Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Síða 6
6 - Miðvikudagur 2. apríl 1997
Jlítgur-ÍIItmhm
Orösending
til viðskiptavina banka, spari-
sjóða og greiðslukortafyrirtækja
Verkfall félagsmanna í Sambandi íslenskra banka-
manna hefst á miðnætti aðfaranótt 4. apríl 1997
hafi ekki samist fyrir þann tíma. Verkfall mun
valda ýmis konar röskun fyrir viðskiptavini banka,
sparisjóða og greiðslukortafyrirtækja.
Lokun afgreiðslustaða
Afgreiðslur banka og sparisjóða og nokkurra fyrirtækja í
eigu þeirra verða lokaðar frá og með föstudeginum 4. apríl
og þangaö til verkfalli lýkur. Starfsmenn Kreditkorts hf.
(EUROCARD á íslandi) eru ekki í verkfalli og verður af-
greiðsla þess fyrirtækis því opin.
Opnun afgreiðslustaða
Afgreiðslur banka og sparisjóða verða opnaðar svo fljótt
sem verða má eftir að verkfalli lýkur. Það verður auglýst
nánar þegar þar að kemur.
Tékkar
Framvísa skal tékka til innlausnar innan þrjátíu daga frá út-
gáfudegi. Renni þessi frestur út meðan á verkfalli stendur
skal tékka framvísað strax að verkfalli loknu.
Víxlar
Falli víxill sem afsegja þarf í gjalddaga meðan á verkfalli
stendur verður hann afsagður vegna greiðslufalls á öðrum
hvorum virkum degi eftir fyrsta afgreiðsludag að verkfalli
loknu. Ekki verður unnt að senda skuldurum eða ábyrgðar-
mönnum víxla tilkynningar meðan á verkfalli stendur.
Skuldabréf, innheimtuskuidabréf
Standa skal skil á afborgunum af skuldabréfum sem falla í
gjalddaga meðan á verkfalli stendur strax að verkfalli
loknu. Þetta gildir um öll skuldabréf í bönkum og sparisjóð-
um, einnig skuldabréf sem þeir innheimta fyrir aðra. Ekki
verður unnt að senda skuldurum eða ábyrgðarmönnum
skuldabréfa tilkynningar meðan á verkfalli stendur.
Dráttarvextir
Falli krafa í eindaga áður en verkfall hefst verða reiknaðir
dráttarvextir meðan á verkfalli stendur. Ef gjalddagi kröfu
er áður en verkfall hefst og eindagi eftir að þaö hefst
verða reiknaöir dráttarvextir frá gjalddaga ef krafan er ekki
greidd áður en verkfall hefst. Ef gjalddagi og eindagi kröfu
eru meðan á verkfalli stendur veröa reiknaðir dráttarvextir
frá gjalddaga ef krafan er ekki greidd strax að verkfalli
loknu.
Debetkort
Unnt verður að nota debetkort undir ábyrgðarmörkum
innanlands og utan. Tölvuvædd kassakerfi í mörgum versl-
unum og víða annars staðar geta nánast tekið endalaust
við debetkortafærslum þrátt fyrir verkfall. Posar taka hins
vegar eingöngu við 250-1250 færslum og stöðvast þegar
hámarkinu er náð. Ekki verður unnt að nota debetkort sem
merkt eru „ÁN ÁBYRGÐAR", þ.m.t. unglingakort, meðan á
verkfalli stendur.
Kreditkort, innanlands
Tölvuvædd kassakerfi og posar taka við kreditkortafærsl-
um með sama hætti og debetkortafærslum (sjá umfjöllun
að ofan). Þá verður unnt að strauja kreditkort eins og áð-
ur.
Kreditkort, erlendis
Tiltölulega lltil röskun verður á kreditkortaviöskiptum er-
lendis. Starfsmenn Kreditkorta hf. (EUROCARD á íslandi)
fara ekki í verkfall og því verður unnt að nota EUROCARD-
kreditkort erlendis með venjulegum hætti. Einnig verður
unnt að nota VISA-kreditkort erlendis en úttektarmöguleik-
ar byggjast ekki á annars konar viðmiðunarmörkum en
undir venjulegum kringumstæðum. Þau ráðast af samspili
ýmissa þátta, s.s. tegund korts (t.d. gullkort eða almennt
kort) og tegund viðskipta (t.d. hótel, flugfélag eða versl-
un).
Tölvutengingar heim'ila og fyrirtækja,
hraðbankar, næturhólf
Ekki verður unnt að nota tölvutengingar heimila og fyrir-
tækja við banka og sparisjóði meðan á verkfalli stendur.
Tölvutengingum heimila og fyrirtækja, Þjónustusíma og
hraðbönkum veröur lokað kl. 20 fimmtudaginn 3. apríl.
Unnt verður að koma fjármunum í næturhólf meðan á verk-
falli stendur.
Samband íslenskra viðskiptabanka
Samband íslenskra sparisjóða
Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, skýrir út skuldastöðu heimilanna. Myn&.E.ói.
Konumar betri
í fjármálunum
Islendingar skulda mikið,
en meirihlutinn virðist ráða
við skuldabyrðina og lendir
ekki í vanskilum, segir hag-
fræðiskýrsla um skuldir
heimilanna.
Venjulegur íslendingur er
mikill sómamaður og gerir skil
á skuldum sínum. Skýrsla
starfshóps, sem félagsmálaráð-
herra fól að kanna skuldir og
vanskil heimilanna, sýnir þetta
og niðurstaðan kemur í raun
ekki á óvart. En skýrslan sýnir
fjölmargt annað varðandi
skuldir og vanskil lands-
manna. Pannig eru ein-
stæðir karlar um og yfir
miðjan aldur, að best verð-
ur séð, mun meiri trassar
en konur við að borga
skuldir sínar. Þó hafa kon-
urnar mun lægri tekjur og
þyngri heimih. Námsmenn
stóðu líka vel í skilum hjá
Lánasjóðnum.
