Dagur - Tíminn Akureyri - 09.04.1997, Page 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 09.04.1997, Page 7
Jlagur-®mnmx Miðvikudagur 9. apríl 1997 -19 Heimur í M-M hnotskurn Hve marga þarf til að...? Þessi listi með svörum við ýmsum Ijósaperubrönd- urum er fenginn úr bókinni Punchlines: How to Start a Fight in Any Bar in the World, eftir David „Boom-Boom“ Goines. Spurningarnar fylgja ekki með. Engan. Þeir vilja Jrekar hafa viðskiptavini sína í myrkrinu. Engan. Þeir endurskilgreina bara myrkrið sem eðlilegt ástand. Einn. Aðeins einn, en Ijósaperan þarf að vera sátt við um- skiptin. Einn - en það tekur hann níu ár. Eina. Hún heldur á Ijósaper- unni og heimurinn snýst í kringum hana. Tvo. Einn til að skipta um peru og annan til að skipta ekki um peru. Tvo. Einn til að skipta um Ijósaperuna og annan til að kippa stólnum undan fótun- um á honum. Tvo. Einn til skipta um per- una og hinn til þess að skrifa reiðilestur um skoðun sína á málinu. Tvœr. Eina til þess að opna Diet Pepsi flöskuna og aðra til þess að hringja í pabba sinn og segja: „Pabbi, ég vil fá nýja íbúð. “ Þrjá. Einn til þess að skipta um Ijósaperu og tvo til þess að rœða um þá kynferðislega duldu merkingu sem býr að baki. Þrjá. Einn til að halda á Ijósaperunni og tvo til þess að drekka þangað til herbergiðfer að hringsnúast. Þrjá. Einn til þess að halda á Ijósaperunni og tvo til þess að hrópa: „Frábœrt! Það var lagið! Gengur ljómandi!“ Fimm. Einn til þess að halda á Ijósaperunni og jjóra til þess að snúa stólnum í hringi. Tuttugu og sjö. (Sá sem segir brandarann þrífur í hálsmál- ið á viðmœlanda sínum) Ertu eitthvað ósáttur við það, góði? Þrjátíu, Einn til þess að skrúfa hana í og tuttugu og níu til að skrifa sig á biðlista. Fimmtíu og þrjá. Átta til að rökrœða, einn til þess að fá frestun, einn til þess að and- mcela, einn til þess að bera fram kvörtun, tvo til þess að rannsaka fordœmi, einn til þess að lesa fyrir bréf, einn til þess að setja fram skil- yrði, fimm til þess að skila inn tímakortunum sínum, einn til þess að bera vitni, einn til þess að skrifa niður fyrirspurnir, tvo til þess að miðla málum, einn til þess að skipa ritaranum að skipta um Ijósa- peruna og tutt- ugu og átta til þess að útbúa reikningana fyrir verkið. Hve mörgum hefurðu efni á? Þeir skipta ekki um Ijósaperur, þeir skipta um viðhald. Það gerir ekkert til. Ég sit bara hérna í myrkr- inu. Þetta er alls ekkert fyndið. Andi Ólympíuleikanna í göngu fánaberanna Eftirfarandi texti er úr sjónvarpsútsendingu frá göngu þjóðanna inn á leikvanginn á opnunarhátíð Ólympíuleikanna íAtlanta þann 19.júlísl. Það eru þulir sjónvarpsstöðvarinnar Radio-Canada, þau Bernard Derome og Marie-Josée Turcotte, sem þarna útdeila speki sinni um þau lönd sem birtast á skjánum. Kynnir leikanna: Albanía! Bernard Derome: Albanía. Það er á Balkanskaga. Marie-Josée Turcotte: Albanía. Ég get ekki að því gert að mér detta í hug vinir mínir úr háskóla sem voru alltaf að reyna að sannfæra okkur um að hún væri paradís á jörðu. (hlátur) Kynnir: Búrúndí! Derome: Ó, Búrúndí, hvílíkur harmleik- ur, hvílíkur harmleikur - 10.000 manns deyja þar í hverjum einasta mánuði, í fjöldamoröum vegna borgarastríðs sem háð er af meirihluta, eða sko - minni- hluta Tútsa sem vilja ekki deila völdum með Hútúum ... Turcotte: Það er erfitt að trúa því, uuh - að fólk sé að æfa við slíkar aðstæð- ur og mæti á Ólympíuleikana þrátt fyrir allt. Kynnir: Kambódía! Derome: Kambódía - eitt af allra verstu þjóðarmorðunum ... Pol Pot - lengi vel vissum við ekki hvort hann væri lifandi eða dauður. En hvað sem því líður, hann sendi einn þriðja af sfnu fólki - drap það. Turcotte: Bíómyndin var góð, Killing Fields - hún fjallaði um þetta. Kynnir: Tsjad! Derome: Þar í landi eru mannréttindi varla til. Turcotte: Það kæmi þér varla á óvart þótt einhver upplýsti þig um að þeir hafa aldrei unnið Ólympíuverðlaun. Kynnir: Chile! Derome: Ó hó hó, Chile. Ja hérna, en við eigum reyndar fullt af vinum frá Chile hér heima - meira en 300 þúsund manns sækja um pólitískt hæli á hverju einasta ári. Það er fullt til af svikahröpp- um sem telja þá á að koma hingað. Kynnir: Gana! Derome: Lýðveldið Gana, í Vestur-Afríku - lögregluríki þar sem tekið er mjög strangt á hlutunum. Kynnir: Mali! Derome: Þetta er mjög fátækt land. Tekj- ur á mann eru afar lágar: 37 þúsund krónur á mann yfir árið. Turcotte: Nákvæmlega engin von um Ólympíuverðlaun. Kynnir: Marokkó! Derome: Flestir íbúarnir þar eru hirð- ingjar, eða hvað? Það eru tólf sinnum fleiri nautgripir þar en mannfólk. Kynnir: Norður-Kórea! Derome: Jæja, þetta er Norður-Kórea, ekki satt? Það er nokkuð sem hér þarf að taka fram ... Það er mikið af flóðum þar, og hungursneyð. Landinu er mjög illa stjórnað. Kynnir: Rússland! Derome: Næst flest Ólympíuverðlaun í heimi. Turcotte: Já, en nú er mafían orðin alls ráðandi þar og hún ræður víst öllu í íþróttunum líka - um leið og þeir finna þefinn af peningum ... Dæmi eru til þess að íþróttamenn hafi látið lífið með dul- arfullan hætti. Kynnir: Sómalía! Turcotte: Auðvitað verður okkur hugsað til ... Derome: Land stríðsherranna. Stríðs- herranna, já, það fer ekki á milli mála.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.