Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Blaðsíða 10
10 - Miðvikudagur 16. júlí 1997 Jbgur-'QKnmm H E S T A R HESTA- r MÓT m| Kári Arnórsson Afjórðungsmótinu á Kald- ármelum gerðist sá ánægjulegi atburður að hjónin í Svignaskarði, Rósa Guðmundsdóttir og Skúli Krist- jónsson, fengu heiðursviður- kenningu fyrir sitt framlag í þágu hrossaræktar og hesta- mennsku á Vesturlandi. Skúli Kristjónsson er löngu kunnur sem einn ötulasti tals- maður hrossaræktar og hesta- mennsku í landinu. Á árum áð- ur var hann einn þekktasti knapi landsins og sem ungur maður eftirsóttur knapi á hlaupahrossum og alltaf í fremstu röð. Margar sögur gengu um djarflega framgöngu Skúla og hreysti þegar erflð hross áttu í hlut. En það sem mér er efst í huga er framlag Skúla til félagsmála hesta- mannahreyfingarinnar, bæði í sínu heimahéraði svo og á landsvísu. Þar naut sín vel menntun hans og greind svo og fylgni hans við góð málefni og Skúli og Rósa taka við heiðursviðurkenningu. Með þeim er Bjarni Marinósson. Mynd. Ej Skútt og Rósa heiðruð rökfesta. Hann sat til margra ára í stjórn Landssambands hestamannafélaga og áttum við þar gott samstarf. Félagsmálafrömuður Hann var félagsmálamaður fram í fingurgóma og aldrei lét hann eigin hagsmuni sitja í fyr- irrúmi þegar hagsmunir sam- takanna voru annars vegar. Svipað mun hafa verið með störf hans í þágu Félags hrossa- bænda. í hrossarækt lifa menn sveiflutíma. Það koma góð tímabil og síðan önnur lakari. Þetta gerist hjá öllum ræktend- um að menn lenda á einhverju tímabili í öngstræti. Ég hygg að meira muni þetta vera áberandi í hrossarækt en öðrum búgrein- um. Hrossaræktin hefur líka mikla sérstöðu sem gengur út á að selja lifdýr og það oft h'fdýr sem menn hafa þegar bundið ástfóstri við. Það er svo enn til að auka sérstöðu ræktunarinn- ar að ræktandinn verður að vinna með hrossið og fá fram þá eiginleika hjá skepnunni sem gerir hana seljanlega svo hún nýtist öðrum. Þetta er ger- ólíkt því þegar menn rækta fyrst og fremst til að auka fall- þunga. Tamning og þjálfun hrossanna gerir kröfur um list- rænan þátt í fari þess sem það stundar. Þetta hygg ég að Skúla hafi löngum verið ljóst svo og að til að árangur næðist varð að eyða nokkrum tíma í verkefnið. Stjarni frá Svignaskarði Það sem ég sá fyrst til Skúla svo að eftirminnilegt væri, var á landsmótinu á Þingvöllum 1970. Þá sýndi hann gæðinginn Stjarna frá Svignaskarði svo ógleymanlegt var. Stjarni fór síðan utan til keppni á fyrsta Evrópumóti íslenskra hesta. Þessi hestur úr ræktun þeirra Svignaskarðshjóna var undan Lýsingi 409 frá Voðmúlastöð- um. Sá hestur var um margt sérstakur, einkum kannski fyrir hve mikla fótlyftu hann gaf. Það var einstakt á þessum tíma. Skúli notaði Lýsing og fékk hross undan honum sem vöktu athygli. Þau voru mörg erfið í Það er mikil ánægja fyrir bóndann að sjá árangur af löngu og tímafreku starfi. Ekki er það síður ánægju- leg tilfinning fyrir bóndakonuna sem hefur á stundum sjálfsagt fundist fara mikill tími í félags- málastúss hesta- mannsins og hlustað á vonbrigðin þegar tryppið skilaði ekki því sem vonir stóðu til. tamningu en Skúla fannst þetta ögrandi verkefni. Á þessum ár- um notaði hann einnig Baldur frá Bóndhóli og fékk út af hon- um góð hross. Segja mátti að á þessum tíma væri hrossaræktin í Svignaskarði mjög á orði enda komu þaðan gæðingar og góð hlaupahross. Frá þeim tíma hafa alltaf öðru hvoru komið hross úr þessari ræktun þótt þau hafi ekki risið jafn hátt og á Þingvöllum forðum. Ræktun Á árunum sem á eftir fylgdu var Skúli mjög upptekinn af fé- lagsmálum hestamanna og bænda og gat því minna sinnt hrossum en hann hefði viljað. Þegar hann fór að slaka á í þeim efnum gat hann gefið sér betri tíma til að gaumgæfa ræktunina og árangur þess starfs hefur verið að skila sér á undanförnum árum, og kannski hefur ræktunarárangur hans aldrei verið betri en nú. Það hefur margt breyst í hrossa- ræktarmálum síðustu ár og ver- ið deildar meiningar. Skúli hef- ur ekki farið dult með sínar skoðanir en hins vegar haft næmi til að sjá hvernig líklegt væri að mál þróuðust og hagað sinni ræktun samkvæmt því. Hann er nú sennilega með betri ræktunarhryssur en nokkru sinni, en slíkt skiptir sköpum fyrir bóndann. Með því mikla framboði sem er á úrvals stóð- hestum er þess að vænta að Svignaskarðshryssurnar haldi áfram að skila góðum afkvæm- um. Það er góð tilfinning að fá viðurkenningu fyrir störf sín. Það er mikil ánægja fyrir bóndann þegar árin færast yfir að sjá árangur af löngu og tímafreku starfi. Ekki er það síður ánægjuleg tilfinning fyrir bóndakonuna sem hefur á stundum sjálfsagt fundist fara mikill tími í félagsmálastúss hestamannsins og hlustað á vonbrigðin þegar tryppið skilaði ekki því sem vonir stóðu til. Það var því vel til fundið að heiðra þau Svignaskarðshjón við þetta tækifæri og þakka fyr- ir forystu í málefnum hesta- manna á Vesturlandi og raunar Iandinu öllu. KA-menn og aönir Akuneyningar athugiö 1. deildin í knattspyrnu KA-ÍR á Akureyrarvelli í kvöld, miðvikud. 16. júlí kl. 20.00. Fjölmennunn og hvetjum okkan liö - Áfnam KA! adidas JDagur-®tmtmt Nöldur ehf. L Landsbanki fslands

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.