Dagur - Tíminn Akureyri - 09.04.1997, Side 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 09.04.1997, Side 10
22 - Miðvikudagur 9. apríl 1997 Jbtgur-'QKmom RADDIR FOLKSINS Frd lesendum Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 Akureyri eða • Þverolti 14 Reykjavík. Netfang: ritstjori@dagur.is, Fax: 460 6171 Athugasemd við frétt í Degi-Tímanum s síðustu viku kom út í fyrsta sinn nýtt Skagablað, sem fjórblöðungur í Degi- Tím- anum. Sem áhugamaður um fjölmiðlun á Vesturlandi fagna ég þessari viðbót og því með að gróska í útgáfumálum í kjör- dæminu fer vaxandi á nýjan leik. Ég harma hinsvegar að þessu nýja blaði skuii ýtt úr vör með rangfærslum sem birtast í frétt í Degi-Tímanum þriðju- daginn 25. mars sl. Þar var hið nýja Skagablað kynnt og sagt m.a: „Degi-Tímanum verður dreift í hvert hús á Akranesi, Borgarnesi og víðar um sveitir á morgun til að kynna þessa nýbreytni í fjölmiðlun í hérað- inu. Þar hefur verið mjög gloppótt blaðaútgáfa að undan- förnu og fréttablöð ekki megn- að að starfa sjálfstætt. Nú er gerð tilraun til að koma á lagg- irnar öflugu héraðsfréttablaði á Vesturlandi á ný.“ Vesturlandspósturinn Ég tel það með ólíkindum að það hafi farið framhjá glöggum blaðamönnum Dags- Tímans að á Vesturlandi er gefið út öflugt og ört vaxandi héraðsfréttablað sem hefur megnað að starfa sjálfstætt frá því það kom fyrst út sl. haust. Frá því var m.a. sagt í frétt í Degi-Tímanum þegar 1. tbl. Vesturlandspósts- ins kom út 30. október sl. Að auki má geta þess að annar umsjónarmanna Skagablaðsins hefur til skamms tíma annast prófarkalestur fyrir Vestur- landspóstinn. Vesturlandspósturinn er vandað fréttablað sem gefið er út í 5.600 eintökum og dreift frítt í öll hús á Vesturlandi. Blaðið birtir fréttir og annað efni af öllu Vesturlandi og er jafnframt opinn vettvangur fyr- ir skoðanaskipti og það sem vestlendingar vilja koma á framfæri. Þess má ennfremur geta að Vesturlandspósturinn hefur skapað ríflega ijögur ný störf f kjördæminu. Samkeppni er af hinu góða og henni ber að fagna en sann- leikurinn er sagna bestur. í þeirri vissu að Dagur-Tíminn hafi það að leiðarljósi í framtíð- inni óska ég blaðinu alls hins besta. Gísli Einarsson ritstjóri Vesturlandspóstsins. Áslaug Borg og bílarnir í göngugötunni! 22. janúar síðastbðinn mátti lesa grein í Degi-Tímanum eftir Áslaugu Borg, kaupmann á Ak- ureyri. í stuttu máli greindi Ás- laug frá þeirri hamingju sem fyllti líf hennar við það eitt að líta út um búðargluggann hjá sér og sjá bílaumferð í göngu- götunni á ný. Bílaumferð í göngugötunni færði henni sönn- ur á að hún væri ekki ein í heiminum. Hún uppgötvaði að það var líf í miðbæ Akureyrar. Af skrifum Áslaugar Borg mátti ráða að þau fáu ár sem hún hefur þurft að lifa án þess að sjá bílaumferð út um búðar- gluggann hjá sér hafi verið ákaflega döpur og rýr. Ekki kom það fram í skrifum Áslaug- ar að bflaumferðin hafi fært henni fleiri viðskiptavini, eða var það ekki annars tilgangur- inn með þessu öllu saman? Kaupmenn sem stimda versl- un í miðbæ Akureyrar og þó sérstaklega í Hafnarstrætinu