Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Blaðsíða 4
4 - Miðvikudagur 2. apríl 1997
JDagur-CTOmm
AÐALFUNDUR
Þroskahjálp á Norðurlandi eystra heldur aðal-
fund laugardaginn 12. apríl kl. 14 í Iðjulundi.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Dalvíkurskóli
Lausar eru til umsóknar kennarastöður í
eftirtöldum greinum: Hannyrðum, tón-
mennt og aimennri bekkjarkennslu.
Einnig er laus staða við bókasafn skólans.
í skólanum eru um 280 nemendur í 1.-10. bekk.
Við auglýsum eftir metnaðarfullu og áhugasömu fólki
sem vill vinna með okkur að þróunar- og uppbygging-
arstarfi.
Starfsfólki skólans gefst kostur á að sækja námskeið
innanlands og utan. í skólanum ríkið góður starfsandi,
starfsaðstaða er góð og vel er tekið á móti nýju starfs-
fólki.
Umsóknarfrestur til 21. apríl.
Upplýsingar um stöðurnar, húsnæði o.fl. gefur skóla-
stjóri í síma 466 1380 (81) og í síma 466 1162.
—
AKUREYRARBÆR
Félags- og fræðslusvið
Tónlistarskólinn
á Akureyri
Laust er til umsóknar starf skólastjóra Tónlistarskól-
ans á Akureyri.
Skólastjóri hefur yfirstjórn á starfi skólans og er yfir-
maður allra starfsmanna hans.
Hann hefur forystu um að móta listræna stefnu
skólans og ber faglega ábyrgð á starfsemi hans.
Skólastjóri ber ábyrgð gagnvart sviðsstjóra félags-
og fræðslusviðs, á öllum stjórnunaraðgerðum og
tekur ákvarðanir í samræmi við það.
Laun skv. kjarasamningi STAK og Launanefndar
Sveitarfélaga.
Upplýsingar um starfið veita formaður skólanefndar,
Jóhann Sigurjónsson, í síma 462 2310 og rekstrar-
stjóri skólans, Gunnar Frímannsson, í síma 462
1788 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma
462 1000.
Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akur-
eyrarbæjar í Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 23. apríi.
Starfsmannastjóri.
j-----7-----V
ORÐ DAGSINS
462 1840
\_______ /
Smásöluverslunín
Um 2 mílljónir á
meðalfjölskylduna
Smásöluverslunin,
áfengisverslunin
ásamt 2/3 af bílasölu
og 1/3 af bygginga-
vöru nam 200.000 á
mánuði á meðalfjöl-
skylduna.
Velta heildverslunar jókst
um nær 11,5% á síðasta
ári, næstum þrefalt
meira en í smásöluverslun þar
sem aukningin var 4,6% frá ár-
inu áður, sem virðist að stórum
hluta skýrast af lítilli veltu-
aukningu í matvöruverslun,
samkvæmt útreikningum Þjóð-
hagsstofnunar úr virðisauka-
skattskýrslum 1996.
Mest var gróskan í olíuversl-
un (22%) og bilasölu (14%). f
smásölunni hækkuðu veltutöl-
urnar langmest í snyrtivörum
(22%), fiskverslun (13%), fatn-
aði (11%), heimilistækja- og
húsgagnaverslun (10%) og
bókaverslunum og apótekum
(rösklega 9%). En sala mat-
vöruverslana jókst aðeins um
3% og blandaðrar verslunar um
4% frá árinu áður.
Athygli vekur að velta sölu-
turna/sjoppa hefur dregist sam-
an um 3% milli ára. Þeir seldu
samt aðallega tóbak, sælgæti og
gosdrykki, fyrir rösklega 10
milljarða króna - sem samsvar-
ar um 150.000 kr. á meðalíjöl-
skylduna á árinu. Svo dæmi sé
tekið er þetta miklu hærri upp-
hæð en landsmenn fóru með í
öll fata- og skókaup og t.d.
næstum tvöfalt hærri upphæð
heldur en heildarsala apótek-
anna á lyijum og hjúkrunar-
vöru.
Heildarsala smásöluverslana
var kringum 130 milljarðar
króna (með vsk), sem samsvar-
ar um það bil 2 milljónum að
meðaltali á hverja fjögurra
manna íjölskyldu í landinu. Að
því gefnu að 2/3 af sölu bíla og
bílavörum og þriðjungur af sölu
byggingavöruverslana hafi ver-
ið til heimila, ásamt áfengissöl-
unni hafa heimilin verslað fyrir
meira en 160.000 milljónir
króna á árinu. Það jafngildir
um 2.400 þús. kr. á Qölskyldu,
eða um 200.000 kr. að meðal-
tali á mánuði.
