Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Qupperneq 10
22 - Föstudagur 14. mars 1997 |Dagur-'3Iamrat Akureyri Fjölskyldan og fjármálin f' / Fundur um stöðu Qöl- jLj skyldunnar í Deiglunni í kvöld kl. 20.30. Frum- mælendur verða Pétur Blöndal, alþingismaður, Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS og varaþingmaður, og Finnur Birg- isson, arkitekt. Fundurinn er öllum opinn. Flóamarkaður Hjálpræðishersins verður opinn í dag kl. 10-17. Markaðurinn er í húsnæði Hjálpræðishersins á Hvannavöll- um 10 og þar er einnig tekið á móti fatnaði alla daga vikunnar. Talnaspeki í Bókval Viltu vita hver örlagatalan þín er? íris Jónsdóttir, stjörnuspek- ingur, mun kynna talnaspeki- kort á Kaffi kveri í Bókval á Ak- ureyri í dag og á morgun frá kl. 13-19. Spilakvöld Mánakórsins verður haldið laugar- daginn 15. mars kl. 21 að Engimýri í Öxnadal. Þetta er þriðja spilakvöldið af Qórum. Síðast var spilað á 16 borðum. Allir velkomnir. Tónlist, kyrrð og íhugun á föstu Föstumessur eru sungnar í Ak- ureyrarkirkju á hverju miðviku- dagskvöldi á föstunni. Næst- komandi miðvikudagskvöld, þann 19. mars, verður síðasta föstumessan og hefst hún kl. 20.30. Jón Bergmann á Akureyri Á laugardaginn kl. 16 opnar Jón Bergmann Kjartansson myndlist- arsýningu í Gallerí+. Sýningin er opin um helgar frá kl. 14-18 til og með 31. mars. Jón Berg- mann er fæddur í Reykjavík 1967, hann hefur haldið 4 einkasýningar áður, tvær á ís- landi og tvær í Hollandi. í Gall- erxi+ sýnir Jón málverk og úr- klippur úr tímaritum og kallast hvoru tveggja „Hlutar", saman- ber hluti af og hluti úr. Samvinnuferðir- Landsýn efna á sunnudagskvöld til samkomu í Alþýðu- húsinu á Akureyri und- ir yfirskriftinni Kátir dagar - kátt fólk. Þar verða kynntar ferðir sem ferðaskrif- stofan býður elda fólki uppá í ár. Aðgöngumiðar eru seldir á skrifstofu Samvinnuferða- Landsýn. Dagskráin hefst á sunnu- dagskvöld kl. 19:00. Fyrst er boðið uppá mat en síðan verða ferðir kynntar, dregið verður í happdrætti og ýmis skemmtiat- riði verða í boði. Þetta er í fyrsta skipti sem samkoma af þessu tagi er haldin á Akureyri, en þær hafa síðustu ár margir verið haldnar í Reykjavík. Um 3.000 manns eru í ferðaklúbbn- um Kátt fólk. Að eignast hund ^ Hundaræktarfélag ís- lands og svæðafélag f * H.R.F.Í. á Norðurlandi verða með fyrirlestur fyrir verð- andi hundaeigendur kl. 20 í Galtarlæk (hús Flugbj.sv. gegnt flugvelli). Fyrirlesturiim er öll- um opinn. Höfuðborgar- svæðið Vortónleikar Karlakórs Reykavíkur verða dagana 15.- 22 mars nk. Þótt tónleikarnir séu fyrst og fremst fyrir styrktarfé- laga eru ávallt nokkrir miðar seldir við innganginn. Leirlistarsýning í Norræna húsinu Síðasta sýningarhelgi á leirlist eftir 11 leirlistarkonur frá Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Nor- egi og Svíþjóð. Sýningin er far- andsýning og heimi lýkur á sunnudaginn. Kabarett í Kópavogi A Menntaskólinn að Laugarvatni sýnir tvær •rr sýningar á söngleiknum Kabarett í Félagsheimili Kópavogs í kvöld kl. 20.30 og kl. 22.45. Síðdegistónleikar í Hinu húsinu Qy Hljómsveitin Moðfisk * 1 kemur fram á síðdegis- tónleikum í Hinu húsinu kl. 17 í dag. Moðfisk spilar ný- bylgjurokk og hefur fengið góða dóma fyrir sín verk. Þóra sýnir í Gallerí List Þóra Sigurjónsdóttir leirlistar- kona er listamaður mánaðarins í Gallerí List. Þóra stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur en undanfarin ár hefur hún rek- ið vinnustofu á Álafossi í Mos- fellsbæ. Sýning Þóru opnar í dag. Félag eldri borgara Kópavogi $***>■ Spiluð verður félagsvist að Fannborg 8 í kvöld kl. 20.30. Suðræn sveifla Kvennakór Reykjavíkur heldur funheita tónleika í