hafa grenjað undanfarin ár eins og smábörn og talið að sam- drátt í verslun megi rekja til þess að Hafnarstrætið var gert að hluta til að göngugötu. Akureyringar fóta- lausir Áslaug Borg og kollegar hennar í miðbænum gátu enga skýr- ingu fundið aðra en þá að Ak- ureyringar væru algjerlega fótalausir. Þeir versluðu eingöngu þar sem hægt væri að keyra alveg upp að búðarborði. Eins og áður segir hafði grát- ur kaupmanna þau áhrif á bæj- aryfirvöld að ákveðið var að láta undan þrýstingi kaup- manna. Bflaumferð var sem sé hleypt á um göngugötuna aftur, tímabundið til reynslu. Fyrir mitt leyti eru ástæður þess að verslun fór minnkandi í miðbænum af allt öðrum toga. Staðreyndin er nefnilega sú að á Akureyri hefur verslunin dreifst út um allan bæ. Verslan- ir eins og Hagkaup, KEA Nettó, KEA Hrísalundi, verslunarmið- stöðin í Sunnuhlíð, Kaupangur og fleiri verslanir eru gott dæmi um það. Þessar verslanir hafa veitt kaupmönnum í miðbænum harða samkeppni, komið inn með lágt vöruverð og aðlaðandi búðir. Verslanir utan hins hefð- bundna miðbæjarkjarna. Hvað er til ráða? Ef raunverulegur áhugi væri á því meðal kaupmanna að auka verslun í miðbæ Akureyrar ættu þeir fyrst að líta í eigin barm og athuga hvort ástæðuna er ekki ef til vill að finna hjá þeim sjálf- um. Ef ég á að leggja leið mína niður í miðbæ til að versla þá læt ég ekki staðsetningu bfla- stæða ráða, nei takk, vöruverð og vöruúrval ræður þar mestu um. Það er bara svo einfalt að fólk verslar þar sem vöruúrval- ið er mest og verðið er lægst. Rökin sem mæla gegn bfla- umferð í göngugötunni eru meðal annars þessi. 1. Af bflum er hávaðamengun. 2. Bflunum fylgir óþolandi loft- mengun. 3. Bflaumferð fylgir sóðaskapur. 4. Svo má ekki gleyma að bflar í göngugötunni eru líka sjón- mengun. 5. Meðan bflaumferð er í göngugötunni verður ekki jafn notalegt að rölta um götuna með litla krakka því nú eru komnar illa lyktandi blikkbeljur sem þarf að passa sig á. 6. Síðast en ekki síst eru stein- arnir sem marka ökuleiðina gegnum göngugötuna sjón- mengun af versta tagi, hreint út sagt ógeðslegt. Ég verð að játa að ég finn engin skynsamleg rök sem mæla með því að leyfa bfla- umferð um göngugötuna. Því vona ég að bæjarstjórnin okkar sjái nú að sér og loki göngugöt- unni aftur fyrir bflaumferð, um leið og reynslutíminn er úti. Lokaorð Áslaug Borg, ef við Akureyring- ar sem viljum ómengaða göngugötu verðum bænheyrðir þá verður þú að leita að nýjum leiðum til að fylla líf þitt af hamingju. Ég hef trú á að þú yrðir ör- ugglega hamingjusamari ef búðin þín (hver sem hún nú er) væri alltaf full af viðskiptavin- um, frekar en að standa út við glugga og horfa á bílaumferð. Til að fylla búðina þína af fólki þarftu að bjóða uppá góðar vör- ur, lágt vöruverð og aðlaðandi verslun sem gaman væri að koma í. Að lokum þetta, Áslaug Borg, við erum örugglega sammála um að göngugatan á að vera aðlaðandi og notalegur staður sem gaman er að koma á. Þið kaupmenn verðið bara að finna nýjar leiðir til að lokka fólk í miðbæinn og inní verslanirnar ykkar. Og ef kaupmenn tækju nú höndum saman um