Dagur - Tíminn Akureyri - 27.06.1997, Blaðsíða 5
jDagur-®inmm
Föstudagur 27. júní 1997 - 5
Landbúnaður
Verður j arðarberj arækt
ný búgrein á íslandi?
F R E T T I R
Örn Einarsson sýndir hér kassa með jarðarberjum frá Silfurtúni, tilbúnum
á markaðínn. Myndir. FREYR, Matthfas Eggertsson.
Einn íslenskur bóndi
ræktar berin fyrir ís-
lenskan markað og
reisti gróðurhús
eingöngu fyrir þeim.
s
g tel að einhverjir bændur
gætu hagnýtt sér þetta, en
hingað til hafa vandamál
verið á ferð, til dæmis að geyma
plönturnar yfir veturinn. Hjá
mér urðu töluverð afföll á
plöntum síðastliðinn vetur
vegna veðurfarsskilyrða," segir
Örn Einarsson, garðyrkjubóndi
í Silfurtúni í Hrunamanna-
hreppi, í viðtali við búnaðar-
blaðið Frey.
Örn, sem er eini íslenski
framleiðandinn á markaðnum,
segir í viðtali við ritstjórann,
Matthías Eggertsson, að hann
hafi fiktað við jarðarberjarækt
síðustu 3-4 árin. Hann hefur
reist sérstakt 1.500 fermetra
gróðurhús þar sem hann rækt-
ar jarðarber eingöngu. Fyrir
aldaríjórðungi reyndi hann lítil-
lega fyrir sér með ræktun undir
plasti, eins og þá var venjan.
Örn segir að það séu ekki lið-
in nema 7-8 ár síðan farið var
að rækta jarðarber í gróður-
húsum í Evrópu. Innflutningur
hingað hafi ekki verið stundað-
ur nema í 3-4 ár.
Frá Hollandi
í ræktunina kaupir Örn plöntur
frá Hollandi. Og ekki nóg með
það. Þegar til þarf sérstakar,
innfluttar flugur. Örn lýsir
þessu ferli svo:
„Síðan þegar blómgun hefst
verður að setja inn flugur, sem
er sama flugutegundin og
gamla íslenska randaflugan,
Innfluttar flugur annast um frjóvg
un plantnanna og gegna stóru
hlutverki.
nema hvað þær hafa verið
vandar við að búa í búi. í
hverju búi eru um 140 þernur
og ein drottning. Þetta er sama
flugan og notuð er í tómata-
rækt, en þar eru mikið færri
þernur í hverju búi.“ Örn segir
að munurinn á að nota flugur
og blástur sé eins og svart og
hvítt. Ef ekki sé frjóvgað verði
að minnsta kosti 50 til 60%
berjanna vansköpuð og ljót
söluvara. Hvert flugnabú endist
í 6-8 vikur, sem er sami tími og
blómgunin stendur.
Örn telur að íslensk jarðar-
ber geti höggvið í innfluttu ber-
in, enda njóti þau nálægðar við
markaðinn, meðan ferill inn-
fluttu berjanna er langur og
áhættusamur.
Samstöðuleysi
íslenska garðyrkjubændur segir
Örn sundurleita stétt sem ekki
hefur borið gæfu til að standa
saman um sín mál.
„Ég tel að garðyrkjubændur
verði að hætta að kroppa augun
hver úr öðrum í von um að ná-
granninn fari á hausinn og
snúa sér að faglegum vinnu-
brögðum í skipulagi ræktunar
og afsetningu vöru, eins og gert
er í nágrannalöndum okkar. Ég
tel að hið opinbera geti að svo
stöddu fátt gert í jarðarberjum,
frekar en í öðrum greinum
garðyrkju," segir Örn Einarsson
að lokum í viðtalinu við Matthí-
as Eggertsson. - JBP
Akureyri
Flygillinn verður
í Safnaðarheimilinu
Ljóst er hinn frægi flygill, sem Tónlistarfélag Akureyrar safnaði fyr-
ir í vetur, verður staðsettur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Eftir
vandlega íhugun hefur stjórn Tónlistarfélagsins ákveðið að tónlist-
arlífi Akureyringa sé best borgið með því að staðsetja flygilinn
áfram í Safnaðarheimilinu. Stjórnin vill þó taka fram að ekkert hús
er í bænum sem hentar flyglinum fullkomlega.
