Dagur - Tíminn Akureyri - 27.06.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.06.1997, Blaðsíða 1
Listaverk afhjúpað Norrænu vinabæjamóti á Akureyri lauk í gær. For- setahjónin, Ólafur Ragn- ar og Guðrún Katrín, heimsóttu Akureyri síðasta dag mótsins og voru m.a. viðstödd afhjúpun á útilistaverki. Listaverkið, sem er staðsett í göngugötunni, er sett saman úr fimm súlum og í miðjunni er tjörn. Efst á hverri súlu er skúlptúr sem ungir listamenn frá vinabæjunum fimm hafa unnið, einn frá hverju landi, og eiga verkin að túlka framtíðar- sýn unga fólksins. Hugmyndin að listaverkinu er frá Sólveigu Baldursdóttur, högglistakonu á Akureyri, og var hún jafnframt verkstjóri. Lokahóf vinabæja- mótsins var síðan í gærkvöld í íþróttahöllinni. Þar voru mættir þátttakendur í vinabæjavikunni og gistiíjölskyldur en auk þess var forsetanum og konu hans boðið, sendiherrum Norður- landanna, bæjarstjórum og öðr- um pólitískum fulltrúum vina- bæjanna. AI Fréttir og þjóðmál Akureyri IBoiðl 111 »rri, JHSH ’-r- umBmím 1 í í v flflS Dngtl Mjja A & i m . f La , -f' ^SíéB -R; Mynd: GS Samkynhneigðir Kirkjan veldur voiibrigðuin Skiptar skoðanir eru um málefni samkynhneigðra meðal presta. Hér ræða saman Mjöll Matthíasdóttir, sr. Þorgrímur Daníelsson og sr. Egill Hall- grímSSOn. Mynd: GS Talsmaður samkyn- hneigðra gagnrýnir kirkjuna fyrir að geta ekki tekið á staðfestri sambúð á prestastefnu. rátt fyrir að prestastefnan á Akureyri hafi varið næstum helmingi meiri tíma en upphaflega stóð til í að ræða um hvort blessa ætti sam- búð samkynhneigðra tókst ekki að ná niðurstöðu í málinu áður en stefnunni var slitið síðdegis í gær. Þar með er óuppgerður grundvallarágreiningur meðal presta um stöðu staðfestrar sambúðar samkynhneigðra. í gærmorgun var gerð tilraun til að sætta ólík sjónarmið með því að leggja fram nýja tillögu varð- andi það orðalag sem mestum deilum hefur valdið, en þegar til kom var hið nýja orðalag um „bæn og blessun fyrir samkyn- hneigt fólk sem hefur staðfest samvist sína“ svo líkt því gamla að það náði ekki að höggva á hnútinn. Leggja á fram nýja álitsgerð á næstu Prestastefnu. Percy vonsvikinn Formaður Samtakanna '78, Percy B. Stefánsson, lýsir yfir vonbrigðum sínum með frest- unina en segir afstöðu kirkj- unnar ekki koma trúmálum mikið við. „Við lítum á kirkjuna sem stofnun og prest- ana sem starfs- menn þessarar stofnunar. Niður- staðan er því af- staða stofnunar- innar en snertir ekki trúmálin. í mínum huga er þetta tvennt aðskil- ið, annarsvegar kirkjan sem stofn- un og hinsvegar trúin og kærleiksboðskapurinn í Biblíunni. En auðvitað höfum við orðið fyrir vonbrigðum með kirkjuna; að hún skuli ekki geta tekið af skarið og boðið okkur velkomin." Samt bjartsýnn Um ár er liðið síðan samkyn- hneigðir í sambúð fengu laga- leg réttindi til jafns við gagn- kynhneigða í sambúð. Percy viðurkennir að honum þyki kirkjan heldur svifasein í þess- um málum. „Á sínum tíma fannst okkur að kirkjan, sem á að boða kærleika og skilning milli manna, hefði í raun átt að vera á undan Alþingi að gera eitthvað. En því miður, þetta er niðurstaðan og við verðum að bíða. En þetta kemur allt og er bara spurning um tíma. Ég er mjög bjartsýnn að á næsta ári fari þetta í gegn.“ Percy B. Stefánsson mtf' h- m. ormaður Samtakanna ’78 „...auðvitað höfum við orðið fyrir vonbrigðum með kirkjuna; að hún skuli ekki geta tekið af skarið og boðið okkur velkomin. “ Bls. 3 IBLACK&DEGKER .Handverkfæri SINDRI -sterkur í verki 9 BQRGARTÚNI 31 * SÍMI 562 7222 * BRÉFASÍNU 562 1024 l690919ll000014'

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.