Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Blaðsíða 10
22 - Fimmtudagur 22. maí 1997 Jletgur-'ðlímtmt RADDIR FOLKSINS Fvd lcs C Yl du TYl Heimilisfkngið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 Akureyri eða • • Þverolti 14 Reykjavík. Netfang: ritstjori@dagur.is, Fax: 460 6171 „Drullusokkar“ á flialdsdrossíunni eða? Hafa þeir verið misnotaðir af Sjálfstæðisflokknum? Mynd: JHF Loksins virðist sem vinstri ílokkarnir í landinu og ör- ugglega stór hluti Fram- sóknarflokksins einnig, séu að átta sig á hvernig þeir hafa ver- ið notaðir eða réttara sagt mis- notaðir á undanförnum áratug- um af Sjálfstæðisflokknum. Nú er hins vegar komin fram vakn- ing í þessum flokkum og á meðal almennings í landinu um að nú verði menn að taka höndum saman og sameinast í baráttunni gegn auðvaldinu og fyrir eigin tilverurétti í þessu landi. Þetta hefur þegar verið reynt með mjög góðum árangri er þessi öfl sameinuðust um að steypa undan íhaldinu í borg- arstjórnarkosningunum, í sjálfu höfuðvíginu Reykjavík. Það er öllum kunn staðreynd að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur jafnan haldið sínum hlut, þrátt fyrir að hafa verið í misvinsælum ríkis- stjórnum. Fylgistap eða jafnvel hrun á fylgi hefur jafnan verið hlutskipti samstarfsflokksins eins og dæmin sanna. Ekki ætti að þurfa að minna t.d. Alþýðu- flokksmenn á útreiðir fyrri ára eftir samstarf við íhaldið og nú virðist öll óánægja með núver- andi ríkisstjórn ætla að bitna á fylgi Framsóknarflokksins samkvæmt skoðanankönnun- um, en Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að halda sínum hlut. Að venjast skít Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð notað samstarsflokka sína á sama hátt og bíleigandi setur drullusokka á bifreið sína, til að koma í veg fyr- ir að óhreinind- in setjist á bif- reiðina sjálfa. Gott dæmi um það var, er iðn- aðarráðherra (framsóknar- maður) skipaði nýja menn í stjórn Lands- virkjunar á dögunum. Þar sem hann var talinn hafa brotið eitthvert heiðursmanna- samkomulag þess efnis að Alþýðubandalagið ætti að hafa sinn fulltrúa þar inni. Ráðherra iosaði sæti alla- ballans fyrir sínum eigin flokks- bróður og allt varð vitlaust. ( stað þess að verja gerðir ráð- herra síns, tók forsætisráð- herra (sjálfstæðismaður) undir gagrýnina að nokkru leyti og tryggði þar með að ekki slettist uppá íhaldsdrossíuna í þessu máli frekar en öðrum þar sem möguleiki er á að bera fyrir sig samstarfsflokkinn og láta hann taka á sig höggin. Því miður, eða sem betur fer (eftir smekk), hafa sjálfstæðis- menn ekki náð hreinum meirihluta eða staðið einir sér að stjórn lands- ins. En hætt er nú við því ef sú staða kæmi upp að sletturnar og aurinn sett- ust á drossíuna sjálfa ef aur- hlífarnar vant- aði og einhver skágljái kæmi á sléttan og fagr- an feld íhaldsins. Það er því einlæg von mín að félags- hyggjuflokkunum takist að stilla saman strengi sína sem allra fyrst, þannig að þeir kjósendur sem ekki vilja gefa Sjálfstæðis- flokknum atkvæði sitt eigi raun- hæfari kost en þann, að kjósa sér og sínum flokki þjónustu- hlutverk við ríkisstjórn sjálf- stæðismanna enn eina ferðina og sama á raunar við um sveitastjórnarkosningar. Fylk- ingarnar eru aðeins tvær. Frjálshyggjan og félagshyggjan og eiga að standa og falla með að er talað og skrifað mikið þessa dagana um afkomu þeirra sem þurfa að framfleyta sér á bótum hverskonar og það ekki að ástæðulausu. Síðastliðin tvö ár hefur Tryggingastofnun saman- lagt rýrt tekjur þessara hópa um 20% á ýmsan hátt. Það er víst að ríkisstjórnin stýrir þeirri stofnun og ber fulla ábyrgð á hennar gjörðum. í grein eftir Helga Seljan í Degi-Tímanum 8. maí sl. kemur fram að sá sem hefur notið fjár- hagsaðstoðar sveitarfélags þarf að borga slíkan styrk til baka með yfir 140% og eins og hann segir: „og sjá allir hvílíkt rang- læti þar er á ferð.