Norðurland
Sol og simnanvmdur
Nú er í vændum sumar-
blíða einsog Norðlend-
ingar þekkja hana besta.
Ég geri ráð fyrir því að fram á
helgina verði ríkjandi hæg SV-
átt með allt að 20 stiga hita um
allt norðanvert landið," sagði
Einar Sveinbjörnsson.
Eftir kalda daga á Norður-
landi að undanförnu er nú að
hlýna. Vindur hefur snúist til
suðlægra átta og fyrir sunnan
landið er hlýtt loft. Fyrir utan
kuldaloft á daginn á Norður-
landi hefur að undanförnu ver-
ið kalt á nóttinni á Norðurlandi,
og í fyrrinótt var þriggja stiga
gaddur á Staðarhóli í Aðaldal.
En nú er betri tíð í vændum.
-sbs.
Hús skjálfa og leirtau glamrar
Akureyri
íbúar Norðurgötu segja hraða strætisvagna of mikinn. Fulltrúi bifreiða-
stjóra kennir þrengslum í götunni og slæmu undirlagi um, fremur en of
miklum hraða.
Kvartað undan þungri
umferð um Norður-
götu. Strætisvagnar
fara of hratt.
Skipulagsnefnd á Akxn-eyri
hefur borist erindi þar sem
kvartað er undan þungri
umferð um Norðurgötu. Sér-
staklega er kvartað yfir strætis-
vögnum og bent á að aksturslag
þeirra sé með hraðasta móti. Sé
hraðinn svo mikill að hús titri og
leirtau glamri.
„Það hefur verið kvartað und-
an þessu áður í Norðurgötunni.
En ég held að bifreiðastjórar
keyri ekki hratt þarna í gegn.
Fólki finnst það bara. Gatan er
þröng og því myndast bergmál,"
segir Helgi Friðjónsson, bifreiða-
stjóri og verkstjóri hjá Ferliþjón-
ustu Akureyrar sem sér um
rekstur Strætisvagnanna.
-Hvað með þá ásökun að
hraðinn sé svo mikill að hús titri
og leirtau glamri?
„Það er ekki vegna hraða.
Vagnarnir eru þungir og þegar
þeir lenda ofaní brunnlokum
eða í misfellum í götunni þá
nötrar allt. Undirbyggingin er
ekki góð og því eðlilegt að allt
titri.“
Sjálfur býr Helgi í timburhúsi
og verður oft var við titring þeg-
ar stórar rútur keyra framhjá.
Hann skilur vel að fólk verði
pirrað á þessum hávaða en
ítrekar að ekki sé hraða um að
kenna og því geti bifreiðastjórar
lítið gert tÚ að bæta ástandið.
AI
Norræn Mksýning um ásatrú
Ungmenni frá Norður-
löndum setja upp leik-
sýningu um ásatrú.
Leikklúbburinn Saga hefur
fengið eina og hálfa millj-
ón króna í styrk vegna
þátttöku klúbbsins í norræna
leiklistarverkefninu „Fenris“.
Styrkurinn er frá samtökunum
„Ungt fólk í Evrópu" sem eru
innan Evrópusambandsins.
„Fenris" er verkefni sem
leikklúbbar á Norðurlöndum
standa fyriröc'á fjögurra ára
fresti og er leikklúbburinn Saga
fulltrúi íslands. Nú er enn ein
slík ferð að renna upp og hefst
hún á íslandi í næstu viku. Á
fimmtudag er því von á 75 nor-
rænum ungmennum til Akur-
eyrar sem ætla að setja upp
sýningu um ásatrú. Ungmennin
munu dvelja í tvær vikur á Ak-
ureyri og er hugmyndin að þau
dvelji í heimahúsum. Enn vant-
ar pláss fyrir fimm krakka og
vilja fulltrúar leikklúbbsins
Sögu nota tækifærið og auglýsa
eftir íjölskyldum. Þeir sem hafa
áhuga geta haft samband við
Kjartan Smára Höskuldsson í
síma 462 3640. AI