Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Blaðsíða 11
Jbtgur-'®tOTÓm Fimmtudagur 22. maí 1997-23 VIGDIS STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Vigdís svarar í símann í dag að venju, milli klukkan 9 og 10. Ertu með spurningu, viltu ráð eða viltu gefa, skipta eða ... láttu Vigdísi vita í síma 460 6100. Algjör trúnaður og nafnleynd ef þú vilt. Símbréf til Vigdísar? Þá er númerið 551 6270. Tölvupóstur til Vigdísar? Þá er netfangið vigdís@itn.is Hvað er í matinn? Pasta með Pesto sósu. Þessi réttur er sérlega einfaldur og þægilegur og að sjálfsögðu ódýr. Uppskriftin er fyrir 2-4 eftir magastærð. 350 gr. pastarör 1 tsk. olia 1 laukur, smátt skorinn 2 hvítlaukslauf pressuð, eða 1 tsk. hvítlaukskrydd 4 tsk. pesto sósa (fœst tilbúin) 1 dl af rjóma eða mjólk um 1 dl af rifnum osti, helst Parm- esan salt, pipar Sjóðið pastað í léttsöltu vatni. Hitið olíuna á pönnu og léttsteikið laukinn og hvítlaukinn. Setjið pesto sósuna, rjótnann, ostinn og kryddið samanvið og hitið aðeins, þetta má ekki sjóða. Látið vatnið renna af pastanu, setjið það í skál og hellið sósunni yfir og blandið vel saman. Berið fram með góðu salati, grófu brauði og ísköldu vatni. HVAÐ A EG AÐ GERA Meðalalykt í skápum Ég er nýflutt og í einum skápnum í eldhúsinu er svo mikil meðalalykt. Þetta er bagalegt þar sem við ætlum ekki að nota skápinn sem lyfjaskáp og ekkert sem við höfum reynt hefur dugað. Það sem mér dettur fyrst í hug er; að iáta edik í skál og skilja eftir yfir nótt. Edik er gott til að eyða lykt. Ef það dugar ekki má reyha áð þvo all- ann skápinn að innan úr blöndu af klóri og vatni og sápuþvo vel á eftir og láta skápinn standa op- inn í a.m.k. sólarhring. Síðasta úrræði væri að mála skápinn að innan ef hann er þannig að það er hægt. Til _ umhugsunar í kristinni trú er til það sem kallað hefur verið „Gullna reglan" og oft haft á orði að fari fólk eftir þessu eina boð- orði, sé heiminum borgið. Þegar málið er skoðað, kemur í ljós að í flestum öðr- um trúarbrögðum er svipað uppi á teningnum og hér má sjá nokkur slík boðorð. Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Kristin trú, Matteus 7:12. Þér skuluð eigi særa aðra með því sem þér vitið að særir yður. Buddatrú. Udana-Varga 5:18. Lítið á ávinning nágrannans sem yðar eigin og missi hans sem yðar. Taoismi. Tai Shan Kan Ying Pien. Það sem þér mislíkar skaltu eigi gera náunga þínum. Það er grundvöllur laganna, allt annað eru útskýringar. Gyðingatrú. Talmud, Shabbat 31 a. Þetta er niðurstaðan: Ekki gera öðrum það sem myndi valda þér sársauka ef það væri yður gert. Brahma. Mahabharata 5:1517. Hápunktur umhyggjunnar er sannarlega: Gerið öðrum eigi það sem þér viljið ekki láta gera yður. Confucismi. Analects 15:32 Enginn ykkar er sanntrúað- ur fyrr en hann óskar bróður sínum það sem hann óskar sér. Islam. Sunnah. Gengur símiim fyrir? Mig langar til að þusa dálítið og segja frá reynslu sem ég varð fyrir. Ég var stödd í Hag- kaup, nánar til tekið í gler- augnaversluninni og ætlaði að skoða sólgleraugu. Við af- greiðslu voru karlmaður og ung stúlka. Þegar ég kom inn í verslunina var þar fólk fyrir og ég beið róleg. Svo losnaði stúlkan og enginn beið nema ég, svo ég taldi víst að hún myndi afgreiða mig. Nei, aldeilis ekki. Hún sneri sér undan og náði í körfu með gleraugum og tók upp símann og hringdi eitt- hvert til að fá upplýsingar um símaresept varðandi þessi gleraugu. Ég beið smástund en fór svo án þess að ljúka erindi mínu. Mér flnnst svona framkoma alveg ómöguleg. Þegar viðskipta- vinur er á staðnum á hann Frá lesendum auðvitað að ganga fyrir sím- anum, ég tala nú ekki um ef ekki er verið að hringja til viðkomandi, heldur er hann að hringja sjálfur. Annars er afgreiðslufólkið