Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Qupperneq 8
8 - Miðvikudagur 2. apríl 1997
ÍDagur-ÍHúrrám
^ J
O Ð M A L
ÍDagur-SEtmimt
Útgáfufélag: Dagsprent hf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein
Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson
Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson
Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík
Símar: 460 6100 og 563 1600
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði
Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja
Grænt númer: 800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 460 6171
„Samstaða“ hér og þar
í fyrsta lagi
Skiljanlegt er að verkalýðsfélög á Vestíjörðum vilji
sum hver ekki vera í verkfallssamfloti eins og horf-
ir. Verkfall er dýrt. Verkfallsvopnið getur verið tví-
bent. Þegar öll helstu landssambönd hafa náð
samningum og beðið er úrslita í atkvæðagreiðslu
þeirra, eru engar líkur á að atvinnurekendur semji
við verkfallsmenn fyrir vestan fyrr en málalok eru
ljós. „Samstöðuleysi“ á Vestijörðum er bara hluti af
þeirri áhættu sem fylgir því að leika einleik.
í öðru lagi
Alþýðusamband Vestijarða hefur tekið þann kost-
inn að gera mun hærri kröfur en aðrir - um 100
þús. kr. lágmarkslaun. Sú krafa gæti fengið byr
undir báða vængi ef öflug félög taka upp á því að
fella nýgerða samninga og fara í verkföll. Ekki
virðist það líklegt og einir og sér hafa Vestfirðingar
ekki sterka stöðu. Allir hafa samúð með þeim sem
borga meira fyrir almennar neysluvörur og orku -
eins og Vestfírðingar gera - en er slegist um þau
mál í verkfalli? Er verkalýðsforystan á Vestijörð-
um að meina það að ríkið eigi að greiða niður laun
þar? Þá er nú hætt við að einhver bendi á að Vest-
firðingar hafi einna hæstu meðaltekjur á landinu
og minnst atvinnuleysi.
í þriðja lagi
Brestir í samstöðu á Vestfjörðum og kröfur um
lífskjarabætur utan launaumslags vekja athygli á
að enn er ósamið við hina stóru blokk opinberra
starfsmanna. Þar eru miklu flóknari mál á ferð-
inni. Munu opinberir starfsmenn kyngja annarra
manna samningum; hver verður samstaðan, inn-
byrðis, um það? Og hverjar kröfurnar „umfram
aðra“ - og samstaða með þeim í þjóðfélaginu?
Teikn eru á lofti: Nú hafa verkfræðingar og tækni-
fræðingar samþykkt gjörbreytt launakerfi hjá ríki
og borg og þar með ljóst að þeir freista þess að
fara fram úr öðrum hópum opinberra starfs-
manna í krafti sérþekkingar og menntunar. „Sam-
staðan" er búin - innbyrðis slagur hafinn.
Stefán Jón Hafstein
\______________________________________________________/
duoóúvó
Á að banna algjört ferðafrelsi fólks og án
leiðsögumanna á Skeiðarársandi í sumar?
Magnús
Oddsson
ferðamálastjóri
Nei. Mín skoðun hefur
alltaf verið sú að það
eigi að höfða til
skynsemi fólks til að koma í
veg fyrir óhöpp en forðast
boð og bönn varðandi um-
gengni við landið. Það má
ekki gera lítið úr því að
kynna þá hættu sem fyrir
hendi er ásamt leiðbeining-
um um hvað beri að varast.
Það þarf að stórauka upp-
lýsinga- og fræðsluþáttinn.
Herdís
Storgaard
fulltrúi hjá SVFÍ
Nei ég hef alltaf verið
á móti því. Það væri
frekar að fræða fólk
um þetta og gera því grein
fyrir hættunum sem eru
fyrir hendi, þess vegna
væri mjög þarft að fá e.k.
fjölmiðlaátak. Ég held að
sérstaklega þurfi að leið-
beina leiðsögumönnum.
