Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Síða 3
jDagur-ÍEtmrmt
Miðvikudagur 2. apríl 1997 - 3
F R E T T I R
Grundartangi
Framkvæmdir þegar hafnar
Álver hannað í fyrsta
skipti á íslandi.
Byggingar Norðuráls á
Grundartanga eru að
hefjast og eru í hönnun
hjá arkitektastof'u Magnúsar H.
Ólafssonar á Akranesi. Lóða-
framkvæmdir hófust um
páskana, strax og starfsleyfi lá
íyrir. Eigi að síður liggur enn
ekki fyrir heimild Alþingis fyrir
álverinu, - né heldur er lokið
íjármögnun á vegum eigand-
ans, Columbia Ventures.
Aldrei fyrr hefur íslenskur
arkitekt fengið það hlutverk að
hanna álver. Magnús H. Ólafs-
son sagði í gær í samtali við
Dag-Tímann að því væri ekki að
neita að hér væri um spennandi
verkefni að ræða. Framleiðsla
áls á að hefjast sumarið 1998
þannig að öll undirbúnings-
vinna þarf að vinnast hratt og
vel.
„Ailar verða þessar bygging-
ar nýbyggingar. Formið á ker-
skálanum stjórnast mikið af
þeim búnaði sem keyptur verð-
ur frá Þýskalandi, búnaði sem
er tífalt dýrari en húsakostur-
inn,“ sagði Magnús II. Ólafsson,
ráðgefandi arkitekt nýs álvers á
Grundartanga, í gær.
Á Grundartanga rísa bygg-
ingar sem hýsa steypuskála,
skautsmiðju, verkstæði og vöru-
geymslur, ásamt matstofu og
bráðabirgðabyggingu fyrir
skrifstofur.
Lóð Norðuráls á Grundar-
tanga er rúm, eða 82 hektarar
að stærð. í fyrstu er reiknað
með verksmiðju fyrir 60 þús-
und tonna ársframleiðslu. Lóð-
in er skiljanlega rúmgóð fyrir
þá verksmiðju. En í framhald-
inu er ætlunin að stækka, fyrst í
90 þúsund tonna verksmiðju og
síðar ef til vill í 180 þúsund
tonn. Svo stórt álver rúmast
þarna með góðu móti.
Undirbúningur á lóðinni
hófst um páskana. Þar eru
mættir verktakar úr Hafnar-
flrði, Háfell ehf. Fyrsta verkefn-
ið er að Qarlægja 285 þúsund
rúmmetra af mold og klöpp, en
síðan að fylla með 230 þúsund
rúmmetrum af fyllingarefnum
til að gera lóðina byggingar-
hæfa og gefa henni nægjanleg-
an burð fyrir þung tæki verk-
smiðjunnar.
Innan lóðar Norðuráls hf.
verður hluti af jarðveginum úr
grunni verksmiðjunnar vistað-
ur. Ákveðin svæði á lóðinni eru
ætluð fyrir uppgröftinn.
Háfell ehf. hefur orðið sér úti
um námu í nágrenninu þar sem
uppfyllingarefni er að hafa.
Þrír aðilar standa að allri
-
hönnun álversins á Grundar-
tanga. Það er Hönnun hf., Raf-
hönnun hf. og Verkfræðistofa
Sigurðar Thoroddsen. Magnús
H. Ólafsson sagði að hann stæði
til hliðar við þessa aðila sem
ráðgjafi við útlit, hönnun og
með að gera samskipti við
byggingaryflrvöld. Þá er að
nefna verkefnisstjórnun, en hún
er í höndum bresks fyrirtækis
K. Home, sem er frægt fyrir
uppsetningu álvera vítt og
breitt um veröldina.
Um páskana fór fram fyrsta
útboð í steypuvinnu og útboð í
stálgrind og klæðningu fyrir
kerskála er á döfinni um næstu
helgi. -JBP
Vestfirðir
Samstaðan úti
Bolvíkingar hoppa
af ASV-vagninum.
Engan bilbug að
finna hjá öðrum.
