Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Blaðsíða 4
16 - Fimmtudagur 22. maí 1997
|Dagur-'3Imttmt
Umbúðalaust
Að skapa sjáJfan sig
Lína hefur nú aldeilis þótt frek.
Agnarsdóttir
g hef oft fengið að heyra
það að ég sé frek. Alveg
frá því ég var lítil hef ég
verið skömmuð fyrir frekju.
Mamma kom því snemma inn
hjá mér að í stórum systkina-
hópi eins og þeim sem ég átti,
þýddi ekki að æða áfram án
þess að taka tillit til annarra.
Og uppeldi hennar hefur skilað
árangri, ég er alls ekki eins frek
og ég hefði getað orðið, þökk sé
uppeldinu og minni eigin sjálfs-
sköpun. En auðvitað hefur viss
skammtur af frekju minni oft
komið sér vel. Um leið geri ég
mér grein fyrir að þessi frekja
hefði heitið öðru nafni hefði ég
fæðst sem strákur. Konur eru
nefnilega frekar, en karlar
ákveðnir. Ef kona er ákveðin og
fylgin sér og sínum skoðunum
er hún dæmd frekja, gribba og
brjáluð brussa. Kannski vegna
þess að konum hættir til að
blanda tilfinningum og per-
sónulegum skoðunum saman
við málefni sem þær þurfa að
kljást við þegar þær vinna
stjórnunarstörf. Pær vilja í
lengstu lög komast hjá því að
móðga eða særa og eiga því erf-
iðara með að setja mörk í sam-
skiptum við aðra. En svo eru
auðvitað til bölvaðar frekjur af
báðum kynjum og frekja þeirra
á meira skylt við persónuleika-
truflanir en hæfileika til að
stjórna með ákveðni og heil-
brigðum sjálfsstyrk.
Óþolandi frekjudósir
Orðið „prímadonna" hefur
fengið yfirfærða merkingu í
daglegu tali og þýðir þá hrein-
lega frekjudós eða frekjudolla,
þ.e. manneskja sem lítur mjög
stórt á sig og sker sig úr hópi
manna með óæskilegri og oft
dónalegri hegðun og fram-
komu. Prímadonnur skortir til-
litssemi og hógværð og eru oft
yfirgengilega tilætlunarsamar
og sjálfsuppteknar. Allir þurfa
að skilja prímadonnuna, setja
sig inn í hennar mál, snúast í
kringum hana, beygja sig og
sveigja svo hún fari ekki í fýlu
eða móðgist. Prímadonnur eru
ekki bara í leikhúsum og óper-
um, þær eru út um allt, í öllum
listgreinum, stjórnmálum og
vinnustöðum. Þær eru haldnar
primmustælum“ sem eru bæði
þreytandi og óþolandi eiginleik-
ar til lengdar og reyna mjög á
þolrif allra samverkamanna. I
allt of mörgum tilvikum kemst
primman" upp með að pína
samstarfsfólk sitt til eftirgjafar
með hægfara þrýstingi eða
nöldri. Sama, rispaða grammi-
fónplatan er sett á hvað eftir
annað máli sínu og rökum til
stuðnings þar til allir verða úr-
vinda og láta undan. Svosem
þekkt aðferð í allrri samninga-
tækni, að þreyta andstæðinginn
með orkusogi. Stælarnir geta
verið af ýmsum toga, en oftast
orsakast þeir af því að primm-
an sér ekkert nema sjálfa sig og
getur alls ekki hlustað á aðra
og finnst hennar hagsmunum
og vilja stöðugt vera ógnað ef
hún fær ekki sínu fram. Allir
eiga að skilja primmuna, en
hún skilur engan. Pegar
primmustælar ganga út í öfgar
hjá vissum einstaklingum geta
þeir orðið sjúklegir.
Að elska
eigin spegilmynd
í geðlæknisfræðinni má finna
sjúkdómsgreiningu sem getur
vel átt við geggjaðar primmur.
Það er persónuleikatruflun sem
er kennd við sjálfan Narcissus
hinn gríska, sem varð ástfang-
inn af eigin spegilmynd.
Helstu einkenni einstaklinga
með slíkar truflanir eru stór-
fenglegar hugmyndir um eigið
mikilvægi og ágæti, stöðug þörf
fyrir aðdáun annarra, en um
leið skortur á innlifun í tilfinn-
ingar hinna sömu, hluttekningu
eða samúð, sem leiðir til kald-
lyndis. Þessir einstaklingar of-
meta getu sína og afrek og
belgja sig út af monti og tilgerð.
Þeir álíta að allir aðrir liafi
sömu skoðun og þeir á eigin
getu þeirra og afrekum og rek-
ur í rogastans þegar þeir njóta
ekki hrifningar og hóls sem þeir
stöðugt búast við og ætlast til
að fá. í upphöfnu sjálfsáliti
þeirra felst um leið vanmat á
framlagi og afrekum annarra.
