Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Blaðsíða 1
Vikartindur Leitt ef krytur skemma fyrir Ef olíudæling heldur áfram að ganga eins vel og í dag þá ætti henni að ljúka eft- ir tvo daga eða vera langt til komin. Varðandi þessi girðing- armál, þá hef ég vísað þeim frá mér. Við erum ekki neinir landamæraverðir og höfum ekki með landamæradeilur að gera. Það verða menn að leysa í sinni heimabyggð. En mér þykir að sjálfsögðu leitt að það skuli vera uppi átök af þessu tagi þegar loksins virðist eitthvað gert af viti í hreinsun og björg- un. Þá finnst mér að megi ekki skemma fyrir með erjum og krytum,“ sagði Guðmundur Bjarnason umhveríisráðherra í samtali við Dag-Tímann í gær. Guðmundur sagði að vissu- lega gætti mikillar óþolinmæði vegna seinagangsins við strand- staðinn. Sjálfur fengi hann mik- ið af upphringingum, raunar aðallega frá fólki sem vildi gefa góð ráð. „Ef við fáum þessa tryggingu frá skipseigendum á morgun, þá erum við búnir að ná þeim áfanga, að ef við teljum hreins- unina ekki ásættanlega, þá get- um við sjálfir gripið inn í með þessa Qármuni í bakhöndinni," sagði umhverfisráðherra í gær. -JBP ísbjöra sem skiptimyiit Hvítabirnir eru sjaldséðir á íslandi og enn sjaldgæfari feldirnir af þeim. Einn er þó til hór á landi og er hann í eigu Jóns Runólfssonar veitinga- manns. Feldinn eignaðist Jón í fasteignaviðskiptum síðasta haust og ætlaði að setja upp á vegg heima hjá sér sem fínasta stofustáss. Feldurinn reyndist þó fullstór í lítið timburhúsið og hefur hann því verið geymdur upprúllaður ofan á skáp. Hann hlýtur vonandi uppreisn æru fljótlega því að Jón hefur aug- lýst gripinn til sölu og vill fá rúm 200 þúsund fyrir gersem- ina. „Sá sem átti ísbjarnarfeldinn á undan mér fékk hann frá Grænlandi. Ég ætlaði að setja hann upp heima hjá mér en hef bara of lítið pláss. Ég fékk hann í pakka með sex brynjum úr blikki, bæði svona sem maður klæðist og líka allt upp í þriggja metra háar. Mér fannst þær flottar og fékk þetta sem hluta af greiðslum fyrir íbúð,“ segir Jón. -GHS Fréttir og þjóðmál Viðskipti Jón Runólfsson veitingamaður eignaðist þennan hvítabjarnarfeld sem mynt í fasteignaviðskiptum síðasta haust og. ætlaði að setja upp á vegg hjá sér með haus og klóm. Myn&.E.ói. Foreidraféiag misþroska barna Samúð landsmanna misnotuð? Matthias Kristiansen, for- maður Foreldrafélags misþroska barna, telur félagið hafa orðið handbendi óprúttinna aðila. Hann segir að fulltrúi símasölufyrirtækis, Magnús Karlsson, hafi haft samband við foreldrafélagið sl. vor og boðið félaginu 10% ágóða af hverjum seldum hljómdiski í söluherferð, gegn því að félagið heimilaði leyfi fyrir því að nafn þess yrði notað til styrktar. Félagið hafi ákveðið að taka boðinu og skrifiegur samningur gerður. Góðar fréttir hafi borist í kjölfar átaksins um sölu en engir peningar greiddir. í sept- ember sl. hafi Matthias svo ver- ið kallaður á fund tiltekinna að- ila og sagt að fyrirtækið væri komið á hausinn og yfirtaka átt sér stað. Lofað hafi verið föst- um greiðslum en engir pening- ar sést utan 100.000 kr. sem greiddar voru í desember sl. og séu aðeins brot af þeirri Ijár- hæð sem formaður Foreldrafé- lags misþroska barna telur sig eiga inni. f grein sem Matthias Kristi- „Það sem safnað var í okkar nafni lenti lík- lega í rassvösum giæpahunda sem njóta þess að pretta, snýta fólki eins og þeir kalla það sjálfir." ansen ritar í Dag-Tímann í dag segir um þann aðila, Magnús Karlsson, sem kom fyrstur að máli við foreldrafélagið: „Við nánari eftirgrennslan hefur reyndar komið í ljós að í kjöl- fari nefnds Magnúsar eru svik, prettir og ólögleg starfsemi reglan, ekki undantekningin. Það sem safnað var í okkar nafni lenti líklega í rassvösum glæpahunda sem njóta þess að pretta, snýta fólki eins og þeir kalla það sjálfir. Og samt halda þeir áfram að þykjast vera að styrkja góðgerðarfélög sem að öllum líkindum eiga ekki eftir að sjá nema brot af því sem þeim er ætlað. Eða hvað varð um milljónirnar sjö og hlut for- eldrafélagsins af þeim?“ Magnús Karlsson svaraði ekki skilaboðum í gær en eigin- kona hans var skráð fyrir fyrir- tækinu. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um málið, enda hefði hún persónulega haft afskipti af því. ,Ég er ekki með þessu að gagnrýna alla símasölu. Ég veit t.d. að það er allt í lagi hjá bókaútgáfum og íleiri aðilum. En þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Matthias Kristiansen í gær. Sjá bls. 9 BÞ Bls. 2 Hitaveitan á Akureyri Bls. 6 Vnrmnskiptar Alfa Laval SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMl 562 1 Skuidir heimilanna

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.