„Petta segir okkur að
konur eru miklu gætnari í
íjármálum en karlar," sagði Páll
Pétursson, félagsmálaráðherra,
við blaðamenn, aðallega karla,
þegar hann kynnti skýrslu Hag-
fræðisviðs Seðlabanka íslands
um skuldir og vanskil einstak-
linga í gær.
15 þúsund í „alvarleg-
um“ vanskilum
í skýrslunni, sem hagfræðing-
arnir Már Guðmundsson og
Markús Möller eiga heiðurinn
af, segir að í meginatriðum
tengist skuldasöfnun eigna-
myndun, sem varla kemur svo
mjög á óvart. Hins vegar kemur
fram að stór meirihluti þeirra
sem efna til skulda virðist ráða
mæta vel við afborganir. Af 86
þúsund fjölskyldueiningum sem
skulduðu við árslok 1994 voru
tæploga 71 þúsund án vanskila
sem voru þriggja mánaða eða
eldri. Ríílega 15 þúsund reynd-
ust vera að kljást við vanskil.
Vanskil, þriggja mánaða og
eldri, reyndust vera um 2,5% af
skuldum.
í úttekt hagfræðinganna var
borið niður hjá lánastofnunum,
Húsnæðisstofnun og lífeyris-
sjóðum. Meðlagsskuldir og
skattaskuldir voru ekki með í
dæminu, né heldur var tekið til-
lit til inneigna viðkomandi hjá
lífeyrissjóðum.
Gagnavinnsla reyndist við-
kvæmt mál, enda verið að
„hnýsast“ í upplýsingar um ein-
staklinga. Átta mánuðum eftir
að beiðni ráðherra um úttekt-
ina kom fram, heimilaði Tölvu-
nefnd eftir ítarlegar viðræður
að gagnavinnslan mætti fara
fram.
Hærri tekjur - hærri
vanskil
„Ekki fæst einhh't mynd af því
meðal hvaða hópa vanskila-
vandinn er mestur. Vanskil í
krónum talin fara hækkandi
með hækkandi tekjum en sem
hlutfall af tekjum eða eignum
fara þau lækkandi með hækk-
andi tekjum,“ segja skýrsluhöf-
undar.
Skuldir einstaklinga við þá
hluta lánakerfisins sem skoðað-
ir voru, reyndust 276 milljarðar
við árslok 1994. Þar af reynd-
ust 7 milljarðar í verulegum
vanskilum, 3 mánaða og þaðan
af eldri. í frétt Dags-Tímans sl.
fimmtudag segir að heildar-
skuldir heimilanna um síðustu
áramót hafi verið komnar í 350
milljarða króna, aukning um 74
milljarða á tveim árum.
Skattagögn frá þessum tíma
sýna að 56.625 hjón, 44.140
einstæðir karlar og 45.062 ein-
stæðar konur, töldu fram til
skatts fyrir árið 1994. Heildar-
skuldir hópsins samkvæmt
framtölum reyndust 276 millj-
arðar, eignir 768 milljarðar og
framtaldar tekjur 234 milljarð-
ar króna.
Bankalán með trygg-
ingu í vanskilum
En hvar voru vanskilin á þess-
um 7 milljörðum mest?
Svarið er að lán hjá bönkum
og sparisjóðum, lán með ábyrgð
annarra en skuldara (21%
skuldanna), reyndust í mestum
vanskilum. Vanskil við Húsnæð-
isstofnun (52% skuldanna), líf-
eyrissjóði og LÍN reyndust lítiL
Vanskil á kreditkortum voru
ennfremur iítilsháttar.
Fram kom að af þeim
148 þúsund fjölskylduein-
ingum sem um er rætt,
voru 62 þúsund skuldlaus-
ar um áramót 1994 til
1995. En tafsvert margir
voru í skuldum. Pannig
skulduðu um 17 þúsund
meira en 5 milljónir, 2.403
skulduðu meira en 10 millj-
ónir, 460 meira en 15 millj-
ónir og 147 meira en 20
milljónir króna. Meðal-
skuldir eru um 1,7 milljón
króna á ljölskyldu. Meðalskuld-
ir einstæðra karla og einst.aiöra
kvenna voru tæp ein milljón, en
hjóna að meðaltali 3,5 milljónir.
Suðvesturhornið
skuldseigara
Fram kemur að meira en 132
þúsund skuldaranna, eða um
90%, voru ekki í vanskilum um-
fram 3 mánuði. Hins vegar voru
ríflega 15 þúsund í einhverjum
vanskilum. Rúmur þriðjungur
var í vanskilum með allt frá
mjög litlu upp í 100 þúsund
krónur. Alls skulduðu átta
meira en 40 milljónir - jafn-
framt því að vera með að
minnsta kosti 20 milljónir
króna í vanskilum.
Fleiri punktar úr úttektinni:
íbúar á SV-horni landsins eru
með meiri meðalvanskil á fjöl-
skyldu en íbúar á landsbyggð-
inni, en á höfuðborgarsvæðinu
var líka mest meðaleignin og
meðalskuldir hærri.
Hátekjufólk skuldaði meira
en lágtekjufólk og vanskil þess
voru meiri í krónum talið. -JBP
Páll Pétursson
félagsmálaráðherra
„Þetta segir okkur
að konur eru
miklu gætnari í
fjármálum en
karlar"