Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Blaðsíða 9
jDagur-Œtntimt ÞJÓÐMÁL Miðvi/cudagur 7. maí 1997 - 9 Veiðigjald og byggðaskattur Sjávarútvegsráðuneytið boðaði til fundar í gœr á Akureyri um nýja skýrslu Hagfrœðistofnunar um byggðaáhrif veiðigjalds. í Ijós kom í umrœðum að skýrslan er með ótal fyrirvörum og lögðu fundarmenn litla áherslu á hana í umrœðunni - sem fór fljótt á gamalkunnar slóðir. Stefán Jón Hafstein fylgdist með og segir frá nokkru af því sem fram fór: Frá fundinum á Akureyri í gær. Ragnar Árna- son, prófessor í hagfræði við Háskólann, fylgdi skýrsl- unni úr hlaði. Eins og fram kemur í yfirliti hér á síðunni út- skýrir skýrslan að með veiðigjaldi á útgerðir, með tilsvarandi skattalækkun á einstaklinga, myndi skattbyrði milli byggðar- laga breytast. Það kemur fáum á óvart: sjávarútvegur er mismikil- vægur í byggðum landsins, þar sem umfang hans er mest hlýtur atvinnugreinin að greiða meira með nýju gjaldi. Ragnar gerði lít- ið með það að eignarhald hefur dreifst í sjávarútvegi að undan- förnu. Spurningu þess efnis hvort hægt væri að mæla „byggða- skatta" þegar eignarhald færi ekki eftir byggðamörkum svaraði hann á þá lund að mest væru það enn heimamenn sem ættu fyrir- tækin. Hann rakti í ítarlegu máli hvernig skattbyrði á hvern ibúa í tilteknum hlutuin landsins myndi breytast við veiðileyfagjald, en sagði samtímis að ekki væri hægt að túlka mál sitt sem mælikvarða á persónulega skattbyrði. Þannig lagði Ragnar áherslu á að megin- mál skýrslunnar væri í raun til þess fallið að sýna „framlög landshluta til rfldssjóðs“ og hvernig þau breyttust við upp- töku veiðileyfagjalds. Þau fram- lög aukast mest þar sem mest er gert út. Lítið rætt um skýrslu Aðrir frum- mælendur gerðu skýrsl- una ekki að umtalsefni, nema helst Sighvatur Björgvinsson sem valdi henni háðugleg ummæli. „Sjávarútvegs- ráðuneytið kaupir stimpil Háskól- ans á svikna vöru,“ sagði hann. Ragnar hefði gert furðu h'tið með þá staðreynd að veiðigjald myndi lækka tekjuskatta landbyggðar- fólks sem næmi tugum þúsunda á íbúa - þess í stað hefði hann farið í talnaleik með ímyndaðar álögur á hvern íbúa, álögur sem viðkom- andi fyrirtæki væru að borga í raun. „Borga Akureyringar gjöld- in fyrir Samherja?“ spurði for- maður Alþýðuflokksins. Hann fullyrti að auknar ráðstöfnunar- tekjur íbúa í byggðarlögunum - með lækkun tekjuskatts - myndu meira en bæta upp þær álögur sem fyrirtækin öxluðu. Sighvatur var einn á báti með- al frummælenda sem stuðnings- maður veiðigjalds, og lét þess ekki ógetið. Jóhannes Geir Sig- geirsson sagði honum að veiði- gjald hlyti óhjákvæmilega að koma niður á greiðslugetu fyrir- tækjanna til að borga sjómönnum og verkafólki laun. Bjarni Hafþór Helgason sagði að 90% kvótans væri utan Reykjavíkur, en þangað færu peningarnir við innheimt- una. Sighvatur hafði áður sýnt tölur um eignarhald á stórum út- gerðarfyrirtækjum: þau væru oft og tíðum í eigu stórfyrirtækja og sjóða langt ijarri uppskipunar- höfn. Haldið þið að þessir vilji ekki arðinn sinn? spurði hann. Allir á móti veiðigjaldi Einar Oddur tók syrpu á samtökum iðnaðarins sem hann sagði lifa í fortíðinni: veiðigjald til að jafna að- stöðumun atvinnugreina