Dagur - Tíminn Akureyri - 27.06.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.06.1997, Blaðsíða 2
2 - Föstudagur 27. júní 1997 Jkgxxr-'Sfenum F R É T T I R „Á köldum klaka" hefur vakið athygli víða erlendis. Kanadískur pistlahöfundur fjallaði nýlega um myndina og þótti hún góð. Sérvitringar sem drekka breimivín Heiti Potturinn ÆT Iheita pottinum í nýju sund- lauginni á Selfossi var í gær verið að ræða um breytt- an listaverkasmekk ráðmanna í bæjarfélaginu. Bentu menn á að nýlega hafi bæjarráði bor- ist erindi frá Grétari Hjartar- syni listmálara þar sem hann bauð Selfossbæ 5 málverk til kaups. Grétar hafði fulla ástæðu til að ætla að bæjar- yfirvöld kynnu að meta list hans en fyrir nokkrum árum keypti þáverandi dómsmála- ráðherra, Selfyssingurinn Óli Þ. Guðbjartsson, fimm mál- verk af Grétari sem áttu að prýða lögreglustöðina á Sel- fossi. Nú brá hins vegar svo við að bæjarráð hafnaði þessu tilboði Grétars, sem hlýtur að teljast listsöguleg kúvending........ ÉT Iheita pottinum í Garðabæ töldu menn einsýnt að Ingi Björn Albertsson yrði ráðinn þiálfari Stjörnunnar í stað Þórðar Lárussonar. Þar fengu Stjörnumenn vanan mann en Ingi Björn hefur tvisvar verið rekinn sem þjálfari.... að var einnig sagt í heita pottinum að leitað hafi verið til Guðjóns Þórðarsonar um að þjálfa Stjörnuna, en Guðjón hafi svarað því til að hann treysti sér ekki til að blása lífi í líkl!. Miklar blaðafréttir hafa verið af verkfallinu á Sjúkrahúsinu á Húsavík ekki sist af Friðfinni framkvæmda- stjóra sem gengið hefur í hin ýmsu störf, og myndir verið birtar af honum að vaska upp og skúra. Þegar verkfallsfólk- ið var að greiða atkvæði í gærmorgun kom til tals að gefa út bókaflokk um Friðfinn í anda Doddabókanna. Þær gætu þá heitið: „Friðfinnur eldar“, „Friðfinnur skúrar“, „Friðfinnur vaskar upp“, „Frið- finnur sker upp“, „Friðfinnur bjargar konu í bamsnauð"... Kvikmyndin „Á köldum klaka“ sýnd í Kanada. Ánægjuleg tilbreyting að sjá íslendinga gera grín að sjálfum sér í stað þess að gorta, segir gagnrýnandi. Kvikmynd Friðriks Þórs, „Á köldum klaka“ var nýlega umtalsefni pistlahöfundar í kanadíska vikublaðinu Vue sem gefíð er út í Edmonton. Pistlahöfundurinn, Brad Willis, segist hafa sérstakan áhuga á öllu íslensku (engin skýring hvers vegna!) og því hafi hann heldur betur orðið ánægður yfir því að íslensk mynd væri tii sýn- inga á alþjóðlegri kvikmyndahá- tíð í Edmonton. Willis var greiniiega ekki sá eini sem hafði áhuga á íslandi því um 50 manns þurftu frá að hverfa þeg- ar hann fór að sjá myndina. „Kannski vegna þess að í Edm- onton búa mörg hundruð manns sem rekja rætur sínar til íslands?" segir Willis. Skemmst er frá því að segja að Willis var yfir sig hrifinn af myndinni. Sérstaklega þótti honum ánægjuleg tilbreyting að sjá íslendinga gera grín að sjálf- um sér í stað þess að gorta af sterkasta manninum, fallegustu konunni o.s.frv. „í myndinni eru íslendingar sýndir sem saman- safn af sérvitringum sem búa á fámennum bóndabýlum, borða svið og drekka brennivín," segir Willis m.a. í pistlinum. Sögurnar eru sannar En þótt mont íslendinga fari í taugarnar á Willis segir hann að hið furðulega sé að flest sem þeir hreyki sér af sé í raun sannleikur. „íslendingar eru mjög sennilega ein mesta bók- menntaþjóð heims, ísland á í alvörunni 9 stórmeistara í skák, sterkasta mann heims og nób- elskáldið Halldór Laxness er ís- lenskur. Og það þrátt fyrir að þarna búi aðeins 260 þúsund hræður,“ segir Willis. Mitt í allri þessari heims- borgaramenningu greinir Wiliis þverstæðu: íslendingar trúa all- ir á drauga og yfirnáttúruleg fyrirbæri. „Ég, sem mikill spek- úlant um íslenska menningu, hef aldrei geta skilið þetta. En eftir að hafa séð myndina „Á köldum klaka“ örlar þó á skiln- ingi. Það er landið sjálft, ísland, sem fær fólkið til að trúa.