Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Blaðsíða 9
Salka í Hveragerði
Hvergerðingar í Leikfélagi Hveragerðis
fögnuðu 50 ára afmæli félagsins í síð-
ustu viku með því að setja upp Sölku
Völku eftir Halidór Laxness í leikstjórn
Ingu Bjarnasonar og eru leikendur allt
frá því vera 5 ára til 96 ára gamlir. Einn
leikendanna er Kristín Jóhannesdóttir
sem var einn af stofnfélögum Leikfé-
lagsins og hefur verið meira og minna
virk í starfseminni síðastliðna hálfa öld.
Næsta sýning verður á Hótel Hveragerði
kl. 20.30 á sunnudaginn.
Júlli í Nettó hitar upp fyrir keppnina
Karaoke-keppni
á Ólsen
í kvöld verður haldin Karaoke-keppni á
kaffi Ólsen á Akureyri og mun keppnin
halda áfram 21. mars og 3. apríl. Byrjað
er að skrá niður í keppnina en eins
geta söngglaðir mætt í kvöld og skráð
sig rétt áður en þeir stíga á svið. Arnar
Símonarson er kynnir og forsöngvarar
eru Júlíus Guðmundsson og Ingvar
Grétarsson, þeir hita upp. Ekki er hug-
myndin að fylla kvöldið af Karaoke-
söng heldur verður önnur tónlist einnig
leikin á milli söngatriðanna. Vegleg
verðlaun eru í boði fyrir besta sönginn.
WWW.ISLANDIA.IS/ARGENTINA/
...vertu
viðbúinn
21. mars
TilboðsH
13. »22. mars
NAUTAKJÖT 3,5 KG KASSI
2.990.,
Se mm
Nautagúllas 1 kg • Nautahakk 2 kg • Nautahamborgarar 6 stk. • Hamborgarabrauð 6 stk.
Vegna mistaka við vinnslu tilboðsdagablaðsins okkar birtist hér leiðrétt verð á nautakjöti
iLlrlON