væri út í hött þeg- ar sækja ætti til markaðsfrelsis. Millifærslukerfi af þessum toga ætti ekki rétt á sér. „Möguleikar iðnaðarins til að vaxa eru ná- tengdir atkomu í sjávarútvegi." Á meðan gengi hlutabréfa í sjávar- útvegsfyrirtækjum hefur hækkað þrefalt á nokkrum árum, hefur gengi bréfa iðnfyrirtækja Ijórfald- ast. Bendir þetta til að góð af- koma í sjávarútvegi komi niður á iðnaði? spurði Einar Oddur. (Á sama tíma sendu Samtök iðnað- arins frá sér harða gangrýni á skýrslu Hagfræðistofnunar.) Laun sjómanna Bæjarstjór- inn í Vest- mannaeyj- um, Guðjón Hjörleifsson, sagði að veiðigjald sem næmi 1600 millj- ónum á fyr- irtæki í Eyjum leiddi til launa- lækkunar sjómanna sem greiða mest útsvarið. Og sjálfstæðisyfir- lýsingar! Nær væri að færa nýtt stjórnsýslustig út á land en taka skatt af fyrirtækjum þar. Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra valdi veiðigjaldi þau orð að þar færi ódýrasta pólitíska trikk sem hann hefði séð á ferli sínum: reynt væri að telja fólki trú um að skattar yrðu lækkaðir með gjaldinu. „Mér er alveg sama hversu nákvæm eða ekki þessi skýrsla er,“ sagði Páll „það munu alltaf færast til verulegir fjármunir“ verði sett á veiðigjald. Peir Sighvatur tóku stutta snerru um málið: „Það eru fyrirtækin sem borga ekki fólkið,“ sagði formaður Jafnaðarmanna- flokksins, „á endanum borgar fólkið," sagði félagsmálaráð- hérra. Steingrímur sjálfstæð- ismaður? Steingrímur J. Sigfússon fór mikinn fyrir hags- muni fyr- irækjanna, hann sagði sjávarút- vegsfyrir- tækin helstu, ef ekki einu, von byggðakeðjunn- ar á landinu. „Sá hagnaður fyrir- tækjanna sem fer í að greiða gjaldið fer út úr þeim, og út úr byggðarlögunum. IJættum þessu rugli!“ Þá tautaði einn af fundar- mönnum: er Steingrímur sjálf- stæðismaður? En hann svaraði án þess að heyra spurninguna: „Sjómenn, fiskvinnslufólk, íbúar byggða hafa deilt kjörum með sjávarútvegsfyrirtækjunum!" Og bætti við að jafnvel sósíalisti eins og hann vissi þetta. Byggðir, fólk og fyrirtæki Áherslan í skýrslunni, sem var tilefni umræðunnar, er á skatt- byrði byggðarlaga ef tekið væri upp markvert veiðigjald. Byggð- arlög greiða ekki skatta. Þess vegna fór umræðan iljótt í það far að deila um eðli, stöðu og hæfi sjávarútvegsfyrirtækja til að greiða aukin gjöld. „Ekki næstu 10-15 ár,“ sagði Steingrímur J. og lagði fram skýrslu sína í mörgum liðum til að sýna fram á þessa staðhæfingu. Sighvatur sér meiri möguleika í að lækka tekjuskatta einstaklinga sem nema tugum þúsunda á mann, frekar en tala um auknar álögur á byggðir: „Byggðaskattsbullið er heimsku- leg rökleysa,“ sagði Sighvatur, og lagði fram ítarlega skýrslu sína um að efnhags-, hagkvæmnis- og réttlætisrök gerðu gjaldið óhjá- kvæmilegt. Úr skýrslimni Forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans, Tryggvi Þór Herbertsson, sér ástæðu til að fylgja skýrslunni sem stofn- un hans vann fyrir Sjávarútvegsráðuneytið með þeim orð- um að ekki sé um yfirgripsmikla könnun að ræða og geti ekki falið í sér endanlegar niðurstöður um áhrif veiðigjalds á skattbyrði eftir landshlutum. Höfundar eru Ragnar Árna- son og Birgir Þór Runólfsson. Þeir vara sérstaklega við því að túlka þessar niðurstöður