Þessir einstaklingar eru oft
haldnir ranghugmyndum um
takmarkalausa velgengni, völd,
snilld, fegurð og fyrirmyndar
ástarsambönd, sem þeir halda
að engum nema þeim einum
geti hlotnast að eiga í. Þeir eru í
stöðugum samanburðarleik við
frægt forréttindafólk sem það
vill helst líkjast.
Homo mobile
Fólk með þessar persónuleika-
truflanir trúir því að það sé al-
veg sérstakt og einstakt í sinni
röð og ætlast til þess að aðrir
trúi því líka.
Því finnst að enginn skilji
það nema þá þeir sem eru af
sama sauðahúsi og það sjálft og
það myndar helst ekki tengsl
við aðra en þá sem eru sérstak-
ir, hátt settir, einstakir og full-
komnir. Þeir eru svo illa á sig
komnir að þeir geta ekki staðið
í biðröð t.d. í banka eða í öðr-
um opinberum erindagjörðum
og þeir véfengja alltaf heilindi
annarra, trúnað og traust. Sem
betur fer getum við afstýrt því
að frekja okkar verði sjúkleg,
en til þess þurfum við að vera
tilbúin til að þroska okkur og
vera móttækileg fyrir endurnýj-
un lífdaga, andlegri uppbygg-
ingu og leiðsögn. Við höfum öll
möguleika á að fæðast aftur
með því að skapa okkur sjálf og
losna þannig undan áþján
frekju og primmustæla. Við er-
um ekki steinrunnin stytta af
manni, heldur homo mobile,
hinn hreyfanlegi maður svo
vitnað sé í ágætis grein Vilborg-
ar Halldórsdóttur „Hvers vegna
ætti ég að finna lífi mínu til-
gang“ í Lesbók Morgunblaðsins
sl. laugardag.
Erótísk pólitík
Davíð Þór Jónsson,
brottfallinn guðfræði-
nemi, Radíusbróðir
og útvarpsmaður er í viðtali
dagsins í Degi-Tímanum í
gær í tilefni þess að hann
hefur verið ráðinn ritstjóri
tímaritsins Bleiks og blás.
Davíð er borubrattur og
segist ætla að gefa út blað
um kynlíf en í bland verði
fjallað um þjóðfélagsmál og
pólitík með þeim hætti að
blaðið hrifsi til sín frum-
kvæði í umræðunni. Litirnir
bleikt og blátt munu þannig
væntanlega fá nýja vídd,
nýja pólitíska skýrskotun
þar sem blátt vísar til Sjálf-
stæðisflokksins en bleikt til
Blairískrar jafnaðarmanna-
hreyfingar sem innbyrt hef-
ur Kvennalistann.
íslensk pólitík
Ititstjórinn verðandi gefur
það út í viðtalinu að tímarit
um kynlíf geti tekið pólitíska
afstöðu auk þess sem kynlíf
sé líka menning, bókmennt-
ir og listir. Þetta er auðvitað
hverju orði sannara hjá
Davíð Þór. Erótísk pólitík
hefur iðulega vakið athygli í
heimspressunni þó íslensk
pólitik hafi verið áberandi
snauð af erótfk. Það er
einna helst að ein og ein
blautleg vísa hafi skotist
fram í bakherbergjum á Al-
þingi þegar næturfundir
hafa staðið lengi fyrir jólin
og kaupstaðalykt komin af
mönnum. Erótíkin í bók-
menntunum og listum hefur
hins vegar verið öllu meiri í
gegnum árin enda löng hefð
í landinu fyrir því sem nær
allt aftur til Bósasögu.
Davíð
Þór og byltingin
Það er því mikil kynlífsbylt-
ing hjá Davíð Þór að draga
fram erótíkina í íslenskri
pólitík. Eftir því hefur lengi
verið beðið og næsta víst að
áhugamönnum um stjórn-
mál mun ljölga til mikilla
muna. Stóra byltingin hjá
Davíð Þór verður hins vegar
sú að stórfjölgíi í hópi þeirra
sem skoða myndir af alls-
beru fólki sér til dundurs.
Davíð ætlar greinilega að
nýta sér tækni Playboy
tímaritsins sem blandar
saman þjóðlífsviðtölum og
myndum af berum konum.
Playboy gerir þetta svo karl-
arnir geti sagst kaupa og
lesa blaðið út af þjóðlífsvið-
tölunum! Eins verður með
Bleikt og blátt. Menn munu
loksins geta beðið um það í
sjoppum - og sagst vera að
kaupa það vegna þjóðlífs-
umfjöllunarinnar. Garri.