Þá eru samt ótalin töluvert
yfir 40% heimilisútgjalda vísi-
tölufjölskyldunnar, m.a. allur
húsnæðiskostnaður, olían og
tryggingar á bflaflotanum,
barnagæsla og heimilishjálp,
lækniskostnaður, póstur og
sími, skólagjöld og síðast en
ekki síst orlofsferðirnar og
þjónusta veitinga- og gistihúsa.
- HEI
Árnessýsla
Stefmunótim í ferðaþjónustu
Atta hreppar í uppsveitum
Árnessýslu hafa tekið
upp sameiginlega stefnu-
mótun í ferðaþjónustu. Hrepp-
arnir sem um ræðir eru Gnúp-
verjahreppur, Skeiðahreppur,
Hrunamannahreppur, Biskups-
tungnahreppur, Laugardals-
hreppur, Grímsneshreppur,
Grafningshreppur og Þingvalla-
hreppur.
A fundi í Skálholtsskóla ný-
verið kynnti Sveinn A. Sæland,
formaður framkvæmdastjórnar
verkefnisins, stefnumótunina og
samstarfssamning áðurnefndra
hreppa sem gildir til ársloka
1998.
Ennfremur hefði verið gerð
könnun sl. sumar á viðhorfum
gesta og heimamanna til ferða-
þjónustu á svæðinu. Þá hafi auk
þessa verið ráðinn ferðamála-
fulltrúi í fullt starf.
Þá kynnti Rögnvaldur Guð-
mundsson ferðamálafræðingur
niðurstöður viðhorfskönnunar-
innar. Þar kom m.a. fram að
meðaldvalartími erlendra
ferðamanna á landinu hafi ver-
ið 16 dagar og þar af 3-4 dagar
í uppsveitum Árnessýslu, að
fjölsóttustu staðirnir væru Gull-
foss/Geysir, en næst kæmu
Flúðir í Hrunamannahreppi,
Reykholt í Biskupstungum,
Þingvellir og Laugarvatn. Inn-
lendir ferðamenn sóttu mest til
m
jW
Frá ferðamálafundinum í Skálholtsskóla.
Laugarvatns, Flúða, Geysis og
Gullfoss, en Reykholt, Úthlíð,
Skálholt og Laugarás í Biskups-
tungum komu svo næst. Varð-
andi innlendu ferðamennina
sagði Rögnvaldur að þeirra
ferðastfll miðaðist talsvert við
mikinn Qölda sumarhúsa á
svæðinu. Áthygli vakti og sælu-
hroll fundarmanna að erlendir
ferðamenn töldu viðmót heima-
manna í uppsveitum Árnessýslu
jákvæðasta þáttinn á ferðum
sínum um héraðið, tvöfalt já-
kvæðari en náttúra og landslag
sem var í öðru sæti. Landinn
snéri þessu hinsvegar við,
fannst náttúran tvöfalt jákvæð-
ari en viðmótið sem þeir settu í
sama sæti og veðrið. Eins gott
að ekki rigni eldi og brenni-
steini næsta sumar á landann,
en samkvæmt könnuninni æsa
útlendingarnir sig ekkert yfir
veðrinu hvort heldur það er
gott eða vott.
Að lokum kynnti nýráðinn
ferðamálafulltrúi, Ásborg Arn-
þórsdóttir, sig og starf sitt og
lýsti eftir áhugafólki í umræðu-
hópa um tiltekin svið ferðamála
á svæðinu. Þá kom fram að
Biskupstungnahreppur útvegar
ferðamálafulltrúanum starfsað-
stöðu í félagsheimilinu Ara-
tungu. -SB
Alþingi
Starfsmenn flokkanna fá lífeyri
Atta fyrrverandi starfs-
menn stjórnmálaflokk-
anna fá greiddan lífeyri
frá lífeyrissjóði starfsmanna
ríkisins og 52 til viðbótar hafa
áunnið sér rétt á lífeyri, en eru
ekki byrjaðir að taka hann. Þeir
eru ýmist í starfi hjá stjórn-
málaflokkum núna, eða eiga
geymd réttindin hjá sjóðnum
vegna slíkra starfa. Þetta kem-
ur fram í svari ijármálaráð-
herra við fyrirspurn Kristins H.
Gunnarssonar, Alþýðubanda-
lagi.
Þrír fyrrverandi starfsmenn
Sjálfstæðisfiokkins fá lífeyri
núna og 18 núverandi og fyrr-
verandi starfsmenn eiga rétt á
lífeyri. Fjórir l'yrrum starfs-
menn Framsóknarflokksins fá
lífeyri frá sjóðnum og 17 eiga
réttinn. Einn fyrrverandi starfs-
maður Alþýðubandalagsins fær
lífeyri og einnig maki eins af
fyrrum starfsmanna fiokksins
og 8 hafa áunnið sér réttindi í
sjóðnum. Það á einnig við um 7
fyrrverandi og núverandi
starfsmenn Alþýðuflokksins og
2 fyrrverandi starfsmenn fyrr-
verandi flokks, sem hét Banda-
lag Jafnaðarmanna.