Það verða of mörg slysatil-
vik t.d. á hverasvæðunum
og með því að einbeita sér
sérstaklega að leiðsögu-
mönnum mætti minnka
hættuna.
♦
♦
Kristín
Ástgeirsdóttir
þingmaður
Nei ekki held ég það
nú. Ég tek það fram
að ég hef sjálf ekki
komið á Skeiðarársandinn
nýlega en ég tel fulla þörf á
að fylgjast mjög vel með því
sem er að gerast þarna,
nánast daglega. Þeim upp-
lýsingum þarf svo að miðla
til ferðamanna, en það væri
ekki rétt að banna neitt að
svo stöddu.
Ari Trausti
Guðmundsson
útivistarmaður
S
Eg er nýkominn af
þessu svæði og tel
víst að algjört ferða-
frelsi gangi ekki upp. Það
þarf að fylgjast mjög vel
með þessum slóðum, þegar
hafa t.d. orðið nokkur
spjöll vegna umferðar bíla.
Slysahætta á eftir að auk-
ast og það væri æskilegt að
kreíjast þess að fólk færi
þarna um með leiðsögu-
mönnum. Það er hins veg-
ar varla framkvæmanlegt
og því verður fræðsla og
eftirlit að duga.
Munaðarlaus milljarða-
mœringur
„Félag sem á 3,4 milljarða
króna virðist því vera munaðar-
laust! Á meðan svo er kann að
vera gott að stýra því enda eru
stjórnendur þess ekkert allt of
ánægðir með þá athygli sem fé-
lagið nýtur þessa dagana.“
- Sigurður Már Jónsson í Viðskiptablað-
inu um ríkt fyrirtæki, Brunabótafélag
fslands, sem mikill vafi virðist leika á
um hverjir eiga í raun.
Þjóðvegur við stofugluggann
„Ytri aðstæður hafa neytt mig
Saatowc^
til að yfirgefa heimili mitt og at-
vinnu á Akranesi,”
- segir Dagmar Vala Itjörleifsdóttir
dýralæknir í Skagablaðinu, fylgiriti
Dags-Tímans til Vestlendinga. Hún hef-
ur búið að Móum í innri-Akraneshreppi.
Fyrirhugað stæði vegtengingar við Hval-
fjarðargöng kemur til með að liggja rétt
við stofuglugga dýralæknisins.
Uppboð á góssinu!
„Ef fólk er fljótt á staðinn verð-
ur eflaust hægt að gera ævin-
týraleg kaup,“
- segir í frétt DV af uppboði á góssi úr
Víkartindi í Reiðhöllinni eftir hádegið í
gær. Vel heppnað aprílgabb lijá kollcg-
um okkar á DV!
Kraftaverk í Kína
»Ég vissi alltaf að Hjálmar
Hannesson, sendiherra okkar í
Peking, væri duglegur, en gerði
mér ekki grein fyrir því hvers
konar kraftaverkamaður hann
er,“
- segir Súsanna Svavarsdóttir í grein í
Mbl. um heimsókn til Kína.
Langdregið hneyksli
Flutningaskipið Vikartindur velkist
enn um í íjöruborðinu á Þykkva-
bæjarljöru. Þjóðin fylgist spennt
með og horfir á aðgerðarleysið magn-
ast frá degi til dags. Eitt helsta lífs-
kryddið þessa dagana er að setjast
niður við sjónvarpið á kvöldin og bíða
eins og barn við jólatréð eftir að sjá
hvað verði í „pakkanum í dag“ - hvað
verði í gámnum sem opnast á fjörunni.
Og hver „pakkinn" á fætur öðrum velt-
ur upp í ijöruna í viðtækjum almenn-
ings þar sem umbúðirnar flettast af og
eftirsóttur neysluvarningurinn veltur
fram. Bleiur í gær og hjól í dag.
Dægrastytting páskanna felst í því að
geta upp á hvað kemur út úr gámi
morgundagsins.
