Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Page 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Page 12
JDagur-'ðKmmn MiðviJcudagur 2. apríl 1997 Línuritin sýna ijögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Reykjavík______________ °9 Fim Fös Lau Sun 10 5 0 NNA3 ASA3 NNA3 N3 ASA2 ANA2 ANA3 NNA3 SV2 Veðrið í dag Norðlæg átt og dálítil él á víð og dreif, einkum um norðanvert landið. Hiti nálægt frostmarki yfir daginn sunnan- lands en annars 1-8 stiga frost. Stykkishólmur Lau Sun mm NA4 A3 NNA4 N3 A2 ANA3 NA5 NNA4 SV2 Bolungarvík Fös Lau Sun mm NA3 ANA4 NNA4 NNV2 ASA2 ANA3 NA5 N4 ANA3 Blönduós NA2 NA2 NNA2 NV4 ASA1 NA2 NA4 N4 NNA2 Akureyri -15- NNA3 NA3 N3 NV3 NNV2 NNA3 NA4 NNV5 NV4 Egilsstaðir NNA3 NNA2 N3 NNV3 NNV3 NA4 NA4 NNV6 NV6 Kirkjubæjarklaustur NA2 ASA2 ANA3 NNV2 N2 ANA2 A3 N3 NNV3 Stórhöfði N4 ASA4 NA5 N4 V3 NA3 A4 NNA4 NV3 þvottavélar Hitabreytirofi - Ullarþvottakerfi Rústfrí tromla og pottur Verð frá kr. 39.900 KAUPLAND KAUPANGI Sfmi 462 3565 • Fax 461 1829 HANDBOLTI • íslandsmótið KA í úrslitum þriðja árið í röð KA vann sér réttinn til að leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í handknattieik þriðja árið í röð, eftir sigur gegn Haukum í hreint ótrúlegri viðureign í Hafnarfirði á laugardaginn. KA mætir Aftureldingu í fyrsta leik liðanna um titilinn á sunnudaginn að Varmá og Ijóst er að nýr kafli verður skrifaður í íslenska handboltasögu í vetur, því hvorugt liðið hefur orðið íslandsmeistari. Á myndinni sést Jóhann Gunnar Jó- hannsson, leikmaður KÁ, fagna sigrinum á laugardaginn. Mynd: bg Sjá nánar um páskaleikina í Lífmu í landinu. KNATTSPYRNA • England Lárus Orri fékk að sjá rautt spjald gegn Bradford Lárus Orri Sigurðsson, fyrir- liði Stoke, var í sviðsljósinu þegar lið hans heimsótti Bradford á mánudaginn. Lárus Orri fékk að líta rauða spjaldið frá dómaranum og þótti dómur- inn mjög harður. Lou Macari, stjóri Stoke, var að vonum ósátt- ur og missti stjórn á skapi sínu í kjölfarið. Dómarinn sýndi hon- um einnig rauða spjaldið og vís- aði honum upp í áhorfendastæði. Stoke tapaði leiknum, 0:1. f grein The Daily Telegraph um leikinn segir að Lárus Orri hafi verið óheppinn að fá á sig víti, svo ekki sé talað um að vera rekinn útaf að auki, en þetta er í fyrsta sinn sem Lárus Orri fær rauða spjaldið síðan hann kom í enska boltann. Sérstaklega var tekið fram að dómarinn hafi verið um 40 metra í burtu þegar atvikið átti sér stað. Línuvörður- inn lyfti ekki ílaggi sínu. Bradford hafði eitt mark yfir þegar Lárus Orri fékk reisu- passann en þá var hálf- tími til leiksloka. Edinho, sá sem fiskaði vítið, tók spyrnuna sjálfur en Carl Mugg- elton varði lélega spyrnuna. Lou Macari sakaði dóm- arann um afglöp í starfi. Hann er í fullum rétti til að dæma víti en ekki einu sinni aðdáendur heima- liðsins töldu að Lárus ætti að vera rekinn útaf, sagði Macari eftir leikinn en Lárus Orri hafði ekki fengið áminningu í leikn- um. Chris Kamara, stjóri Brad- ford, var sammála Macari. Ég sagði Lou að hann hefði verið óheppinn. Víti var meira en nóg og þetta eru fáránlegar reglur. Pað var enginn ásetningur í brotinu, sagði Kamara. Macari var svo heitt í hamsi að það þurfti öryggisverði til að koma honum af leikvellinum. Ég sætti mig við að dómari geti gert ein mistök en ekki tvö í sömu andránni. Hann var óra- langt frá atvikinu, sagði Macari, sem horfði á restina af leiknum úr stúkunni. Ég fékk meira að segja samúðarkveðjur frá aðdá- endum Bradford, sem sögðu að þeir teldu þetta ekki heldur hafa verið víti. Við munum áfrýja útafrekstrinum og biðja dómarann að líta á atvikið aft- ur, var haft eftir stjóranum. Þorvaldur Örlygsson lék ekki með Oldham um páskana en liðið tapaði fyrir Lárusi Orra og félögum á laugardag, 1:2. A mánudag náði Oldham sér hins vegar heldur betur á skrið og sigraði Swindon 5:1. -sh HANDBOLTI Þorbirni boð- inn samningur fram til2000 orbjörn Jensson landsliðs- þjálfari mun væntanlega taka ákvörðun um það fyrir helgi, hvort hann skrifar undir nýjan samning við HSÍ um þjálfun karlalandsliðsins, eða hvort hann gengur að tilboði frá norska liðinu Drammen. „Ég hef ekki haft tíma til að líta á þessi mál, en ég þarf að fara að ákveða mig og líklega tek ég ákvörðun um það hvað ég geri fyrir næstu helgi,“ sagði Þorbjörn. Samningurinn við HSÍ felur í sér þjálfun landsliðsins framyfir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000 og samningurinn við norska liðið felur í sér 3-5 ár. HANDBOLTI Leikiðvið Kinverja Islenska landsliðið leikur tvo leiki við Kínverja hér á landi og fer fyrri leikur liðanna fram í kvöld á ísafirði og hefst hann klukkan 20. Síðari leikurinn fer fram á Selfossi annað kvöld. Þorbjörn Jensson tilkynnti í gær val á ijórtán manna leik- mannahópi fyrir viðureignirnar. Athygli vekur að enginn leik- maður úr KA eða Aftureldingu er í hópnum, en það varð að samkomulagi fyrr í vetur að gefa leikmönnum þeirra liða sem leika til úrslita frí, því val á leikmönnum hefði getað komið misvel niður á undirbúningi lið- anna. Hópurinn er þannig skip- aður: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val Reynir Þór Reynisson, Fram Aðrir leikmenn: Dagur Sigurðsson, Wupperthal Patrekur Jóhannesson, Essen Gústaf Bjarnason, Haukum Konráð Olavson, Stjörnunni Ólafur Stefánsson, Wupperthal Geir Sveinsson, Montpellier Róbert Sighvatsson, Schuttervald Júlíus Jónasson, TV Suhr Gunnar B. Viktorsson, ÍBV Rúnar Sigtryggsson, Haukum Valgarð Thoroddsen, Val Jón Freyr Egilsson, Haukum Þorbjörn hafði hug á því að velja Nörð Árnason úr Fram í liðið, en hann gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Lárus Orri Sig- urðsson var rekinn af leikvelli gegn Bradford á mánu- dag og vakti sá dómur mikla at- hygli í Englandi.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.