Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Side 11
|Dagur-'3Kmimt
Föstudagur 14. mars 1997 - 23
FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ
Ekki lengur fnl Tom Cruise
Lengi vel naut hún þeirra vafasömu forréttinda að vera frú
Tom Cruise í augum fólks. To Die For breytti því Nú er hún,
Nicole Kidman, sjálf orðin númer...
Nicole leikur naífa ameríska
konu, Isabel Archer, í myndinni
Portrait of a Lady, sem tilnefnd er
til einhverra Óskarsverðlauna og
er hún heilluð af persónunni.
„Pað eru svo margir þætti í Isa-
bel, sérstaklega spennandi hvers
vegna hún laðast svona að dökku
hliðunum þegar hún hefur svona
mörg tækifæri. Hún velur að taka
versta mögulega kostinn. Ég
hreifst af því. Mér finnst það
miklu meira heillandi en fólk sem
alltaf velur réttu leiðina. Það er
miklu áhugaverðara að vilja taka
vitlausa leið.“
Nicole sjálf velur nefnilega
alltaf rétta kostinn. Foreldrar
hennar eru vel menntaðir,
mamman kennari og pabbi henn-
ar, sálfræðingur, skrifaði m.a.
metsölubók um „How To Change
Your Life“. Pabbinn er afar upp-
tekinn af líkamlegri hreysti og á
hverjum morgni urðu dæturnar
tvær að gera armbeygjur áður en
þær fóru í skólann (hann langaði
meira í strák).
Nicole var svo uppgötvuð á
hefðbundinn máta. Dag einn þeg-
ar hún var 14 ára að vafra um
flómarkað í úthverfi Sidney nálg-
aðist ljósmyndari og bað um að
fá að taka mynd. OK. Myndin
kom á forsíðu útbreidds ung-
lingatímarits. í kjölfarið komu
fleiri myndir og tískusýningar. En
þegar hún var beðin um að fara
tii New York í meira fyrirsætu-
havarí sagði hún nei. „Mig lang-
aði ekki þá leiðina. Ég þoli ekki
þegar fólk er alltaf að koma við
mig. Mér finnst fyrirsætubran-
sinn heldur ekki heilbrigður -
maöur verður of meðvitaður um
sjálfan sig.“
Það fylgir eyjarskeggjum að vera:
„eitt sinn Íslendingur/Ástrali
ávallt..." Og ekki skal vanmeta ástr-
alskan uppruna Nicole. „Ástralar
hafa húmor,“ segir hún. „Englend-
ingar hafa sömu tegund af húmor -
þurran, gera grín að öllu, ekkert er
heilagt. Það finnst mér frábært...
Maður verður stundum að vera var-
kár í návist Ameríkana, maður gæti
sært þá eða þeir taka þig of bók-
staflega."
Uppskrift að rómantísku kvöldi hjá
þeim Cruise og Kidman hjónunum
felst í því að panta hótelherbergi í
Vegas og horfa á box. Já, box.
Þessi kveifarlega lengja, kríthvít á
hörund og með Ijósrautt hár segist
elska box.
(Lstcv&Cfid
Teitur Þorkelsson
skrifar
Bannað
að anda
Fyrir nokkrum árum lenti
vinur minn í slysi, braut á
sér nefið og hefur ekki
getað andað í gegnum það síð-
an. Þetta hefur valdið nokkrum
vandræðum við kossa, sérlega
þá dýpri og ástríðufyllri því
hann getur aldrei kysst lengur
en súrefnið endist. Samkvæmt
gömlu kossaleiðbeiningabók-
inni minni er slíkt svo gott sem
dauðasök:
Þér skuluð ekki flýta yður við
kossana, fremur en neitt annað
sem viðkemur ástinni. Kossinn
er of unaðslegur til þess að
hans verði notið á einu augna-
bliki, einu örstuttu augnabliki.
Dveljið lengur við varir hennar
- lengur en nokkru sinni áður.
Gleymið tímanum. Gleymið öllu
nema kossinum sem stendur yf-
ir. Hegðið yður ekki eins og
ungur og feiminn elskhugi sem
eftir unaðslegan og langan koss
færði sig burt frá munni ást-
meyjar sinnar, og hún fór að
hágráta á sömu stundu. „Hvað
er að þér?“ spurði hann
áhyggjufullur. „Þú elskar mig
ekki,“ sagði hún kjökrandi.
„Víst elska ég þig,“ sagði hann.
„Hvers vegna snérirðu þá
munninum frá mér?“ „Ég gat
ekki andað,“ sagði hann barna-
lega. Andað? Hver þarf að
anda, hvern langar til að anda í
miðjum eldheitum kossi? Andið
í gegnum nefið ef þér þurfið að
anda. En kyssið og haldið
áfram að kyssa eins lengi og
nokkur snefill af lofti er í lung-
um yðar.
QjafakffTi
14
24.900,-
sjonvorp
20
33.
sjonvorp
S VZÍ
frá
J
INAunið gjafakort
__
RðDlöraAUS
Geislagata 14 • Sími 462 1300
vinnandi menn