Aðgerðarleysi
Þegar Vikartindur strandaði á sínum
tíma var það hneyksli hvernig málið
bar að. Flestum jnálsmetandi mönnum
ber saman um að koma hafi mátt í veg
fyrir strandið ef hjálp hafi verið þegin
þegar hún var fyrst boðin. Eftir
strandið hefur Vikartindur verið nán-
ast samfellt hneyksli og er þá ekkert
undanskilið nema björgunarþáttur
Landhelgisgæslunnar. Hneykslið felst
fyrst og síðast í aðgerðarleysi og að því
er virðist ótrúlegu tómlæti gagnvart
þeim mengunarskaða sem þarna er að
verða. Enginn virðist almennilega vita
hver á að gera hvað, eða þá hver er að
gera hvað. Það gildir jafnt um íslensk
yfirvöld sem erlenda björgunarmenn
og eigendur og nú
síðast hafa landeig-
endur blandað sér í
„bj ör gunarstarfið“
með óskiljanlegri
girðingavinnnu þar
sem einn bóndinn
girðir í dag en annar
tekur girðinguna niður á morgun.
Okkur er sagt að tryggingafélag Vik-
artinds dragi lappirnar í að reiða fram
bankatryggingu fyrir hreinsunarstarfi
og því hafi verið gefinn frestur þar til á
hádegi í dag, miðvikudag. Sögum ber
raunar ekki saman um hvort skortur á
bankatryggingu hefur eitthvað með
síðbúið hreinsunar- og björgunarstarf
að gera. f öllu falli virðast íslensk um-
hverfismálayfirvöld eitthvað vera farið
að lengja eftir aðgerðum því þau hafa
gefið út yfirlýsingar um að allur þessi
dráttur sé illþolandi. Enn sem komið
er það þó allt sem yfirvöld hafa gert í
málinu - gefið út yfírlýsingar.
Mengun
En á meðan farsinn rennur sitt skeið
hjá öllum þeim sem
að Vikartindsmálinu
koma, eru grafalvar-
legir hlutir að gerast
í náttúrunni. Meng-
unin er staðreynd.
Ruslið á söndunum
innihald „pakkanna"
sem opnast nánast daglega og fokið
hefur um allar sveitir er þar e.t.v. ekki
versti skaðvaldurinn. Olían er nú farin
að menga friðlýstar fjörurnar hjá
Stokkseyri. Fulgar eru að drepast og
flæð.armálið og þarabeltin í íjörukamb-
inum eru stórhættulegar dauðagildrur
fyrir vaðfugla og endur sem senn
koma til landsins frá vetrarstöðvum
sínum. Slíkt er einfaldlega óþolandi.
Skipulagsleysi og seinagangur af því
tagi sem þjóðin er nú að fylgjast með á
Þykkvabæjarfjöru er vísbending um að
eitthvað sé að í skipulaginu hjá okkur
íslendingum. Viðbrögð við skipskaða og
yfírvofandi mengunarhættu ættu, ef vel
væri, að smella sjálfkrafa inn í einhvern
feril þar sem ábyrgð er skýr og skil-
virkni mikil. Feril þar sem enginn vafi
leikur á um hver eigi að gera hvað og
hver geti tekið af skarið um aðgerðir.
Strax í dag
Það er einfaldlega tímabært fyrir um-
hverfisyfirvöld, með Guðmund Bjarna-
son ráðherra í broddi fylkingar, að
hætta kurteisi og tillitssemi við erlenda
aðila sem að þessu máli koma. Gerist
ekki eitthvað því róttækara í þessum
málum strax í dag er tími dónaskapar
og hörku augljóslega kominn. Þá
hörku ber að sýna öllum sem verið
hafa að vandræðast í þessu máli jafnt
innlendum sem útlendum. Þetta gegn-
ur einfaldlega ekki lengur.
Birgir Guðmundsson.