bættan miðbæ þá ætti það að takast, en í guðs bænum komum bflunum úr göngugötunni aftur hið fyrsta. Páll Jóhannesson * * * Mikið svakalega getur það verið pirrandi að þurfa sífellt að bíða eftir öðrum, hvort heldur er í síma eða á annan hátt. Þegar biðin tekur svo loksins enda er oftast ekkert á henni að græða nema vonbrigði. Það er því álitamál hvort þolin- mæði sé dyggð, eða þannig. Það getur farið í fínustu taugar meinhornsins þegar fólk nagar á sér neglur í stað þess að klippa þær. Síðan toppar fólk þennan ósið með því að skyrpa því sem það hefur náð að naga tvist og bast um hýbýli og vinnustaði. Fátt ergir meinhornið meira en þegar forkólfar atvinnulífsins tala fjálglega um launafólk sem mannauð. Ef þeir þessir menn meina eitthvað með þessu hjali sínu þá ættu þeir að sjá til þess að fólk fengi eitthvað annað fyrir vinnu sína en skiptimynt í launaumslagið. Heimilsf riöi ógnað Það hefur löngum verið haft á orði að íþróttir séu mannbætandi, svo ekki sé minnst á gamla slagorðið um heilbrigða sál í hraust- um líkama. Þessi sýn á gildi íþrótta virðist hins- vegar eitthvað vera farin að breytast eftir því sem menn njóta þeirra meira í sófanum en á vellinum. Með stórauknu framboði af íþróttaefni í sjónvarpi á gervihnattaöld virðist sem flóðgáttir hafi opnast og er svo komið að beinar út- sendingar eru orðnar nær daglegur viðburður. Þetta mikla framboð hefur rugl- að margan manninn í rím- inu og gert það að verkum að sumir eiga orðið erfitt að velja og hafna. Til eru þeir sem vilja gína yfir sem flestu og láta sér fátt fyrir brjósti brenna til að ná fram vilja sínum. Eins og gefur að skilja getur það leitt til árekstra við þá sem ekki hafa neinn áhuga á íþróttum. Þótt þessi hópur láti einatt lítið á sér bera miðað við hina sem fara mikinn, þá eru þeir greið- endur afnota- eða áskrift- argjalda. Fagurgrænir sparkvellir Eins og fjöldi útsendinga á íþróttaviðburðum hefur verið að undanförnu er ekki að undra þótt þeir hafi borið sig aumlega. Hver kappleikurinn á fætur öðrum hefur þakið sjón- varpsskjáinn og truflað hefðbundar útsendingar á dægurefni kennt við sápu og aðra dagskrárliði. Svo rammt hefur kveðið á þessari óánægu að hjá mörgum fjölskyldum er heimilisfriðurinn í stór- hættu ef fram fer sem horf- ir. Á meðan íþróttaefni er ekki sent út á sérstakri íþróttarás er viðbúið að þeir óánægju kunni að grípa til einhverra óyndis- úrræða til að verja hags- muni sína gegn íþróttafíkl- um. Á móti kunna einhverjir að segja að það sé hægt að koma í veg fyrir glóðin verði að stóru báli með því einu að bæta við sjónvarps- tækjum og nýta sér kosti myndbandstækja. Ef ekki þá geta íþróttaffldar gert sér ferð á hendur á ein- hverja diskókrána. Þar er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, fá sér kollu og horfa á sína menn leika listir sínar á fagurgrænum sparkvöllum. Á meðan geta aðrir íjölskyldumeðlimir unað glaðir við sitt fyrir framan kassann og þvegið sálu sína uppúr þeirri sápu sem þeim stendur þar til boða. Umsjón: Guömundur R. Heiðarsson

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.