Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Side 8
20 - Miðvikudagur 7. maí 1997
^Dctgur-®tmmí
FOLK
Þau gera það gott!
Skinnastofan áAkureyri er að sprengja allt utan af
sér með vaxandi velgengni. „Þetta er ítalska aðferðin, “
segja hjónin Steindór Kárason og Jóna Þórðardóttir, sem
nú eru staðsett í hinum sögufrœga „gamla banka“ á Ak-
ureyri. Lofthæðin í kjallaranum er ekki í neinu samrœmi
við háleit áformin. Þau hanna, sníða og framleiða lúffur,
skó og húfur sem þau selja til Japans og Þýskalands.
Salan er í gegnum póstbœkling þar sem margar íslensk-
ar framleiðsluvörur eru falboðnar erlendis. Þau vonast
nú eftir viðskiptum við rússneskan heildsala. ítalska að-
ferðin er að hanna og sníða, enfá saumakonur til
starfa. Þœr vinna t. d. heima hjá sér úti á Grenivík og
víðar. Þannig skapast störf fyrir heimavinnandi og sýnt
að bœta verður við á nœstunni. Þetta er alíslenskfram-
leiðsla, skinnin koma frá Skinnaiðnaði á Akureyri,
hönnun og hugvit er hjónanna, saumafólkið er hingað
og þangað við störf sín, og salan fer fram í íslenskum
bœklingi. Og nýjasta afurðin? Smíðavesti með hettu fyr-
ir uppfinningamann sem þarf að hafa tœki og tól hang-
andi utan á sér og jái skjól fyrir veðrum og vindum líka!
na með fjölskyldu sinm.
Þórður „Doddi“ Steindórsson sonur Jónu og Steindórs með hlýlega húfu. Þórður
starfar hjá foreldrum sínum þegar tækifæri gefst frá námi.
•r
Dúllulegt, ekki satt.
Þessir barnaskór voru saumaðir fyrir fimmtán árum