Dagur - Tíminn Akureyri - 15.03.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 15.03.1997, Blaðsíða 5
jDagur-®titmm Laugardagur 15. mars 1997 - 5 Ólafsfjörður Hótelið lokað á meðan Skíðalandsmótið fer fram Bæjarstjórn Ólafs- fjarðar samþykkti sl. þriðjudag að falla frá öllum áformum um kaup á Hótel Ólafsfirði. Olíufélagið Skeljungur hf. hefur rekið hótehð und- anfarin misseri ásamt bensín- og greiðasölu áfastri hótelinu. Iiótelið hætti rekstri í nóvembermánuði sl. og í byrjun marsmánaðar sl. var bensínsöl- unni lokað. Hugmyndin var að Skeljungur hf. seldi Olíuverslun íslands hf. (OLÍS) hótelið og bensínsöluna sem síðan seldi bæjarsjóði sem aftur seldi Arn- birni Arasyni bakarameistara og Birgi Guðnasyni, sem m.a. er með dekkjaframleiðslu, starf- semina. OLÍS mun hafa ætlað að kaupa af Skeljungi hf. til þess að sitja eitt að bensínsölu í Ólafsíirði jafnframt því að salan er liður í uppstokkun olíufélag- anna á bensínsölu vítt um landsbyggðina. OLÍS mun ekki hafa treyst sér til þess að selja þeim Arn- birni og Birgi beinni sölu heldur vill fá bæinn inn í dæmið til þess að þeirra sala yrði trygg. Nú hefur Ólafsíjarðarbær hins vegar dregið sig út úr þessari „keðju“. Vegna breyttra for- senda hafa þeir sagst munu endurskoða hug sinn til kaupa á hótelinu þar sem ekki takist Vonir stóðu til að hótelið yrði komið aftur í rekstur fyrir Skíðamót íslands, sem haldið verður í Ólafsfirði og á Dalvík. að ná í Skíðalandsmótið eða Landsmót vélsleðamanna. Árni Ólafur Lárusson, fjármálastjóri Skeljungs hf., segir að aðeins eigi eftir að skrifa undir samn- ing um söluna til OLÍS, sam- þykkt Bæjarstjórnar Ólafsfjarð- ar breyti þar engu um. Vonir stóðu til að hótelið yrði komið aftur í rekstur fyrir Skíðamót fslands, sem haldið verður í Ólafsfirði og á Dalvík, en ljóst er að af því verður ekki. Bæjaryfirvöld hafa haft af því vaxandi áhyggjur ef ekki er starfrækt hótel í byggðarlaginu. Auk þeirra hafa tveir aðrir aðil- ar sýnt hótelinu áhuga með kaup í huga. Pað eru Ólafsfirð- ingarnir Árni Sæmundsson, sem um tíma rak veitingastað- inn Lúbarinn á Dalvík; og Þórð- ur Guðmundsson, sem um tíma rak loðdýrabú að Burstabrekku í Ólafsfirði. GG Austurland Akureyri Gegn virkj- anaáformum Stofnfundur félags um vernd- un hálendis Austurlands verður haldinn í Golfskálanum Ekkjufelli, Fellahreppi, 16. mars kl. 15.00. Að félaginu stendur áhugafólk sem hefur á annað ár Qallað um möguleika á verndun þessa svæðis, eink- um með áherslu á vatnasvið Jökulsár á Fjöllum, Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal. BÞ Reykjavík Barist gegn fordómum s Idag verða stofnuð samtök þeirra sem áhuga hafa á sam- vinnu fólks af ólíkum uppruna. Þau eru stofnuð í framhaldi af ráðstefnu sem haldin var í nóv- ember um kynþáttafordóma á íslandi. Stofnfundurinn fer fram í Ilinu Húsinu við Vesturgötu og hefst kl. 14.00. Fundarstjóri verður Þóra Arnórsdóttir og verða frummælendur Ingibjörg Hafstað hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar og fulltrúi frá Mannréttindaskrifstofu íslands. Helga Björg Ragnarsdóttir, ein aðstandenda samtakanna, segir að hún telji persónulega að miklir kynþáttafordómar séu á íslandi og það sé brýnt að breyta hugarfari þjóðarinnar. „Við er- um að vekja athygli á þessu máli og viljum verða menningarlegur punktur fólks af ólfkum upp- runa,“ segir Helga. BÞ í kjötborði KEA-verslunarinnar í Hrísalundi á Akureyri. F.v: Ólafur H. Erlingsson, markaðsfulltrúi kjötgreina hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins; Jónas Þór, kjötverkandi í Gallerí Kjöt; Elís Árnason, Kjötiðnaðarstöð KEA; Bald- vin Sigurðsson, KEA Hrísalundi og Gústaf Þórarinsson hjá KEA á Dalvík. Mynd:jHF Átak í kjötsölu Maðurinn sem kenndi þjóðinni að borða nautakjöt, Jónas Þór kjötverkandi, veitir ráðgjöf um með- höndlun á kjöti. Framleiðsluráð landbúnað- arins vinnur að sameigin- legum hagsmunum kjöt- greinanna en það hefur verið eitt af hlutverkum Framleiðslu- ráðs að auka markaðslilutdeild- ina, en hefur ekki verið sinnt sem skyldi til þessa. Nú eru breyttir tímar og ljóst að aðlaga þarf kjötneyslu landsmanna að markaðnum