Dagur - Tíminn Akureyri - 15.03.1997, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 15.03.1997, Qupperneq 8
8 - Laugardagur 15. mars 1997 ^Dagur-®tenmt PJÓÐMÁL íOagur'Œtmmit Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 l;kki verkföll! í fyrsta lagi Deiluaðilar á vinnumarkaði virðast sammála um að kjaraviðræður séu nú komnar á ákveðnar krossgötur. Annað hvort ná menn saman um einhverja málamiðlun nú um helgina eða samfélagið siglir inn í síharðnandi átök með tilheyrandi verkfollum. Stríðsdansarnir verða ástríðufyllri með hverjum deginum og gamlir bardaga- menn úr launþegahreyfmgunni telja sig vita að eftir að menn eru komnir út í allsherjarverkföll getur verið erf- itt að komast út úr þeim. Ábyrgðin sem hvílir á samn- ingamönnum er því gífurleg og það er á svona tfmum sem virkilega reynir á hvort forustumennirnir eru hlut- verki sínu vaxnir. í öðru lagi En það eru fleiri en forustumenn aðila vinnumarkaðar- ins sem bera ábyrgð. Eftir að hluti vinnumarkaðarins hafði náð samningum og þannig í raun markað ákveð- inn farveg fyrir aðra samninga öðrum verkalýðsforingj- um til mikillar gremju, hóldu margir að útspil ríkis- stjórnarinnar myndi e.t.v. ná að verða sú þúfa sem velti um koll tregðunni í samningamálunum. Pað virðist því miður ekki hafa gerst. Það virðist hafa verið ótrúlega slakur undirbúningur að útspili nkisstjórnarinnar, enda er þar að finna atriði sem augljóslega hljóta að særa réttlætiskennd fólks, ekki síst fólks sem gefur sig út í kjarabaráttu láglaunafólks. Fjármálaráðuneytið og fjár- málaráðherra sáu um útfærsluna á þessu útspili stjórn- arinnar. Ábyrgð Friðriks er því mikil þótt ríkisstjórnin í heild verði að feðra krógann sameiginlega. í þriðja lagi IJað er algert forgangsatriði að koma í veg fyrir að þjóð- félagið lendi í fari verkfallsátaka, en augljóst er að hljómgrunnur fyrir verkíollum hefur ekki verið meiri í verkalýðshreyfmgunni í mörg ár. Niðurstöður atkvæða- greiðslna um verkfallsboðun sýna svo ekki verður mis- skilið að mikill urgur er í fólki. Á hinn bóginn hefur stór hluti launþega þegar samið og staðan er þröng. Samn- ingsaðilar eiga að geta náð saman með sæmilegum samningsvilja. Það myndi eflaust hjálpa mikið ef ríkis- stjórnin í samráði við aðila vinnumarkaðarins setti krógann, sem hún spilaði út í vikunni, í gagngera and- litslyftingu. Birgir Guðmundsson. \_____________________________________________________/ Sp Utó Er nauðsynlegt að breyta siglingaleiðum olíuskipa við strendur íslands vegna hættu á alvarlegum mengunarslysum? Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra Eg tel rétt að skoða þetta mál, sérstak- lega eftir strand Vikartinds. Ilins vegar er skipum sennilega búin meiri hætta á siglingaleið á opnu hafi en við strend- ur landsins. Samgöngu- ráðherra skipaði nefnd fyrir tveimur árum sem tók á þessum málum en hún komst ekki að niður- stöðu. Það er rétt að at- huga vel hvort þörf er á breytingum en að svo stöddu er ekki rétt að kveða upp úr með það. Geir Magnússon forstjóri Esso Reynslan hefur sýnt að það er varla til- efni til þess. Margir staðir hér við land eru háðir þvf að sjóflutningar á olíu gangi greiðlega fyrir sig og skipin enda jú alltaf inni í Faxaflóanum hvaða leið sem þau fara. Óhöpp geta hins vegar alltaf orð- ið og það er sjálfsagt að fara eftir öllum varfærnis- regium, en tíðni þjónust- unnar og kostnaður vegur þungt. Þetta er dýr orka og þolir illa frekari álögur. Kristín Ástgeirsdóttir Samtökum um kvennalista Hermann Guðjónsson forstjóri Siglingamála- stofnunar Eg tel nauðsynlegt að skoða það mjög rækilega í ljósi reynslunnar. Nefnd hefur skilað af sér áliti og það er erfitt að fara rækilega of- an í tillögur hennar. Við erum að tala um við- kvæmt lífríki sem gæti orðið fyrir miklum skaða. Ég bar upp fyrirspurn árið 1992 um hvernig við vær- um viðbúin mengunar- slysum og það má segja að menn fari sér heldur hægt í viðbrögðum. Eg tel rétt að skoða hvort beina megi skipum íj;er þessum lirygningarstöðvum og fuglabjörgum sem eru suður af landinu. Skip sem leggur úr liöfn verður hins vegar alltaf að ná landi einhvers staðar og j)ví er mengunarhætta ávallt fyrir hendi. UWU- Stuð hjá Dcigsbrún „Mér sýnist stuðið vera þannig á mannskapnum að menn séu tilbúnir að láta hendur skipta ef þetta á að halda áfram,“ - sagði Ólafur Ólafsson, trúnaðarmaður Dagsbrúnar í Mjólkursamsölunni, í Mogganum. Hann telur að Dagsbrúnar- rnenn grípi til aðgerða gegn mjólkur- fiutningum verslana til borgarinnar og heili niður mjólkinni. Albaníumunstur á íslandi „Braskkvótinn er mjög alvarlegt vandamál. Stórfelld umdeild eignatilfærsla hefur átt sér stað með þjóðinni og á eftir að auk- ast í skjóli kvótans. Ríkisstjórn og Alþingi horfir á þetta að- gerðalaus líkt og ríkisstjórnin í Albaníu á keðjubréfahneykslið mikla.