í stórmörkuðum yfirleitt mjög kurteist og elskulegt og vonandi er þetta bara eitt- hvað sem aldrei gerist aftur. Dálítið sár lesandi. TEITUR ÞORKELSSON skrifar ÍKaíró s IKaíró sem annarstaðar í heimi múslima, ræður ein grundvallarregla allri kven- tísku. Ekkert hörund má vera sýnilegt. Allt sem konur klæðast á að vera síðerma og skósítt og hár þeirra á að vera hulið. Meira að segja skutlurnar í magadansarabransanum verða að hlíta lögum Kóransins og notast því við örþunna blæju sem umlykur mittið. í svefnher- berginu gilda hins vegar önnur lögmál. Gift kona má klæðast hverju sem er fyrir framan eig- inmann sinn, allir draumar mega rætast. Hefðbundin og klæðamikil nærföt seljast ekki einu sinni. Þetta er ein af and- stæðum Egyptalands, konurnar eru með blæju á götum úti en undir niðri þrá þær hið kyn- þokkafulla og æsandi. Á undir- fatamörkuðum borgarinnar eyða karlmenn sparifé sínu í heitustu undirföt heimsins handa eiginkonum sínum og ungar konur koma til að búa sig undir brúðkaupsnóttina: „Það er allt í lagi með losta og tælingu svo lengi sem hún er á milli hjóna sem elska hvort annað“, heyrist mild rödd segja handan einnar blæjunnar. Múhameðstrú er öllu af- slappaðri en Kaþólska kirkjan hvað varðar getnaðarvarnir og kynlíf til ánægju. Enda virtist sjálfur Múhameð ekki hafa haft neitt að athugá við fjörugt kyn- líf hjóna á milli. Sjálfur átti maðurinn níu konur. AKUREYRARBÆR Skólaskrifstofa Akureyrar Starf skólafulltrúa Akureyrarbæjar er laust til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa kennaramenntun eða hliðstæða menntun. Einnig er æskilegt að hann hafi þekkingu og reynslu af stjórnunarstörfum í grunn- skóla. Auk starfa fyrir skólanefnd bæjarins, þarf viðkom- andi að vera við því búinn að þurfa að sinna verk- efnum á fleiri sviðum innan fræðslu- og frístunda- sviðs, en þar er verkefnaskipting nefnda og deilda í endurskoðun. Upþlýsingar um starfið veita sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs í síma 460 1461 og starfsmannastjóri Akureyarbæjar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 8. júní. Starfsmannastjóri. AKUREYRARBÆR Lóðahreinsun og fegrunarvika Eigendur og umráðamenn lóða á Akureyri eru áminntir um að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýði og hafa lokið því fyrir 31. maí nk. Hin árlega fegrunarvika á Akureyri er ákveðin 26.- 30. maí nk. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu fjar- lægja rusl sem hreinsað hefur verið af íbúarðhúsa- lóðum og sett er í hrúgur á götukanta framan við lóðir eftirgreinda daga. Innbær og suðurbrekka sunnan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Lundahverfi og Gerðahverfi. Miðbær, Oddeyri og ytri- brekka norðan Þingvalla- strætis og austan Mýrarveg- ar. Hlíðahverfi og Holtahverfi. Síðuhverfi og Giljahverfi. Mánudag 26. maí: Þriðjudag 27. maí: Miðvikudag 28. maí: Fimmtudag 29. maí: Föstudag 30. maí: Nánari upplýsingar varðandi hreinsunina verða gefnar á skrifstofu heilbrigðiseftirlitsins, Gránufé- lagsgötu 6, sími 462 4431. Umráðamenn fyrirtækja eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu, raða snyrtilega upp heillegum hlutum og henda því sem ónýtt er. Gámar fyrir rusl (ekki tað) verða staðsettir í hest- húsahverfunum í Breiðholti og við Lögmannshlíð þessa viku. Hestamenn eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu. Athygli er vakin á því að heilbrigðisnefnd er heimilt að fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílflök að undangenginni viðvörun með álímingarmiða. Sérstaklega er minnt á að Vinabæjamót verður á Akureyri 23.- 27. júní. Sýnum gestum okkar hvað bærinn okkar getur verið snyrtilegur. Heilbrigðisf ulltrúi.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.