“ AI Dalvík Mikil hreyfíng áfólki Mikil hreyfing hefur verið á íbúum Dalvíkur að undanförnu. Þannig hafa um 50 manns flust frá Dalvík á tímablilinu frá 6. mars til 16. júní, en 27 komið í staðinn. Þetta þýðir fækkun í bæjarfélaginu um 23 en að sögn Guðrúnar Ingva- dóttur, sem sér um íbúaskrán- ingu á bæjarskrifstofunni á Dal- vík, bíður aðflutt fólk skráningar, auk þess sem von er á fleirum inn í bæjarfélagið. „Ég held að það sé ekki hægt að kalla þetta fólksflótta, heldur flytur fólk á vorin eins og t.d. kennarar og svo kemur nýtt fólk í staðinn seinnipart sumars. Það er að eiga sér stað mjög mikil breyting hjá kennaraliðinu hérna,“ sagði Guðrún og útskýrði að alltaf væri mikil hreyfing á vorin þótt nú væri sennilega óvenju mikið um flutninga. BÞ Öxnadalur Minnis- varði um Jónas Minnisvarði um Jónas Hall- grímsson skáld verður af- hjúpaður í Jónasarlundi í Öxna- dal á morgun, laugardag, kl. 14. I ár eru liðin 190 ár frá því þjóðskáldið og náttúrufræðing- urinn Jónas fæddist að Ilrauni í Öxnadal og af því tilefni er varðinn settur upp. Við athöfn- ina í Jónasarlundi á morgun mun Hannes Pétursson skáld flytja ræðu um Jónas, Mánakór- inn syngur undir stjórn Micha- els Jóns Clark og að athöfn lok- inni verður kaffisamsæti í Gisti- heimilinu að Engimýri í Öxna- dal. -sbs. FRETTAVIÐTALIÐ BnnBi ísland miðpunktur sögunnar Day Olin Mount Sendiherra Bandaríkjanna á íslandi Forseti Bandaríkjanna sendi Forseta íslands heillaóska- skeyti á þjóðhátíðardaginn þar sem óskað er eftir sam- starfi þjóðanna til að minnast 1000 ára afmœli fundar Leifs heppna á Ameríku, - Hvað stóð í skeytinu? „í skeytinu var geflð til kynna, með til- liti til ársins 2000 og fundar Leifs Eiríks- sonar á Ameríku, að við vildum með einhverjum hætti viðurkenna þann at- burð. Vissulega hafa óformlegar umræður hafist á milli ríkisstjórnanna og ég myndi segja að við værum á hugmyndastigi.“ - Hvað telurðu líklegt að þetta sam- starf muni leiða af sér? „Við munum skoða margar hug- myndir. Sumar þeirra eru á sviði ríkis- stjórnanna, aðrar á sviði einkaaðila.“ - Geturðu nefnt dœmi um þœr hug- myndir sem ígangi eru? „Ein þeirra er að byggja á nýlegum samningi Landsbókasafns og Cornell háskóla um að setja í stafrænt form ís- lenska safnið sem er það þriðja stærsta í heiminum, koma því á alnetið og gera það aðgengilegt fyrir náms- og fræði- menn. Önnur hugmynd sem við höfum rætt ojj' ér í framkvæmd er stofnun Vil- hjálms Stfefánssonar sem verið er að koma á fót á Akureyri. Svo má nefna samning sem við höfum nýlega undirrit- að við íslensk stjórnvöld og tekur til ís- lenskra skólabarna. I honum felst að þau rnæli umhverfið og setji niðurstöður á alnetið. Það eru nú 53 lönd sem taka þátt í þessu, þar af öll Norðurlöndin. Með þessum upplýsingum er hægt að hugsa sér atburð árið 2000 sem myndi gera okkur kleift að eiga samræður, ekki aðeins á milli tveggja landa, heldur á milli ungs fólks um allan heim, án þess að mikið kosti.“ - Felur þetta samstarf íslendinga og Bandaríkjamanna í sér viðurkenn- ingu Bandaríkjanna á því að Leifur Eiríksson tilheyri íslendingum? „Frá mínum sjónarhóli er mikilvægt að skoða söguna. Líta frekar á hvað gerðist en sleppa ágreiningi um hvenær þjóðernið varð til. Þeir geta rætt það sem vilja. Hvað mig varðar er kynngi sögunnar miðpunktuð umhverfis ísland. Þær kynslóðir Bandaríkjamanna, Kan- adamanna og íslendinga sem munu fagna tímamótunum árið 2000 munu fagna hinni stórkostlegu sögu sem þarna liggur. Viðurkenning þessara afreka mun vekja athygli heimsins á þessum heimshluta og þá sérstaklega fslandi. Þá held ég að umræðan um hver eigi Leif Eiríksson muni ekki skipta máli. Mikil- vægast er að við deilum með okkur sög- unni og látum hana tala fyrir sig.“ - Er enn kennt í bandarískum skól- um að Kólumbus hafi fundið Ameríku? „Börnum mínum, sem gengu í skóla í Virginíu-fylki, var kennt að Leifur Ei- ríksson hafi fundið Ameríku. Þetta hef- ur breyst á undanförnum árum, kannski ekki í hverjum skóla. Vissulega er Kólumbusi eignaður, réttilega, ein- hver heiður. En mínum börnum var kennt að víkingar hafi komið hingað fyrst. Ég held að áhugi Bandaríkja- manna á fslandi og Norðurlöndunum sé að aukast. Hann hefur verið sprottinn af sögulegum ástæðum og þá sérstaklega á íslandi. Þessi atburður árið 2000 mun auka þann áhuga og við getum notað hann til að upplýsa fólk. Svo eru nokkur samnorræn verkefni í gangi sem viður- kenna framlag norðurlanda. Ég tel þau líka viðeigandi, ísland hefur svæðislega tengingu við þessi lönd. Þannig að við erum ekki að útiloka hluti íyrir ná- kvæmnis sakir. rm

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.