Samstaða aðildarfélaga Al-
þýðusambands Vestfjarða
brást í gær þegar Verka-
lýðs- og sjómannafélag Bolung-
arvíkur ákvað að fresta boðuðu
verkfalli sem átti að hefjast á
miðnætti sl. nótt. Félagið aftur-
kallaði einnig samningsumboð
ASV. Sömuleiðis er Verkalýðsfé-
lag Tálknaijarðar ekki með í
samfloti annarra aðildarfélaga
ASV.
Megn óánægja ríkti meðal
verkafólks á Vestijörðum með
þessa ákvörðun Bolvíkinga, en
félagið í Víkinni er næst íjiil-
mennasta aðildarfólag ASV. Á
ísafirði var jafnframt vakin at-
hygli á því að formaður Vinnu-
veitendafélags Vestfjarða er
Bolvíkingurinn Einar Jónatans-
son, sonarsonur athafnamanns-
ins Einars Guðfinnssonar.
Ilelgi Ólafsson, formaður
Verkalýðsfélags Hólmavíkur,
sagði þó að ákvörðun Bolvík-
inga mundi ekki hafa nein áhrif
á boðað verkfall né mótaða
kjarabaráttu annarra verka-
lýðsfélaga í ijórðungnum. Hann
segir engan bilbug að finna á
verkafólki sem krefst þess að
lægstu mánaðarlaun verði 100
þúsund krónur. Hann segir að
verkfall á öðrum þéttbýlisstöð-
um í íjórðungnum muni lama
alla fiskvinnslu og hafnarvinnu
og valda röskun á ræstingum í
skólum.
Daði Guðmundsson, formað-
ur Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Bolungarvíkur, sagði í gær
að félagsmenn hefðu metið
stöðuna á þann veg að ekkert
mundi gerast til lausnar kjara-
deilunni fyrr en niðurstaða væri
fengin í atkvæðagreicslum fé-
laga um kjarasamning VMSÍ og
VSÍ, eða um miðjan mánuðinn.
Af þeim sökum hefðu menn af-
ráðið að fresta verkfalli. Hins-
vegar mundi félagið virða allar
leikreglur ef til verkfalls kæmi
hjá öðrum aðildarfélögum ASV.
Það þýðir t.d. að ekki verður
tekið við afla til vinnslu í Vík-
inni af öðrum vestfirskum skip-
um nema heimamanna.
-grh
Akureyri
Aldrei fleiri í íj allinu
Aldrei hafa fleiri verið á
skíðasvæðinu í Hlíðar-
Ijalli en föstudaginn
langa, er mat ívars Sigmunds-
sonar, forstöðumanns Skíða-
staða. Hann áætlar að rúmlega
3000 manns hafi verið á svæð-
inu en erfitt er að geta sér til
um nákvæma tölu vegna t.d.
árskorta auk þess sem yngstu
börnin þurfa ekki að greiða að-
gangseyri.
„Samkvæmt því sem kom
upp úr peningakössunum hjá
okkur er líklegt að um met sé
að ræða. Föstudagurinn langi
árið 1993 kemur næst þessu en
þá var ekki svona margt,“ segir
fvar.
Allt gekk vel fyrir sig í ijall-
inu um páskana og urðu engin
slys. ívar segir að þótt útlitið
hafi ekki verið bjart fyrir
páskadagana sé enn von um
viðunandi afkomu. „Þetta gæti
enn bjargast, apríl er langtekju-
hæsti mánuðurinn og þá eru
Andrésar andar leikarnir. Ef
veður og færi verður gott næstu
þrjár vikurnar lítur þetta ágæt-
lega út.
Samkvæmt snjómagninu
núna eru líkur á að hægt verði
að renna sér í Hlíðarijalli út
apríl a.m.k. en þó er alltaf erfitt
að spá fyrir um það. BÞ
Gildir til 8. apríl eöa
meöan birgöir endast
Kæliskápar
Frystiskápar
Frystikistur
Þvottavélar
Þurrkarar
Uppþvottavélar
Eldavélar
20% afsláttur
frá afborgunarverði
VC-6213 Samsung
ryksuga 1300 W
Afmælistilboð
9.900 kr.
Muniö lukkupottinn, dregiö tvisvar á dag
og að lokum u'rn ferö til Benidorm
Fylgist meö á FM 102
Sími 462 4102
RdDlð®
Geislagata 14 * Sími 462 1300