og breytingu á honum og hefur Ólafur H. Er- lingsson, markaðsfulltrúi kjöt- greina hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins, umsjón með því verkefni, þ.e. að viðhalda neyslunni og helst auka hana. „Við höfum bryddað upp á nýrri aðferð í úrbeiningu á lambi og úr framhryggnum er gerð „lambakylfa" og með þessu reynum við að auka Qöl- breytni kjötborðsins. Lögð er áhersla á kryddun og tilbúna rétti og ekki síst á framsetningu í kjötborðunum, gera það sem þar er í boði girnilegra. Það þarf í auknu mæli að koma til móts við þarfir þeirra sem vilja fá kjötréttina tilbúna á pönnuna eða í ofninn. Þannig verður hægt að auka hlutdeild þeirra á markaðnum í samkeppninni við skyndifæðið," sagði Ölafur H. Erlingsson. í kjötborði KEA- verslunarinnar í Ilrísalundi á Akureyri, hefur Jónas Þór kjöt- verkandi, sem stundum hefur verið kallaður maðurinn sem kenndi þjóðinni að borða nautakjöt, veitt ráðgjöf um meðhöndlun á kjöti. GG Smugan Einhliða kvótaákvörðun sýnir ábyrgð Sjávarútvegsráðherra, Þor- steinn Pálsson, hefur sagt að til greina komi að ís- lendingar ákveði einhliða kvóta íslenskra skipa í Smugunni í Barentshafi ef ekki gangi að semja við Norðmenn, en kvót- anum hefur verið skipt milli Norðamanna og Rússa. Líkur á samkomulagi eru ekki miklar sem stendur. Ekki hefur verið íjallað um þennan stofn í Norð- uraustur- Atlantshafsfiskveiði- nefndinni (NEAFC) en einhliða ákvörðun um kvóta í Smugunni mundi sýna vilja íslendinga til ábyrgrar stjórnunar á nýtingu fiskstofna í Smugunni. Heildar- magn hefur enn ekki verið ákveðið, en rætt hefur verið um 13 þúsund tonn og allt í upp í 30 þúsund tonn, sem er það magn sem Útvegsmannafélag Norðlendinga hefur sett fram sem eðlilegan kvóta íslenskra togara. GG Þykkvibær Jarð- hitinn er eins ogolía Þetta er einsog að finna olíu. Þetta mun skipta miklu fyrir byggðarlagið og með þessu sjáum við fram á ýmsa möguleika,“ sagði Heimir Ilafsteinsson, odd- viti í Þykkvabæ, í samtali við Dag-Tímann. Heitt vatn hefur fundist í Þykkvabæ. Ileitavatnsæðin er á um 1.250 metra dýpi. Hún gef- ur á þessari stundu um 8 til 9 sekúndulítra af 90 gráðu heitu vatni. Hitastig verður aftur mælt í næstu viku og þá skýrast málin frekar. Að borholunni, sem er skammt austan megin- byggðarinnar í Þykkvabæ, liggja kaldar æðar og fyrir liggur að fóðra þarf efstu 470 metra hennar. „Ef ekkert stórslys kem- ur fyrir þá verður hér lögð hitaveita í hús á næstunni. Þá er sundlaug oft fylgifisk- ur þess að heitt vatn finnst,“ segir Heimir. Þá segir hann einnig vel koma til greina að nýta megi heitt vatn í sambandi við kartöíluraiktina umfangs- miklu í Þykkvabæ. -sbs. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Sími 462 6900 Uppboð Framhald uppboðs é eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Dalsbraut 1, hl. 02-02-03, austari hi. e.h. Akureyri, þingl. eig. Kreppa ehf., gerðarbeiðendur Akureyrar- bær, Iðnlánasjóður og Sýslumaður- inn á Akureyri, 19. mars 1997 kl. 10. Hrafnagilsstræti 23, Akureyri, þingl. eig. Helga S. Haraldsdóttir, og Kjartan Kolbeinsson, gerðarbeið- endur Akureyrarbær, Landsbanki íslands, Lífeyrissjóður stm. Reykja- víkurborgar, Lífeyrissjóður verslun- armanna, Vátryggingafélag íslands h.f., og íslandsbanki h.f., 19. mars 1997 kl. 10.30. Klapparstígur 17, Árskógshreppi, þingl. eig. Jón A. Jónsson, og Hekla Tryggvadóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins og íslandsbanki h.f., 19. mars 1997 kl. 1A Melasíða 1, íb. 103, Akureyri, þingl. eig. Hreinn Hrafnsson, gerðarbeið- endur Akureyrarbær, Byggingar- sjóður verkamanna og Vátrygg- ingafélag íslands h.f., 19. mars 1997 kl. 11. Múlasíða 16, Akureyri, þingl. eig. H-Hús h.f., gerðarbeiðendur Akur- eyrarbær og íslandsbanki h.f., 19. mars 1997 kl. 11.30. Múlasíða 18, Akureyri, þingl. eig. H-Hús h.f., gerðarbeiðendur Akur- eyrarbær og íslandsbanki h.f., 19. mars 1997 kl. 11.45. Sigtún, Grímsey, þingl. eig. Ríkis- sjóður, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóð- ur sjómanna, 20. mars 1997 kl. 11.45. Sýslumaðurinn á Akureyri, 13. mars 1997.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.