“ - Gunnlaugur Þórðarson lögmaður fer á kostum eins og venjulega 1' grein um „svikamyllu og strjálbýlisauðn" í Mogga. „Spœnskir nautabanar í verk- falli" - fyrirsögn og frétt í Mbl. í gær. Böiið er víðar en á íslandi. Víjilfell, Alþýðublaðið og skattafrádráttur „Þeir hringdu nokkrum sinnum, en þá kom að því að starfsmað- urinn sem fyrir svörum varð benti þeim vinsamlega á að það væri hægt að kaupa blaðið og eins að gerast áskrifandi að blaðinu og þá gætu þeir fengið nokkur eintök aftur í tímann, áskriftin væri jú frádráttarbær til skatts." - Vífllfellsmenn hungraði í að lesa grein Guðmundar Andra Thorssonar um van- hæfnismálið gegn Pétri Kr. Hafstein. Kókflöskudómar Dreggjar Lögmannafélagsins leggja Pétur Hafstein dómara í einelti um þessar mundir. Það er að segja þeir félagsmenn sem hvorki eru á bak við lás og slá eða fyrir skiptarétti. Þessir lögmenn hafa komið sér upp nýju dómstigi fyrir sakbitið fólk og kæra þangað alla dóma sem Pétur hefur tekið þátt í að kveða upp í Ifæstarétti. Gildir þá einu hvort dóm- urinn valt á atkvæði Péturs eða ekki. Þetta er ekki fáránlegt heldur átakan- legt. Máltækið segir að ekki tjói að deila við dómarann og er þar vitaskuld átt við sjálft dómsorðið. Máltækið hefur hins verið túlkað svo að dómarar séu hafnir yfir almenna umræðu í þjóðfé- laginu. Dómstólarnir hafa því þróast í vélræna afgreiðslu sem talar ekki við seglskip. Þetta er rangt. Sjálfsagt er að deila við dómarann eins og aðra ríkis- starfsmenn ef fólk unir ekki við for- sendur dóma. Raunar á að lialda dóm- urum svo vel við efnið að þeir séu ávallt reiðubúnir að standa við dóms- orð og rökstyðja frammi fyrir alþýðu manna. En hér er ekki deilt um dómsorð heldur framboð. Pét- ur Hafstein bauð sig fram til forseta sam- kvæmt lögum lands- ins og stjórnarskrá. Eftir kosningarnar er Pétur kærður fyrir að hafa látið ráð- herra Sjálfstæðisflokksins og nokkrar kókflöskur ráða dómsorði sínu í Hæstarétti. Þetta eru langsótt rök og lægra verður ekki lotið fyrir rétti. Hér skal fúslega játað að pistilhöf- undi er lítt gefið um Hæstarétt. Sú var þó tíðin að Hæstiréttur var hornsteinn lýðveldisins ásamt stjórnarskrá og þjóðfána en virðingin hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar rétturinn stað- festi tvisvar úrskurði um gæsluvarð- hald yfir saklausu fólki í Geirfinnsmál- um. í dag er Hæstiréttur því eins og hver önnur breysk ríkis- stofnun á borð við ÁTVR og Gjald- heimtuna. í Hæsta- rétti syngur bland- aður kór eins og ger- ist á hverjum vinnu- stað og stundum hafa athafnir dómaranna lækkað enn- þá risið á réttinum. En það er nú önn- ur saga. Pétur Hafstein hefur ekki lækkað risið á Hæstarétti og er ekki líklegur til þess. Hvorki innan réttarins eða utan. f Pétri býr bæði íhaldsmaður og heið- ursmaður þó að þeir eiginleikar fari því miður ekki alltaf saman. Engir vita betur um mannkosti hans en lögmenn- irnir sem nú saka hann um ýmsa kók- fiöskudóma. Kærurnar eru því lagðar fram gegn betri vitund og kærendur halda áfram að minnka fyrir bragðið Pólitískir ráðherrar velja dómara í Hæstarétt og nánast alltaf eftir flokks- skírteinum. Samkvæmt hugmynda- fræði kókflöskunnar eru dómarar ekki hæfir til að dæma í málum þeirra sem annað hvort styðja þá eða hafna þeim á einhverju sviði. Fyrir vikið getur rétturinn ekki tekið á dómsmálum rík- isstjórnar og þingmanna sem studdu val dómaranna. Ekki heldur málum þeirra þingmanna sem höfnuðu dóm- urunum. Með öðrum orðum getur rétt- urinn ekki dæmt í nokkru máli hins opinbera og varla í málum þeirra kjós- enda sem styðja stjórn eða stjórnar- andstöðu. Á meðan velkjast dreggjar Lög- mannafélagsins áfram á flöskubotnin- um. Clógevt Manneð

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.