Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Qupperneq 16
Bctgur-QItmnttt
Miðvikudagur 7. maí 1997
Matjurta-
garðuriun þinn
Efþúert algjör
grœningi þegar
komið er útfyrir
hússins dyr en hef-
ur alltaf dreymt um
að koma upp heim-
ilislegum matjurta-
garði þá er nú rétti
tíminn til að gera
eitthvað í málun-
um.
Plast, frauð og matvæli eru
að verða óaðskiljanleg fyr-
irbæri í hugum borgar- og
bæjarbúa. í slíku samfélagi get-
ur sjálfsþurftarbúskapur virkað
heillandi. Hann gengur auðvit-
að ekki í menguðum bakgarðs-
holum en þó getur bæjarbúinn
komið sér upp litlum matjurta-
garði í bakgarðinum eða á svöl-
unum og svo kannski krydd-
jurtagarði í eldhúsglugganum.
Gunnþór Guðflnnsson, kennari
við Garðyrkjuskólann að Reykj-
um í Ölfusi, hefur verið að
haida námskeið fyrir almenning
um efnið. Blaðið heimsótti
Gunnþór í vikunni og fékk hann
til að kynna lesendum hvernig
hægt er að koma sér upp mat-
jurtargarði.
1. SKREF:
Staðarval
Farið út í garð og finnið ákjós-
anlegan stað fyrir matjurtabeð-
in. Það á að vera hægt að rækta
matjurtir í nánast hvaða garði
sem er (og ef hann er hellulagð-
ur er hægt að nota stór ker). Til
að fá góða uppskeru er mikil-
vægast:
a) að velja þann stað sem
nýtur mestrar sólar,
b) að hann sé skjóisæll. Ef
beðin eru óvarin fyrir vindum
er ágætt að gróðursetja lágan
hekk eða setja gisna girðingu
(þ.e. ekki þétta því beðin þurfa
eitthvert loftstreymi.)
c) að landið halli örlítið móti
sólu. Pollar safnast fyrir á flötu
landi og meiri hætta er á næt-
urfrosti ef garðurinn er settur í
dæld (kalda loftið er þyngra en
heita loftið).
2. SKREF:
Jarðvegurinn
Þegar búið er að finna besta
staðinn þarf að huga að jarð-
veginum. í flestum tilfellum er
hægt að nota þann jarðveg sem
fyrir er. Ef hann er mjög blaut-
ur má ræsa hann fram, t.d. með
því að grafa skurð í kringum
garðinn.
Til að nýta jarðveginn sem
best er rétt að stunda skipti-
rækt, þ.e. setja t.d. gulræturnar
í beðið þar sem gulrófurnar
voru í fyrra og öfugt. Plönturn-
ar nýta mismunandi næringar-
efni í jarðveginum. Ef sama
planta er ætíð í sama beði geta
hlaðist upp næringarefni sem
hún hefur engin not fyrir og
orðið skortur á hinum.
3. SKREF: Sáningin
Þá er komið að því að gera
moldarflagið að vel skipulögð-
um og myndarlegum matjurta-
garði. Yfirleitt er görðunum
skipt upp í 100-120 cm breið
beð með 40-60 cm breiðum
stígum á milli. Best er að setja
húsdýraáburðinn (400-800 kg á
100 fermetra ef garðurinn er í
góðri rækt, sé garðurinn nýleg-
ur er ráðlegt að nota um 50%
meira) í moldarflagið áður en
farið er að vinna jarðveginn.
Vilji menn nota tilbúinn
áburð er rétt að fá upplýsingar
um magnið í verslunum.
Grunnáburðurinn, lífrænn eða
tilbúinn, er settur á í upphafi
sumars en venjan er að bæta
við áburði 1-2 yfir sumarið og
er þá hægt að nota t.d. tilbúinn
alhliða áburð, fiskimjöl eða
beinamjöl.
4. SKREF:
Þegar búið er að sá öllu er ráð-
legt að setja akrýldúk yfir beðin
bæði til að halda hita á plönt-
unum og verja þær fyrir vindi.
Hægt er að leggja dúkinn beint
yfir og skorða hann með spýt-
um á jöðrunum því eftir því
sem plönturnar vaxa þá þrýsta
þær honum upp. Eftir miðjan
júlí má taka akrýldúkinn af.
