Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Síða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Síða 2
14 - Miðvikudagur 7. maí 1997 Jlagur-Œímmrt LIFIÐ I LANDINU Unga fólkið vill Mð Hreiðar Örn Stefánsson heitir umsjónarmaður safnaðarstarfs Bústaða- kirkju. Hann er nýfluttur frá Vestmannaeyjum þar sem hann gegndi starfi æskulýðsfulltrúa Landakirkju. (>ar tók hann þátt í ýmsum félagsstörfum, starfaði mikið með KFUM og K og var fulltrúi í áfengisvarnanefnd og var líka í Æskulýðsnefnd Kjal- arnesprófastsdæmis, en þar er hann enn. Hann er einn upp- hafsmanna þess að halda popp- messur sem hafa orðið æ vin- sælli. Hann var í gospelhljóm- sveitinni Pre- látar, en hún er mjög vinsæl og hefur farið víða. Nýir menn Hreiðar er um- sjónarmaður safnaðarstarfs Bústaðakirkju, en að auki er hann í stjórn landssambands KFUM og K og er formaður Æskulýðssam- bands kirkjunnar í Reykjavíkur- prófastsdæmi. Auk þessa hefur hann stofnað nýja hljómsveit, sem borið hefur hróður popp- messanna víða. Sú hljómsveit heitir Nýir menn og spilar mest trúarlega tónlist. Hreiðar syng- ur með þessari hljómsveit ásamt Ranvu Ólsen og Sigurði Ingimarssyni. Aðrir í hljóm- sveitinni eru Jóhann Þorsteins- son, Sigurður Bjarni Gíslason, Ólafur Schram, Markús Þor- geirsson og Sigurgeir Gíslason. Þetta er talsvert mikið starf, eru einhverjar frístundir? „Það fer eftir því hvað maður kallar frístundir. Þar sem ég hef mikinn áhuga á þessu starfi, má segja að það sé bæði starf mitt og áhugamál og því lít ég ekki svo á að frístundir séu fá- ar.“ Hvernig sérð þú hið marg- frœga unglingavandamál? „Ég held í raun að unglinga- vandamál sé ekki til, heldur er það þannig að við gleymum því að gefa börnum og unglingum tækifæri á að vera börn og ung- lingar. Við setj- um of mikla ábyrgð og kröf- ur á þau. Þau fá ekki að vera börn. í stað leikja er komin ábyrgð og krafa um lífsstfl sem mörg þeirra ráða einfald- lega ekki við. Við tölum oft ekki við þau á jafnræðis- grundvelli, við horfum niður til þeirra.“ Má ég nota eldhúsið Hvernig er unglingstarfið í Bú- staðakirkju, hvað er gert til að laða unglinga að? „Við byggjum okkar starf á jákvæðum verkefnum, notum grín og glens til að verða ekki of alvarleg. Grunnur starfsins er að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og við hittumst á vikulegum fundum og eigum saman helgistund. Eftir hana er ýmist farið í leiki eða uppbyggj- andi verkefni. Stundum er farið í helgarferðir og heimsóknir. Við heimsækjum önnur æsku- lýðsfélög og svo höfum við sent unglingana út í óvissuna. Þá fá þau kannski fyrirmæli um að fara eitthvað út í hverfið í heim- sókn og fá að nota eldhúsið þar sem þau banka upp á. Þau mega ekki fara til einhvers sem þau þekkja vel, heldur eiga þau að banka uppá einhvers staðar. Þetta verkefni hefur mælst mjög vel fyrir, bæði hjá ungling- unum og þeim sem þau heim- sækja. Það skapar jákvætt við- horf og nýjan kunningsskap. Hvað er framundan í Æsku- lýðsstarji kirkjunnar? „Næst er stórt árlegt helgar- mót í Vatnaskógi þar sem öll æskulýðsfélögin hafa tækifæri til að senda unglinga sem full- trúa. Þessi mót sem haldin eru í febrúar á hverju ári hafa verið mjög vel sótt, enda mikil og góð dagskrá, þar sem kraftar æsk- unnar fá að njóta sín í leik, söng og iþróttum. í lok sumars verður svo farið út í stórverk- efni sem ekki kemur til með að fara fram hjá neinum. Þar fara unglingar innan kirkjunnar, ásamt prestum, leiðtogum, próföstum og biskupi í eftir- minnilegt ferðalag. Því miður get ég ekki sagt meira um þetta að sinni, það er leyndarmál enn sem komið er. Vetrarstarfinu lýkur með sameiginlegu sumarmóti, en það er tjaldferðalag í lok júní.