Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Blaðsíða 4
4 - Miðvikudagur 7. maí 1997 ,©agur-(IIímmtT F R E T T I R Barnaheill ; KS Um 2000 utanbæjarböm á sjúkrahús borgarinnar Ibúð fyrir foreldra sjúkra barna utan af landi bætir úr brýnni þörf. Kostnaður for- eldra þessara barna, sem dvelja langdvölum í borginni á sjúkrahúsum, hefur reynst mörgum fjölskyldum um megn. Ríflega 2 þúsund börn utan af landi komu til Reykjavíkur árið 1995 til að fá Iækningu meina sinna á sjúkrahúsum borgarinnar, eða 40% barna sem fara á bráðamóttökur. Þar er átt við börn sem bjuggu í klukkutíma íjarlægð frá borg- inni eða meira. Oftar en ekki kemur annað foreldra eða bæði með barni sínu til Reykjavíkur. Gistikostnaður foreldra, oft í marga mánuði, hefur stundum verið óheyrilegur. Barnaheill, íslandshluti Save the Children, hafa tekið í notkun fyrstu íbúðina sem samtökin koma upp til að bjóða foreldrum barna utan af landi til umráða, komi þau með börn sín til Reykjavíkur til lækninga á sjúkrahúsunum. íbúðin er að Rauðarárstíg 33, rétt við Hlemm- torg. Undirbúningur er hafinn að kaupum annarrar íbúðar. „Þetta er afar erfitt fyrir for- eldrana, oftast er verið að I íbúð Barnaheilla að Rauðarárstíg 33 í Reykjavík. Frá vinstri: Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir barnaspítala Hrings- ins, Karl M. Karlsson frá Oddfellowreglunni, Þóra Karitas Árnadóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, Einar Gylfi Jónsson, formaður Barnaheilla, Auður Ragnarsdóttir, deildarstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og Jóhannes Pálma- son, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur. reyna að halda úti tveimur heimilum og það oft um langan tíma. Auðvitað fá margir að vera hjá ættingum og vinum í borginni, en þegar um langveik börn er að ræða er ekki víst að það úrræði dugi,“ sagði Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, í gær. Leiga íbúðanna kostar 500 krónur á sólarhring. Verið er að ganga frá samningum við Sjúkrahús Reykjavíkur um rekstrarlega umsjón íbúðarinn- ar. -JBP Rekstrartap 163 m. króna Raupfélag Skagfirðinga var rekið með 163 milljóna króna tapi á árinu 1996 sam- kvæmt samstæðureikningi fé- Iagsins. Velta KS nam á síðasta ári 6 milíjörðum króna, eigið fé í árslok var liðlega 1 milljarður króna, eiginQárhlutfall 52% og veltuíjárhlutfall 2. Skýringa á þessari slæmu af- komu má að hluta til rekja til mikils rekstrarhalla dótturfyrir- tækisins, Fiskiðjunnar- Skag- firðings hf. Mikið tap varð á síð- asta ári af landvinnslu FISK í bolfiski, miklum kostnaði við veiðar í Barentshafi og eins varð öflun veiðireynslu við út- hafsveiðar á Reykjaneshrygg verulega kostnaðarsöm. Gert er ráð fyrir því að FISK verði rekið með hagnaði á þessu ári en undanfarin misseri hefur verið unnið að endurskipulagninu á rekstrinum, ekki síst í land- vinnslunni. GG Athugasemd Igrein blaðsins um forseta- heimsóknina til S-Þingeyjar- sýslu sem birtist í gær var mis- sagt að „aðstoðarkona“ Guðrún- ar Katrínar væri með í för. Hér var um að ræða Vigdísi Bjarna- dóttur, sem er skrifstofustjóri embættisins. Forsetafrúin ferð- ast ekki með aðstoðarkonu, og sér um hárgreiðslu sína sjálf. Heilbrigðismál ísland með Gro V: a: lið styðjum góðan Norð- i,“ segir Ólafur Ól- afsson landlæknir, sem nú er á leið á aðalfund Al- þjóða heilbrigðisstofnunar- innar í Genf. Þar á hann við Gro Harlem Brundtland í jT Jasstón- leikar í kvöldM. 21.30 Pétur 0stlund, trommur Fredrik Ljungkvist, tenor sax Eyþór Gunnarsson, píanó Þórður Högnason, kontrabassi Jassklúbbur Akureyrar/Hótel KEA JT stöðu forstöðumanns stofn- unarinnar. Mörg ríki þriðja heimsins vilja að fulltrúi þeirra fái stöð- una. „Þeim finnst við hafa það svo gott,“ segir Ólafur um ríku löndin, „að við þurfum ekki að fá þessa stöðu fyrir eitthvert okkar.“ Ólafur reiknar með að „afdrifarík ákvörðun" verði tek- in á fundinum um næsta for- stöðumann. Hann er ekki vafa um að hann vilji Gro í sætið, þetta er „hin vænsta kona eins og Ólafur Jóhannesson var van- ur að segja," segir nafni hans landlæknir. Kennarar Nýtt félag um aldamót? Áhugi á nýju samein- uðu kennarafélagi með sjö þúsund félaga. Fjölmennasta félag í opinbera geiranum. S: Ui BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚNI3-105 REYKJAVÍK SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 5623219 Skúlagata 21 og 42 og Hverfisgata 105 í samræmi við 17. og 18. gr. skipulagslaga er auglýst kynning á breyttu deiliskipulagi á lóðum við Skúlagötu 21 og 42 og Hverfisgötu 105. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og Byggingar- fulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9-16 virka daga og stendurtil 18. júní 1997. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en miðvikudag- inn 2. júlí 1997. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. vo getur farið að Kennara- samband fslands og IJið ís- lenska kennarafélag verði sameinuð í eitt deildaskipt fé- lag. Þá bendir margt til þess að Félag ísl. leikskólakennara muni yfirgefa BSRB og ganga yfir í raðir kennara. Verði þessi sameining að veruleika með þátttöku leikskólakennara verð- ur þetta stéttarfélag eitt hið stærsta í opinbera geiranum með hátt í sjö þúsund félags- menn. Þetta er meðal þess sem rætt hefur verið á fulltrúaþingi KÍ sem hófst sl. laugardag og lauk í gær. Alls hafa 112 fulltrúar seturétt á þinginu auk stjórnar KÍ. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, segir að ef þingið samþykkir að skipa milliþinganefnd til að semja lög fyrir hið nýja félag, þá verði þau að liggja fyrir á næsta ári. Síðan er stefnt að því að kynning og allsherjarat- kvæðagreiðsla fari fram árið eftir, eða 1999. Gangi það eftir verður boðað til stofnþings á því ári og nýtt kennarafélag tekur til starfa í ársbyrjun árið 2000. -grh Akureyri Kjarnaskógur 50 ára Skógræktarmenn í Eyjafirði hyggjast hressa upp á þekkingu sína á nytja- sveppum sem fylgja skóg- og trjárækt á aðalfundi sínum, sem haldinn er í Kjarnalundi í kvöld. Guðrún Gyða Eyjólfsdótt- ir mun flytja fyrirlestur um efn- ið. Skógræktarfélagið fagnar því að 50 ár eru liðin frá því rekstur Gróðrarstöðvarinnar í Kjarna hófst og fyrstu trén voru gróðursett í Kjarnalandi. Skóg- ræktarfélagið hyggst gangast fyrir afmælisfagnaði síðar á ár- inu í tilefni þessara tímamóta. Aðalfundurinn í kvöld hefst kl. 20:00.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.