“ Ilelgi Seljan tekur svo dæmi. Þar segir: „Sem sagt 50 þús. kr. styrkur hefur verið skattlagður fyrst og bætur síðan skertar árið eftir um 50 þús. kr. samtals. Þetta er sláandi dæmi en satt og alveg óskiljanlegt að svona vinnu- brögð skuli vera við höfð. Veit hæstvirtur forsætisráð- herra ekki hvernig kjör ör- yrkjar og ellilífeyrisþegar búa við? Vita þingmenn Sjálfstæðis- flokksins ekki hver kjör okkar eru? Ég vona að þeir viti um sínum gerðum og árangri. Kjós- endur félagshyggjuflokkanna hljóta að eiga rétt á því að vita hvort þeir séu með atkvæði sínu að stuðla að ríkisstjórn félags- hyggju eða hvort þeir séu að velja sér það hlutskipti að ger- ast húskarlar höfuðandstæðing- anna. Þorleifur Ananíasson. hvernig þessi málaflokkur er og vinni á sem skjótastan hátt að úrbótum á Alþingi til þess að kjör okkar verði lagfærð nú strax. Okkur öryrkjum og ellilífeyr- isþegum sem þið háttvirtir þingmenn munið best eftir rétt fyrir kosingar og fenguð at- kvæði frá, gæti dottið það í hug að bindast samtökum og stofna okkar eigin flokk. Einnig er full þörf á því fyrir okkur öryrkja og ellflífeyrisþega að fara að huga að borgarstjórninni, við getum sem best skipt um fólk þar á bæ með okkar atkvæðum eða boðið okkar eigin menn fram til emb- ætta fyrir borgina. Ef stjórnmálamenn dagsins í dag muna það ekki, þá erum við öryrkjar og ellilífeyrisþegar í mörgum tilfellum foreldrar, læknar, kennarar eða braut- ryðjendur ykkar. Það segir ykk- ur vonandi að við erum fullfær um að veita ykkur hart aðhald verði þess þörf. Sigurður Magnússon f.v. yjirrafmagnseftirlitsmaður Skólavörðustíg 16a. Strákamir okkar! „Strákarnir okkar“ eru nú komnir á kreik á nýjan leik, þ.e. handboltapiltanir í landsliðinu sem nú gerir grundargarðinn frægan í Japan. Og það er næsta víst og nokkuð borðliggj- andi að þeir verða strák- arnir „okkar“ áfram, nema náttúrlega að þeir fari að tapa illa, gera ófyrirgefan- lega feila í sókn og vörn, þannig að hjartalínurit landsmanna raskist veru- lega. Og á því er auðvitað hætta, ekki síst kl. 6 að morgni, þegar menn eru sestir svefnsnauðir og úrili- ir fyrir framan skjáinn og fá svo kannski stórtap í morgunmat og saltinu nuddað í morgunsárið. Og síðan er rokið með hunds- haus beint í vinnuna og tapið látið bitna á starfsfé- lögum, og þá náttúrlega einkum undirtyllum frem- ur en yfirmönnum. Fjör- eða fýluegg þjóðarinnar Það er sem sé engin smá ábyrgð sem hvílir á piltun- um okkar þarna ytra. Þeir hafa íjöregg þjóðarinnar í hendi sér ásamt og með boltanum, eða e.t.v öllu fremur fýlu-egg þjóðarinn- ar, því það veltur á bolta- piltum hvort þorri lands- manna mætir þrautfúll eða þrælfjörugur til vinnu að morgni. Og því eins gott að vanda sig þegar skotið er á mark eða varist voðalegum vinstri- og undirhandar- skotum útlendinga. Og þýðir lítið að naga sig í handarbök yfir hverri handvömminni á fætur annarri, því engar þeirra verða fyrirgefnar hér heima af heimtufrekum landslýð. Vamarsigur Þegar þetta er ritað hafa drengirnir leikið tvo leiki og árangurinn vel viðun- andi. Ágætur sigur gegn liprum gestgjöfum, lands- liði Japans. Og síðan „varnarsigur" í jafnteflis- leiknum við Alsírbúa, þar sem staðan virtist á tíma- bili gjörtöpuð. En strákarn- ir sýndu karakter (og hefðu betur átt að gera það fyrstu 55 mínútur leiksins einnig) og náðu stigi. Sóknarleikur liðsins hef- ur verið óvenju skemmti- legur og íjölbreyttur og stórkostleg mörk verið skoruð sem ylja mönnum um hjartarætur á ísa köldu landi. Nú er bara að vona að Duranona fari í gang og taki að þrykkja í möskva, því væntanlega verður far- ið að taka hraustlegar á móti Patreki þegar Júkkar og svoddan jaxlar fara að blanda sér í slaginn. A.m.k. verður væntanlega við rammbyggðari varnir að etja þegar á líður mótið en til þessa. En sem sagt, áfram fs- land á öllum tímum sólar- hrings. Umsjón: Jóhannes Sigurjónsson. | 'f' JVLeitifuwnið & & Fátt fer meira í taugarnar á mér en Iögfræðing- ar, læknar, prestar, hestamenn, glímumenn, skotveiðimenn, fluguveiðimenn, fótboltamenn, handboltamenn, bændur, glæpamenn, lögreglu- menn, vélskólakennarar, fyilubyttur, banka- stjórar, alþingismenn, ritstjórar, sjónvarps- fréttamenn. Þáð er að segja þegar þessir menn eru á rangri hillu í lffinu. En einkum og aðallega og umfram allt fer þó ekkert í lffinu meira í taugarnar á mér en þeir þrautleiðinlegu einstaklingar sem æfinlega hafa allt á hornum sér og láta allt og alla fara í taug- arnar á sér síknt og heilagt. Fylkingarnar eru aÖeins tvaer Frjdlshyggjan og félagshyggjan og eiga aö standa og falla meÖ sínum gerÖum og drangri. Hnútarnir trosna og böndín bresta

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.