Þá er ykkar vinnu að mestu
lokið. Verði plönturnar slappar
eða visnar er ágætt að hafa í
huga kálæxlaveikina, kálflug-
urnar og sniglana sem eiga það
til að ráðast á nytjaplöntur
(hægt er að lokka sniglana í
burtu með því að grafa skál
með bjór í beðið, þeir eru
sólgnir í bjór). Ef (svo ólíklega
vill til að) rigningarskýin láta
ekki á sér kræla vikum saman
þá er gott að vökva beðin. Arfi
og illgresi sýgur til sín næring-
arefni úr moldinni og því skal
reyta hann reglulega. lóa
Við Garðyrkjuskólann er svokallað Bananahus þar sem ilmur af framand-
legum plöntum blandast saman í sterka kryddangan. Gunnþór er kennari
á ylræktarbraut en Bananahúsið (þar sem ræktaðir eru bananar, kaffi-
baunir, mandarínur og fíkjutré svo eitthvað sé nefnt) er notað við kennsl-
una þar.
Forræktun
Gulrætur, gulrófur, kartöflur og einhvers konar kál eru vin-
sælustu grænmetistegundirnar í litla heimilisgarðinum.
Fyrsttöldu tegundunum má sá úti í garði upp úr miðjum maí. Þá
má setja niður útsæði (kartöflur sem hafa forspírað í 2-3 vikur),
gulrótar- og gulrófufræ eftir að staður undir garðinn hefur verið
valinn og jarðvegurinn unninn eins og hér verður lýst. Tegundir
eins og kál, sem þarf að forrækta innivið, kreljast hins vegar
meiri fyrirhafnar.
s
Issalat (Iceberg) er ein af
þessum tegundum sem þarf
að forrækta. Kaupið íssalats-
fræ og sáðbakka út í blóma-
búð. Hálffyllið sáðbakkann af
sáðmold og dreifið fræjunum
yfir moldina. Setjið um 2 mm
af vikri yfir fræin og vökvið
bakkann. Yfir bakkann er svo
sett glerrúða (eða plastlok) og dagblað. Haldið bakkanum við
18-20 gráðu hita. Um leið og fræin eru byrjuð að spíra (e. 3-4
daga) er dagblaðið og glerið tekið í burtu.
Eftir 7-10 daga fer fyrsta
varanlega blaðið að sjást
og þá er kominn tími til að
potta um.
á er varlega losað um
jarðveginn og plönturn-
ar settar í bakka með nær-
ingarríkri mold þar sem
lengra bil er á milli plantnanna. Eftir um 4 vikur (og tvær vökv-
anir með áburði) í 16-18 gráðu hita eru plönturnar orðnar
nægilega hraustar til að
fara út í garð (ekki þó fyrr
en í fyrrihluta júnímánað-
ar). Ráðlegt er að herða
plönturnar síðustu dagana
áður en þær fara út með því
að lækka hitastigið smám
saman.
Kryddhornið
Kryddjurtir þurfa ekki
að vera í sérstökum
reit útivið. Ef þú átt
hvorki garð né garðskála
geturðu komið þér upp litl-
um kryddjurtagarði í eldhús-
glugganum án mikillar fyrir-
hafnar.
Kryddjurtir sem við not-
um eru flestar hverjar
komnar frá suðlægum lönd-
um og þrífast því ágætlega í
hlýjum eldhúsglugganum
þar sem birtu er að fá. Þar
er t.d. mjög auðvelt að rækta
basilíku sem hægt er að fá í
ótal afbrigðum, eða yrkjum
eins og garðyrkjumenn kalla
það, m.a. sítrónubasilíku. Þá
er óreganó auðræktanleg í
eldhúsglugga og salvía sem
er mikið notuð í fyllingar og
með fiski (og þá gæti t.d.
hentað að koma sér upp
salvíuyrki með ananas-
bragði).
Málið er ekki flóknara en
svo að hægt er að kaupa sér
fræpoka og sá nokkrum fræj-
um í blómapott. Vökva þarf
fræin reglulega og eftir
nokkkrar vikur, misjafnt eftir
tegundum, geturðu farið að
klippa þér fersk blöð í kart-
öflusalatið, súpuna eða á
pítsuna. Viljirðu ekki bíða
þessar vikur meðan jurtin er
að vaxa þá geturðu keypt
þér smáplöntu. Það þarf ekki
að nostra við kryddjurtirnar
en gæta þarf að tvennu.
Annars vegar að jurtirnar
þorni ekki um of og hins veg-
ar að klippa reglulega af
þeim til að þær fari ekki að
blómstra.
Ýmsar kryddjurtir eru ræktaðar
við Garðyrkjuskólann. M.a.
Skessujurtin sem nemendur kalla
Maggí í höfuðið á súpupökkunum.