Dagur - Tíminn Akureyri - 09.04.1997, Blaðsíða 1
n
^agur-íEtmtmt
LIFIÐ I LANDINU
Miðvikudagur 9. apríl 1997 - 80. og 81. árgangur - 66. tölublað
Blaö
„Nútímaáhorfandi er orðinn
vanur því að fara í bíó,
horfa á sjónvarp, hlusta á
músík og þetta allt saman
býr til mynd. í staðinn fyrir
að leikmyndin segi okkur að
við séum komin til Frakk-
lands eða Sikileyjar þá för-
um við bara með músík. Og
það er alveg nœgilegt. Ein-
faldleikinn getur yfirleitt
farið með okkur mjög
langt. “
Mynd: GS
SKIPTIUM SKOÐANIR
EINS OG SOKKA
„...þegar þú ert bú-
in að lesa ein-
hverja bók þá ertu
í raun og veru búin
að leikstýra henni
- þú hefur séð
hana í þínum
huga...“
Svo lýsir Halldór E. Laxness
þeim vanda sem hann
stendur frammi fyrir við
uppsetningu á Vefaranum
mikla frá Kasmír eftir nafna
hans nóbelskáldið. Halldór seg-
ir lesendur bókarinnar hafa
mjög sterkar skoðanir á upp-
setningunni en leikritið verður
frumsýnt á Renniverkstæði
Leikfélags Akureyrar á föstu-
dagskvöld.
„Pað er nú þannig með þessa
blessuðu bók að það eru geysi-
lega miklar ranghugmyndir í
gangi um hana. Steinn Elliði er
ekki einn í heiminum. Petta er
miklu meiri saga um fórnar-
lömb manna eins og Steins Ell-
iða,“ segir Halldór og á þar við
hugsjónamenn sem sjást ekki
fyrir.
- Þú vannst
leikgerðina
ásamt Trausta
Ólafssyni en í
fljótu bragði
virðist Vefarinn
hreint ekki leik-
ræn saga. Af
hverju völduð
þið hana?
„Ég held nú
að ef menn
skoði bókina þá
komist þeir að
öðru. Þó að bók-
in sé 320 bls.,
og þar sé fullt af
hlutum sem ekki ganga á sviði,
þá á þessi mikla ættarsaga
Y1 fi n gs fj iilsky I d u nn ar sérstak-
lega vel við svið. Þetta er lík-
lega ein af þyngstu bókum Lax-
ness en þegar þú ert búinn að
búa til leikverk þá er hún allt
öðruvísi."
- Þungamiðjan í bók Laxness
eru líklega þessi flaumur af
heimspekilegum pælingum
Steins Elliða. Þær eru sem sagt
ekkert aðalatriði í leikritinu?
„Nei, en það er líka miklu
einfaldara að sýna á sviði þenn-
an mikla
þankagang
Steins Elliða
og þessar
endalausu
breytingar
hans í hugsun.
En þetta verk
er ekki
eingöngu um
hann. Við er-
um að reyna
að lýsa því að
menn eru allt-
af í leit að trú
á eitthvað því
ef við trúum
ekki á eitthvað þá erum við
varla til.“
Diljá
- Það veður á Steini í bókinni en
Diljá er ekki mjög frek til orðs-
ins og er nánast engill og hálf-
ótrúverðug...
„Nei, Diljá er bara venjuleg
manneskja. Diljá er næstum því
aðalkarakterinn í þessari bók
þó að Steinn segi fleiri orð í
bókinni. Diljá er fullkomlega
einlæg, án þess að vera með
einhvern kjaftavaðal. Saklaus
og hrein og trúir á að maðurinn
sé nokkuð góð manneskja og að
Iífið sé fallegt. Steinn er hins
vegar alltaf að breytast, skiptir
um skoðanir eins og hann
skiptir um sokka. Hún þróast
sem persóna og það eru stór-
brotin hvörf í hennar lífi þegar
hún ákveður að yfirgefa allt og
alla fyrir það eina sem er hægt
að lifa fyrir: ástina."
Ruglið og vitleysan....
Halldór segir einna skemmti-
legast að fylgjast með Diljá í
leikritinu „með því hvernig hún
velkist á milli í þessum voðasjó
hugsjóna og trúarbragða,“ þar
sem hún sé eins konar persónu-
gervingur fólksins sem hefur
orðið að láta hugsjónamenn
eins og Stein yfir sig ganga í
gegnum tíðina. „Sérstaklega á
þessari öld þar sem heilaþvott-
ur hefur verið rosalegur og
hundrað milljónir manna hafa
verið drepnar fyrir einhvern
málstað," segir Halldór og vísar
til falls og upprisu þjóðar-
bandalaga þessa öldina. „Þá fer
maður að pæla í þessum miklu
hugsjónamönnum sem eru til
enn þann daginn í dag. Þegar
maður hugsar um Alþýðu-
bandalagið, Sjálfstæðismenn
eða krata, þessa menn sem
þykjast endalaust hafa rétt fyrir
sér. Maður kaupir það ekki
lengur að einhver hafi formúl-
una tilbúna til að bjarga heim-
inum.“
- Og stórhuga maður eins og
Steinn endar...
„Þessi fullkomnunarþrá
þessa ófullkomna manns gerir
það að verkum að hann endar
bara úti á bjargi og fellur þar
fram af. Svona eins og við vit-
um að þessi mál hafa hrunið í
Evrópu; nasismi, fasismi,
kommúnismi... heilaþvotturinn,
ruglið og vitleysan sem kemur
með þessu öllu saman...,“ sagði
Halldór og mátti greinilega sjá
hann fyrir sér hrista hausinn
yfir öllu þessu samansúrraða
rugli sem viðgengst í heiminum.
lóa
Steinn Elliði: „Einn
daginn er hann að elt-
ast við að yrkja Ijóð
fyrir guð og ncesta dag
œtlar hann að hjarga
mannkyninu og þriðja
daginn aetlar hann að
tortíma því. “