“ Fyrirmyndin Jesús Nú er talsverð aukning í þessu starfi innan kirkjunnar, hefur þú einhverja skýringu á því, hvers vegna það er? „Ég hef í raun ekki neina eina skýringu, en hluti af henni gæti verið sú, að í dag höfum við mikið af góðum leiðtogum, þeir eru góðar fyrirmyndir og lifandi í starfi. Unglingar finna líka hjá okkur fólk sem þeir geta talað við um allt milli him- ins og jarðar, því oft þurfa ung- lingar að tala mikið og fáir full- orðnir hafa tíma til að hlusta. Einnig finna þau frið og næði, sem sjaldfgæft er að finna á öðrum vettvangi. Það er dýr- mætt að eiga frið í hjarta, frið við náungann og frið við Guð. Sérð þú mikil merki um áfengis- og jikniefnaneyslu meðal unglinga? „Já, því miður. f þeim málum er mikilvægt að við vinnum öll saman, þ.e. fjölskyldan, skól- inn, félagsmálayfirvöld og íþrótta- og æskulýðsfólk. Við þurfum fleiri jákvæðar fyrir- myndir. Fyrirmyndir sem ekki eyðileggja líf sitt með notkun á ýmsum efnum. Ég get bent á eina fyrirmynd, því að hún er mín fyrirmynd og margra ann- arra, en það er Jesús Kristur. En við þurfum líka fyrirmyndir úr daglega lffinu. Það er sorg- legt þegar maður heyrir ung- linga tala um að þeir hafi hitt t.d. þjálfara sinn dauðadrukk- inn í miðbænum. Við sem störfum að barna- og æskulýðsmálum verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum ekki bara fyrirmyndir á meðan á fundinum eða æfing- unni stendur, við erum það all- an sólarhringinn. í þessu starfi stimplar maður sig ekki út.“ VS „Við erum ekki bara fyrirmyndir d meðan áfundum eða œfingum stend- ur, við erum það allan sólarhring- inn. I þessu starfi stimplar maður sig ekki út.(( Nikkan er fíölhæft hljóðfæri ✓ g held að margir séu frosnir í því að harmonik- an sé ekkert nema dans- hljóðfæri. Svo þarf alls ekki að vera. Þetta er íjölhæft hljóðfæri sem býður upp á marga mögu- leika, t.d. að spila djass, sígilda tónlist og auðvitað dans- og dægurtónlist," segir finnski harmoniku- leikarinn Tatu Kantomaa. Hann er þessa dagana í tón- leikaferð um landið, sem efnt er til samhliða út- gáfu geislaplötunn- ar Listen. - Einar Guð- mundsson á Akureyri gefur plötuna út, sem fer á markað hér á landi og erlendis. Útgáf- unni er fylgt eftir með tuttugu tónleikum víða um land. Á tónleikaferð um landið Tatu Kantomaa er 22ja ára að aldri. Hann hefur dvalist hér á landi síðan í ágúst sl. ísland heillar. „Ég vildi komast burt frá Finnlandi og þá varð ísland fyrir valinu. Ég hafði reyndar hugsað mér að hefja háskóla- nám hér, en af því gat ekki orð- ið. Síðustu mánuði hef ég verið að vinna hjá Hljóðfæraverslun Leifs H. Magn- ússonar í Reykjavík, jafn- hliða því sem ég hef verið að æfa mig á nikkuna og spila við ýmis tækifæri," sagði Tatu, í samtali við Dag-Tímann. Fyrstu tón- leikar nikkuspil- arans snjalla, í þeirri lotu sem nú stendur yfir, voru á Selfossi þann 16. aprfl síðastliðinn. Næstu tónleikar verða á Húsavik 8. maí. 9. maí verða tónleikar á Raufarhöfn, næsta dag á Breiðumýri í Aðal- dal og 11. maí í Glerárkirkju á Akureyri. Dagskráin á tónleik- um Tatu Kantomaa er býsna fjölbreytt. Hún samanstendur af lögum eftir erlenda og innlenda höfunda, þá Jóhannes Jóhann- esson og Sigfús Halldórsson. Flest lögin er þó erlend. Sjálfsnám á nikkuna „Faðir minn er nikkuspilari og því hef ég þekkt þetta hljóðfæri síðan ég var barn. Mitt fyrsta nikkunám hóf ég þegar ég var sjö ára ára, og stundaði nám hjá finnskum og síðar rússnesk- um kennnurum í samtals sex ár. En eftir það hef ég bara ver- ið í sjálfsnámi. Jú, auðvitað er það nokkuð erfitt, en það er bara vinna. Þetta er líka fjöl- hæft hljóðfæri, 120 bassa harm- onika eins og mín er hljómmik- ið hljóðfæri sem gefur ævinlega mikla rnöguleika," segir Tatu. -sbs. „Þetta er fjölhœft hljóðfceri sem býður uppd marga mógu- leika, t.d. að spila djass, sígilda tón- list og auðvitað dans- og dœgur- tónlist. “ „Þetta er fjölhæft hljóðfæri, 120 bassa harmonika eins og mín gefur ævin- lega mikla möguleika," segir finnski harmonikuleikarinn Tatu Kantomaa, sem nú er á tónleikaferð um landið. Mynd: jhf

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.