Borgarleik- húsinu 17. og 18. mars nk. kl. 20 og 22 báða dagana undir yfirskriftinni Suðræn sveifla. Einnig koma fram Tamla- sveitin og Egill Ólafsson, dans- ararnir Carlos Sanchez, Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya og fleiri. Dagskráin er helguð hinum blóðheitu þjóðum Suður-Amer- íku og Afríku en á síðasta ári hélt kórinn Gospel-hátíð í Loft- kastalanum og voru sýningar alls 7 fyrir troðfullu húsi. Miða- sala er í Borgarleikhúsinu og einnig verða miðar seldir hjá kórfélögum. Miðaverð er kr. 1.200. Sæmundur Valdimarsson sýnir Sýning á verkum Sæ- mundar Valdimarsson- ar verður opnuð í aðal- sal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarborgar, laugardaginn 15. mars kl. 14. Sigrún Harðar í Hafnarborg Laugardaginn 15. mars kl. 14 verður opnuð í Sverrissal Hafnarborg- ar sýning á verkum Sigrúnar Harðardóttur. Sýning þessi er unnin út frá þema um hverinn, þar sem hin músíkalska hlið hversins er dregin fram í rythm- isku innsetningarverki, en hug- = Lífog hrif forms og lita gerð skil í olíu- málverkinu. Smámyndir Elíasar B. Halldórssonar Sýning á smámyndum Elíasar B. Halldórsson- ar verður opnuð í kaffi- stofu Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnaríjarðar, laugardaginn 15. mars kl. 14. Dönsk bókakynning Laugardaginn 15. mars kl. 16 er röðin komin að dönskum bókmennt- um í bókakynningum norrænu sendikennaranna í Norræna húsinu. Gestur á bókakynning- unni að þessu sinni er rithöf- undurinn Dorrit Willumsen sem nýlega tók á móti Bókmennta- verðlaunum Norðurlandaráðs í Osló. Laugardagsgangan Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt verður af stað frá Gjá- bakka, Fannborg 8, kl. 10. Ný-. lagað molakaffi. María og krossinn Sunnudaginn 16. mars næstkomandi flytja Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola Can- torum verkin Stabat Mater eftir Palestrina, Responsoria eftir Gesualdo, Magnificat og Sjö andstef við Magnificat eftir Arvo Párt og nýtt verk, Te Deum eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Yfirskrift tónleikanna er María og krossinn. Þá ber upp á boðunardag Maríu. Beethoventríó Kaupmannahafnar Sunnudaginn 16. mars kl. 20 verða tónleikar í Norræna húsinu þar sem fram koma ungir tónlistarnemar við Konunglega danska tónlistar- háskólann. Á efnisskránni eru þrjú verk: Tríó í G-dúr opus 1 nr. 2, „Kampavínstríóið eftir Ludvig van Beethoven. Phantasiestúcke op. 88 eftir Robert Schumann og Tríó í d-moll op. 49 eftir Felix Mendelsohn. Breiðfirðingafélagið Félagsvist verður spiluð á sunnudaginn klukkan 14:00 í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14. Alliance Francaise hefur skipulagt bókmenntakvöld mánudaginn 17. mars kl. 20.30 (Inngangur við Ingólfstorg) í tel- efni af komu franska rithöfund- arins Daniele Sallenave, en hún hefur meðal annars skrifað skáldsögur, smásögur, leikrit og ferðafrásagnir. Boðið verður upp á hressingu og er aðgangur öllum heimill og ókeypis. í Vesturheimi flflj í Vesturheimi er yfir- * ; skrift síðustu tónleika Kammersveitar Reykja- víkur í tónleikaröð vetrarins sem haldnir verða í Listasafni íslands mánudaginn 17. mars kl. 20.30. Á efnisskránni eru fimm verk sem samin eru í Bandaríkjunum, þar af eru þrjú eftir bandarísk tónskáld, þá Aaron Copland, Michael Torke og John Adams, og tvö verk eftir aðílutt tónskáld: Rússann Igor Stravinsky og íslendinginn Árna Egilsson Óbó og píanó í Gerðarsafni Eydís Franzdóttir óbóleikari og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanó- leikari halda tónleika mánu- daginn 17. mars kl. 20.30 í Gerðarsafni í Kópavogi. Það er ekki oft sem íslendingum gefst kostur á að heyra heila tónleika þar sem óbóið leikur einleiks- hlutverkið, þrátt fyrir ijölbreyti- leika hljóðfærisins. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Mi- chael Head, Paul Hindemith, J.W. Kaliwoda, Antal Doráti, Carl Nielsen og Camille Saint- Saens. Landið Kyrrðardagar í Skálholti í dymbilviku Kyrrðardagar verða í Skálholti á hefðbundnum tíma um bæna- daga í dymbilviku, 26.-29. mars og hefjast miðvikudaginn 26. mars kl. 18 með aftansöng. Þeim lýkur laugardag fyrir páska eftir hádegisverð. Að venju eru þátttakendur vel- komnir í Skálholt frá hádegi á miðvikudag til að njóta friðar og helgi staðarins, áður en formleg dagskrá hefst. Dr. Sigurbjörn 21. Aðgangseyrir er kr. 800 en fyrir hjón kostar 1200. Samkór Rangæinga mun síðar á sunnu- daginn 16. mars syngja á dval- arheimilum aldraðra á Hellu og á Hvolsvelli og um kvöldið kl. 21 heldur kórinn tónleika í Stóra- dalskirkju. Draumalandið D anshlj ómsveitin Draumalandið leikur fyrir dansi á fegurðar- samkeppni Vesturlands sem verður haldin í félagsheim- ilinu Klifi í Ólafsvík á föstudags- kvöldið 14. mars. „Sálmar og Syrpur“ á Hótel Húsavík Sunnudagskvöldið 16. mars og mánudagskvöldið 17. mars heldur Stúlknakór Húsavíkur, undir stjórn Hólmfríðar Bene- diktsdóttur, kvöldskemmtun kl:20:00 á Hótel Húsavík. Hljómsveit, undir stjórn Valmar Valjaots, sér um undirleikinn. Skemmtunina kalla stúlkurnar „Sálma og Syrpur“ því flutt verður tónlist úr þekktum söng- leikjum auk negrasálma og go- speltónlistar. Leikfélagið Biikolla Nú fer í hönd síðasta sýningarhelgi í Ljósvetningabúð á leik- ritinu „Á svið!“ Síðustu sýningar eru á föstudagskvöldið 14. mars kl. 20.30 og á sunnudag 16. mars kl. 14. Einarsson biskup annast íhug- anir en auk hans verða kyrrðar- dagarnir í umsjón Jóns Pálsson- ar, rektors Skálholtsskóla og sr. Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson og sr. Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup munu einnig annast helgihald. í Skálholtskirkju verður sýning á myndröð um krossferil Krists eftir Önnu Guð- rúnu Torfadóttur, myndlista- mann. Upplýsingar um kyrrðar- dagana og skráning eru í Skál- holtsskóla í síma 486 8870. Menningardagar á Sauðárkróki Menningarvaka verður á Sauð- árkróki nk. sunnudag 16. mars, á vegum MENOR (Menningar- samtaka Norðlendinga). Menn- ingarvakan verður í bóknáms- húsi Fjölbrautarskólans og hefst kl. 15 en húsið verður opnað kl. 14. Aðgangur að menningar- vökunni kostar 800 krónur, ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. Söngtónleikar í Hvoli og Stóradalskirkju Sameiginlegir tón- leikar Samkórs Rangæinga og kórs Grafarvogskirkju verða haldnir í félagsheimilinu Hvoli í kvöld kl. Elskendahelgi á Hornafirði ^ Hornaljörður er einn sex Gjuggbæja á land- inu. Næsta helgi verð- ur ein af sérstökum áhersluhelgum Gjuggsins á Hornafirði. Nefnist hún „Elsk- endahelgi“. Þá er vonast til þess að ástfangið fólk heimsæki Hornaflörð og njóti þess sem þar er upp á boðið á veitinga- stöðum í mat, drykk og dansi. Vorhreinsun á sál og líkama Boðið er uppá Páskaföstu á Heilsusetrinu að Lundi í Öxar- firði dagana 24.-31. mars næst- komandi. Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir og Ása Jóhanns- dóttir nuddari og leiðbeinandi munu aðstoða gesti við að hreinsa líkamann með jurtum, föstu og ristilskolun. Einnig verða gestir leiddir inn í hug- leiðslur, jóga og skapandi hreyf- ingu. Fastað verður í sjö daga, fimm daga eða þrjá allt eftir persónulegum þörfum hvers og eins. Skrásetning á námskeiðið verður að liafa borist fyrir 15. mars n.k. til Ásu Jóhannsdóttur í Lundi s. 4652334 eða til Kol- brúnar Björnsdóttur s. 5521103.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.