Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Blaðsíða 6
18 - Föstudagur 14. mars 1997 Jlkgur-'aitmmn Leikklúbburinn Locos sýnir: Tíu litlir negrastrákar eftir Agatha Christie Lokasýning mánudaginn 17. mars Miðaverð er 600 krónur. Sýningarnar eru kl. 20.30 í gryfju Verkmenntaskólans (gengið inn að norðan). Styrktaraðiii Jlagur-'Sítmimt - besti tími dagsins! Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Samkomuhúsið 90 ára Söngur, gleði gaman Næstu sýningar: Föstud. 14. mars ki. 20.00. Laugard. 22. mars kl. 20.00. Sýningum er að Ijúka Afhugið breyttan sýningartíma. Afmælistilboð MiSaverð 1500 krónur. Börn yngri en 14 óra 750 krónur. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardago. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. ^agur-Címimt - besti tími dagsins! MIGIÐ í SALTAN SJÓ Opið bréf til Þórarins V. Þórarinssonar „Þegar fólk gefur forystumönnum heimild til verkfallsboðunar er það ekki vegna þess að það langi í verkfall", segir m. a. í grein Páls. Mikið var ég undrandi Þórarinn þegar ég heyrði þig segja í út- varpinu laugardaginn 8. mars að forráðamenn Dagsbrúnar og Framsóknar ætluðu sér að fara í verkfall bara til að fara í verk- fall. Þar gafst þú í skyn að for- menn þessara félaga ætluðu prívat og persónulega í verkfall bara svona til gamans. Þú áttar þig greinilega ekki á því að verkalýðsforingjar starfa ekki sjálfstætt á eigin vegum, nei, þeir eru starfsmenn íjölmennra ÞJÓÐLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen I kvöld. 14. mars. Uppselt. Laugard. 22. mars. Nokkur sæti laus. Laugard. 5. apríl. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun. 15. mars. Uppselt. Föstud. 21. mars. Síðustu sýningar KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 3. sýn. sunnud. 16. mars. Uppselt 4. sýn. fimmtud. 20. mars. Uppselt. 5. sýn. föstud. 4. apríl. Uppselt. 6. sýn. sunnud. 6. apríl Nokkur sæti laus. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Sunnud. 23. mars. Síðasta sýning Nokkur sæti laus LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Laugard. 15. mars kl. 14.00. Uppselt. Sunnud. 16. marskl. 14.00. Nokkur sæti laus Laugard. 22. mars kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Laugard. 15. mars. Uppselt Föstud. 21.mars Laugard. 22. mars Nokkur sæti laus. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftirað sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miövikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tima. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. samtaka og starfa samkvæmt vilja þeirra. Við þessi orð þín varð ég fyrst orðlaus af undrun, síðan öskuillur. Þegar frá leið fannst mér reiði mín ósköp eðlileg við að hlusta á hrokafullt bullið í þér. En að ég skuli alltaf verða jafn undrandi þegar þú átt í hlut er ekki farið að koma mér á óvart lengur þegar þú opnar munninn til þess eins að lítilsvirða launþega, þannig eru þínar yíirlýs- ingar oftast, herra Þórarinn. Enda ert það þú og fram- koma þín í garð launþegasam- takanna sem fær fólk til að grípa til þeirrar neyðarráðstöf- unar og boða verkföll. Yfirgangur atvinnurekenda Ég og vinur minn höfum á und- anförnum mánuðum fylgst með undirbúningi kjaraviðræðna svona úr fjarlægð. Við teljumst nefnilega til þeirra sem í dag- legu tali eru nefndir almennir launþegar. Ég get ekki neitað því að strax á haustdögum Freyvangs- leikhúsið Sýnum firna fyndinn gamanleik: „Meb vífií) í liikununi eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 10. sýning föstud. 14. mars kl. 20.30 11. sýning laugard. 22. mars kl. 20.30 12. sýning laugard. 22. mars kl. 23.30 Miðnætursýning 13. sýning fimmtud. 27. mars kl. 20.30 Miðapantanir í síma 463 1193 milli kl. 18 og 20. A öbrum tima í síma 463 1196 (símsvari) fannst mér áhugaleysi atvinnu- rekenda bera vott um að þeir vildu verkföll. Útúrsnúningar atvinnurekenda hafa verið með þeim hætti að maður getur vart trúða að þar væru velmenntaðir menn með heilbrigða skynsemi á ferð, og þar ert þú Þórarinn V. í fararbroddi. Staðreyndin er sú að samtökin sem þú ert í for- svari fyrir h'ta á verkföll sem góða leið til að svelta sauð- svartan almúgann til hlýðni. Af hverju boða menn til verkfalla? Ef við snúum okkur aftur að yfirlýsingu þinni þar sem þú lýstir því að launþegar ætli sér í verkfall bara til að fara í verkfall. Herra Þórarinn V., ég er ekki viss um að það þýði að skýra það út fyrir þér af hverju fólk gef- ur verkalýðsfé- lögunum heim- ild til að boða verkföll. Þó ætla ég að ger- ast svo djarfur og reyna í fá- um orðum að opna augu þín svo þú getir hætt að æða áfram eins og blindur kettlingur í myrkri. Þegar fólk eins og ég gefum for- ystumönnum okkar heimild til verkfallsboðunar er það ekki vegna þess að okkur langi í verkfall. Einnig er það deginum ljósara að megin þorri fólks hefur heldur ekki efni á því að fara í verkföll. Því síður að þetta sé eitthvað trúarlegs eðlis eins og þú gefur í skyn. Að boða til verkfalla hr. Þór- arinn er eina leiðin sem laun- þegar hafa til að fá menn eins og þig til að tala sama tungu- mál og þeir sem semja fyrir okkar hönd. Ef þið í vinnuveit- endasambandinu mynduð umgangast forystumenn laun- þegasambandanna svo og laun- þega almennt eins og jafningja þá er ég sannfærður um að verkfallsboðanir myndu heyra sögunni til. Framkoma ykkar við launþega er með þeim hætti að ef ekki væri boðað til verkfalla myndir þú og þínir skilja eftir ykkur skítug skóför á andliti hvers einasta launþega á íslandi og það með bros á vör. Staðreyndin er nefnilega sú að þið gerið ykkur ekki grein fyrir alvöru málsins fyrr en verkföll eru við það að bresta á. Það er aldrei of seint að læra Þessar fáu athugasemdir sem ég hef slegið hér frain ættu að duga til að koma sæmilega skynsömu fólki í skilning um til- gang verkfalls- boðana. En ef svo færi, Þór- arinn V., að þessar ein- földu skýring- ar dygðu ekki til að koma þér í skilning um þessi grund- vallar atriði þá er bágtið þitt stærra en ég hugði. Ég og vinur minn sem ég vitnaði til í upphafi erum líka sammála um að það sé kominn tími til að þú lærir hvað hugtakið rétt- læti þýðir. En að reyna að skýra það út fyrir þér tæki sennilega meira pláss en ég fær úthlutað enda ekki gert ráð fyrir því að á síðum dagblaða sé rekin sér- kennsla fyrir fáa útvalda. En hafir þú áhuga þá skrifa ég undir fullu nafni svo hæg eru heimatökin. Lokaorð Að lokum skora ég á þig, Þórar- inn V., að svara þessu bréfkorni mínu, en komi ekki svar lítum við svo á, þ.e.a.s. ég og vinur minn, að þú vitir upp á þig skömmina. Enda sé þögnin sama og samþykki. Höfundur er sjómaður.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.