sem „mælikvarða á breytingar á persónulegri skattbyrði á viðkomandi stöðum. “ Gagnrýn- endur hafa sagt að skýrslan sé alveg eins dæmi um hve mikið sé hægt að lækka skatta á einstaklinga eins og hækka þá á „byggðarlög“. • Veiðigjald, sem lagt yrði á sjávarútveg og innheimt í ríkis- sjóð, myndi breyta hlutfallslegri skattbyrði byggðarlaga miðað við það sem nú er. Sama máli gegnir að sjálfsögðu um veiðigjald, sem lagt yrði á með öðrum hætti, t.d. upp- töku hluta veiðiheimilda árlega og endursölu þeirra. • Gildir í því efni einu, hvort veiðigjald kæmi í stað annarra skatta eða ekki. Kæmi það í stað annarra skatta myndi skattbyrði sumra byggðarlaga lækka en annarra hækka. Ef aðrir skattar lækkuðu ekki, myndi skattbyrði byggðarlaga hækka mismikið en engra lækka. • Ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er sú, að sjávarútvegur er ákaflega misveigamikill í atvinnulífi hinna ýmsu byggðar- laga. í sumum sveitarfélögum er t.a.m. enginn sjávarútveg- ur. í öðrum byggist atvinnulífið nær einvörðungu á sjávarút- vegi. Allir landshlutar byggja hins vegar í ríku, en mismiklu, mæli á sjávarútvegi. • Álagning veiðigjalds með ofangreindum hætti felur því í sér þyngri skattbyrði á þau byggðarlög, þar sem sjávarút- vegur er nú tiltölulega veigamikill. Þessi byggðarlög munu m.ö.o. greiða stærri hluta af samneyslu landsmanna en nú er. • Útreikningar benda til þess, að sé tekjuskattur lækkaður til jafns við tekjur af veiðigjaldi muni heildarskattgreiðslur Reykjavíkur og Reykjaness í ríkissjóð lækka í kjölfar veiði- gjalds, en heildarskattgreiðslur afira annarra landshluta hækka. • Stærð þessara breytinga í hlutfallslegri skattbyrði byggð- arlaga, ræðst fyrst og fremst af upphæð veiðigjaldsins. Mið- að við þær upphæðir, sem oft eru nefndar í þessu samhengi, þ.e. veiðigjald upp á 6-20 milljarða kr. árlega, er þó ljóst að umrædd breyting í hlutfallslegri skattbyrði byggðarlaga get- ur verið mjög veruleg. • Til að varpa frekara ljósi á þær stærðargráður, sem hér gæti verið um að ræða, eru í eftirfarandi línuriti sýndar hlutfallslegar breytingar í heildarskattgreiðslum landshlut- anna miðað við núverandi tekjuskattsgreiðslur (1995), ef til veiðigjalds myndi koma með tilsvarandi lækkun tekjuskatts. | C3 VeKMglald 6 ma. kr. aValðlglald 16ma. kr. • Breytingar í hlutfallslegri skattbyrði á milli einstakra sveitarfélaga geta verið mun stærri í sniðum en breytingar á milli landshluta. í sumum sveitarlélögum, þar sem sjávar- útvegur er ekki til staðar, gætu samanlagðar veiðigjalds- og nettó tekjuskattsgreiðslur minnkað um 70% eða meira. í öðrum, þar sem sjávarútvegur er veigamikill, og tekjuskatt- ur lágur, gætu samanlagðar veiðigjalds- og nettótekjuskatts- greiðslur aukist um mörg hundruð prósent. • Það er umhugsunarvert, að þær breytingar í hlutfallslegri skattbyrði, sem hér um ræðir, eru í stórum dráttum frá Reykjavíkursvæðinu til landsbyggðarinnar. Þ.e.a.s. skatt- byrði þéttbýlisins á suð-vesturhorni landsins minnkar á kostnað skattbyrðarinnar í dreifbýlinu. Þessar breytingar eru í mótsögn við yfirlýst markmið þeirrar byggðastefnu, sem lengi hefur verið fylgt hér á landi.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.