað á næstunni „Menn geta með miklu hrað- virkari hætti flutt myndir og notað sjónvarpið og tölvuna með beinni hætti til að hafa samskipti, til dæmis við sjón- varpsstöðvar. Þetta er bara upplýsingahraðbraut, sem Sím- inn hefur verið að fjárfesta mikið í á undanfórnum árum og er að opna formlega á næstu mánuðum," segir hann. Búið er að leggja ljósleiðar- ann að um 20 þúsund heimilum á stór-Reykjavíkursvæðinu, Ak- ureyri, ísafirði og Húsavík og ættu þau að geta tekið á móti sendingum á breiðbandinu þeg- ar þær heQast formlega. Á næstu árum bætast svo við nokkur þúsund heimili á ári eft- ir því sem ljósleiðarinn er graf- inn í jörðu í samvinnu við hita- veitu og rafveitu á hverjum stað. Flestöll heimili verða komin með breiðbandið kring- um árið 2000. „Við erum ennþá að ákveða hvað verður á breiðbandinu, hve margar sjónvarpsstöðvar og hvaða efni og hvernig við stöndum að þessu. Mér er falið að leiða markaðssetninguna sem þýðir meðal annars að ég er í samningaviðræðum við fjöl- miðlafyrirtækin," segir hann. Pólitísk ráðning? Gagnrýnt hefur verið að Friðrik hafi verið ráðinn til Pósts og síma hf., sem hefur verið breytt í hlutafélag til áramóta með einu hlutabréfi og það í eigu ríkisins, án auglýsingar og talið að um pólitíska ráðningu hafi verið að ræða. Friðrik segir að svo hafi ekki verið, sér hafi ein- faldlega verið boðið starfið. Hann sé síst af öllu kominn í þjónustu ríkisins. „Þetta er einkaframtak, svip- að og með bankana. Þetta er talsvert meira en formbreyting því að með hlutafélagssvæðingu breytast viðhorfm og menn þurfa að vinna öðruvísi en þeir gerðu. Svo er það sjálfsagt seinni tíma ákvörðun eigend- anna hvenær þeir selja hluti í félaginu. Ég lít svo á að þetta sé cinkafyrirtæki," segir hann. - Þannig að þú ert ekki kom- inn á ríkisjötuna? „Alls ekki.“ -GHS Ef ég væri engUl Jóhanna Halldórsdóttir skrifar Ef engillinn sœti á öxlinni þinni og hvíslaði, myndirðu heyra? Ef engillinn blakaði vœngjunum sínum um hjartað þitt, myndirðu finna? Ef ég væri engill, þá myndi ég flögra niður til íslands á vængjunum mínum og byrja á því að heimsækja ríkisstjórnina á fundi. Þar myndi ég fara af einni öxlinni á aðra og hvísla öllu því fallegasta og besta sem ég kynni að þessu alvöru- gefna, þreytta fólki og syngja því engla- söngva þangað til það færi að brosa og sameinaðist í einu allsherjar „TILGANG- UR VINNU OKKAR ER AÐ FÓLKINU LÍÐI VEL í ÞESSU LANDI, VIÐ LEGGJUM HUG OKKAR OG HJÖRTU f ÞAГ -andvarpi. Og svo gera menn að lögum íslenska rík- isins að í þingsal muni allir þingmenn- irnir hafa yfir þessa fullyrðingu í kór á hverjum morgni fimm sinnum og að loknum vinnudegi líka fimm sinnum. Fólk veit nefnilega að það að segja hlut- ina upphátt gerir þá raunverulegri. Áður en ég yfirgæfi fólkið myndi ég sáldra yfir það englakornunum mínum sem inn'halda hjartagæsku og ómældan styrk svo það gefist ekki upp á miðri Ieið, því þetta er svo mikil stefnubreyling að hún umturnar öllum hefðum á ís- landi, og viðteknum venjumum það að sumir eigi allt en aðrir ekkert. Síðan myndi ég fiögra um úti í þjóðfé- laginu og finna alla þá sem eru alltaf með lokuð augun og segja alltaf: „Þetta getur ekki verið svona slæmt, þetta eru nú ýkjur og þetta bjargast nú allt saman eins og það hefur alltaf gert.“ Ég myndi setja englakossana mína á augu þeirra, og syngja þangað til þetta fólk færi að kitla í augun og finna til gleði. Loks verður fólkið að opna augun og hætta að neita að sjá í kringum sig, alla örbirgð- ina og þá sem eru á bjargbrúninni. Ég vef vængjunum mínum um hjörtu fólksins, alveg þangað til allir verða svo hamingjusamir að þeir finna sig knúna til þess að galopna augun fyrir því að þó að þeir eigi nóg þá líði margir skort og þó að það sé viðtekin venja á íslandi að sumir eigi allt en aðrir ekkert, þá sé það ekki allt í lagi og margir séu að detta fram af brúninni þó þeir haldi sér eins fast og þeir geta. Fólk galopnar augun og fer að taka ábyrgð á lífinu. Og áður en ég fer kenni ég því að segja fimm sinnum að morgni og fimm sinnum að kvöldi: „ÉG BER ÁBYRGÐINA". Næst myndi ég svífa til allra þeirra sem hafa fólk í vinnu, strá engladuftinu mínu yfir svo andlitsdrættirnir séu ekki svona stíf- ir, bursta burt hrukkurnar af enninu á þeim og hvísla að þeim þangað til allir læra að segja: „FÓLKIÐ OKKAR Á SKIL- IÐ AÐ FÁ GOTT KAUP. ÁNÆGT FÓLK HELGAR FYRIRTÆKINU ALLA SÍNA KRAFTA“. Þegar stífnin og hrukkurnar væru horfnar myndi ég fljúga til alls hins fólksins sem ég er okki búin að hitta á íslandi, og er nú sofnað af því ég hef verið svo lengi að þessu. Ég hvísla í eyr- að á hverjum og einum: „VIÐ EIGUM ALLT GOTT SKILIÐ, VIÐ ERUM ÖLL JAFNGÓÐAR MANNESKJUR," og fer ekki burt fyrr en allir eru farnir að brosa í svefninum og skilja að það er ekki eðli- legt að sumir eigi allt en aðrir ekkert. Að lokum flýg ég upp frá íslandi og bið alla hina englana að biðja fyrir land- inu og fólkinu þar með mér, svo það fari ekki í eyði og við syngjum fyrir sofandi fólkið svo það dreymi fallega drauma. Ef ég væri engill þá myndi ég gera þetta. Ef engillinn kyssti augnlokin þín og kitlaði, myndirðu sjá? Ef engillinn syngi þér hamingjuljóð svo angurvœrt, myndirðu brosa? Með engilblíðri kveðju úr Blöndudaln- um.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.