Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Blaðsíða 6
6 - Miðvikudagur 16. júlí 1997 |Dagur-‘3Rinmn FRÉTTASKÝRING Sævar Marinó Ciesielski: Það er sárt að sjá þegar réttlætið nær ekki fram að ganga. Myn&. gva fp* Marshall Hæstiréttur íslands hefur hafnað beiðni Sævars Marinós Ciesielski um endurupptöku hæstaréttar- máls nr. 214/1978, svokallaðs Guðmundar- og Geirfinns- máls. Sá úrskurður er byggður á skoðun Hæstaréttar á nýjum gögn- um sem lögð hafa verið fram af Ragnari Aðalsteins- syni, réttar- gæslumanni Sævars. Hæstiréttur telur nýjar upplýsingar ekki full- nægja þeim skilyrðum sem nauðsynlegar eru til end- urupptöku málsins. Byggist sú skoðun Hæstaréttar á því að flest þeirra atriða sem lögð hafa verið fram hafi legið fyrir Hæstarétti við uppkvaðningu döms í málinu 22. febrúar 1980 og að þá hafl verið tekin af- staða til þeirra. Kemst Hæsti- réttur einnig að þeirri niður- stöðu að Sævar hafi sætt ólög- mætu harðræði í gæsluvarð- haldsvist í Síðumúlafangelsi, einkum í aprfl og maí 1976. Harðræði eða agaviðurlög? í úrskurði Hæstaréttar frá því í gær segir orðrétt: „Samkvæmt dómi Hæstaréttar 22. febrúar 1980 var það að nokkru kunn- ugt en frekari gögn hafa komið fram um þetta. Hins vegar þykja þetta vera einu atriðin sem færð hafa verið fram og til álita geta komið sem grundvöll- ur að endurupptöku málsins samkvæmt 184. gr. laga nr. 19/1991. Þau varða tímabil í gæsluvarðhaldsvist dómfellda, sem var annars vegar nokkrum mánuðum eftir að hann gaf skýrslur, þar sem hann játaði að eiga þátt í hvarfi Guðmund- ar Einarssonar og bar einnig sakir á fjóra nafngreinda menn um aðild þeirra að hvarfi Geir- fínns Einarssonar, og hins veg- ar mörgum mánuðum áður en hann gekkst við aðilda sinni að hvarfi hins síðarnefnda. Fyrir liggur að hluti þess harðræðis sem dómfelldi varð fyrir var ætlaður sem agaviðurlög við brotum hans á reglum sem um gæsluvarðhaldsvistina giltu. Þótt atriði þar, sem nú hafa ver- ið leidd í Ijós, styrki nokkuð fyrri ásakanir dómfellda um harðræði í gæsluvarðhaldsvist- inni, er það mat réttarins, að ekki hafi komið fram nýjar upp- lýsingar sem líklegar væru til þess að hafa breytt niðurstöðu Hæstaréttar 22. febrúar 1980.“ í úrskurði Hæstaréttar kem- ur ekki fram hvaða lög heimila fangavörðum að refsa föngum með agaviðurlögum. Svartur dagur - Þetta er svartur dagur Sævar? „Já, mér finnst rökstuðning- urinn vera afskaplega hæpinn í þessum úrskurði. Það er eigin- lega enginn rökstuðningur. Fyrsta heftið er bara útlistun sakadóms eins og kemur fram í Hæstaréttardómnum. Síðan taka þeir fyrir atriði sem Ragn- ar Hall benti á. Að lokum kem- ur örstuttur rökstuðningur. Það skín í gegnum þetta embættis- hroki og þar má nefna það sem þeir segja um harðræðið. Að það hafi nú bara verið í refsing- arskyni vegna þess að ég hafi verið svo slæmur fangi. Það þýðir lítið að koma núna fram og fara að útlista hvernig svona rannsókn var framkvæmd fyrir tuttugu árum. Við erum að tala um eitthvað fyrir þjóðina í dag, ný viðhorf, nýjar lagatúlkanir. Við erum núna aðilar að mann- réttindasáttmálanum og svo talar Hæstiréttur íslands um að harðræðið hafi bara verið í refsingarskyni. Þetta er alger svívirða.“ - En er málinu lokið hvað þig varðar? „Nei, þetta er bara úrskurð- ur, ekki dómur. Málið er ekki búið. Það er hægt að koma fram með ný gögn, biðja um frekari rökstuðning. En það er sárt að sjá þegar réttlætið nær ekki fram að ganga. Ef að lögin koma í veg fyrir að menn nái rétti sínum þá eru það ólög.“ Aför að lögum Sigursteinn Másson er aðalhöf- undur heimildarþáttanna um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, Aðför að Lögum. Hvað segir hann um úrskurð Hæstaréttar? „Þessi afstaða lýsir því að Hæsti- réttur virðist taka þann pól í hæðina að ekki sé hægt að taka upp mál sem Hæstiréttur hefur dæmt í. Sama hversu vitlaust það er og sama hversu skýr rök eru sett fram um málatilbúnaðinn á sínum tíma. Það er það sem mér finnst merkilegast í þessu. Afstaða Ragnars Hall, ríkissaksóknara, er gerð að afstöðu réttarins. Nú þegar hef ég fundið íjölmörg at- riði þar sem stillt er upp gagn- rýni Ragnars Aðalsteinssonar gegn svari Ragnars Hall og svar þess síðarnefnda stenst ekki. Meginpunkturinn í öllu málinu er að það er byggt á játningum sem koma fram í löngu varð- haldi og það er rangt sem fram hefur verið haldið að játningar um hvarf Geirfinns hafi komið fram mjög snemma í málinu. Fyrstu játningarnar koma fram eftir tíu mánuði í fangelsi. En rétturinn tekur enga afstöðu til þess að endanleg niðurstaða málsins er byggð á framburði sem kemur fram eftir mjög langt gæsluvarðhald." Réttarkerfið hefur ekkert breyst Sigursteinn segir niðurstöðu Hæstaréttar um að hluti harð- ræðisins hafi verið agarefsing ekki rökstudda. „í eitt skipti af mörgum þegar verið var að fara með Sævar í leiðangra til að leita að líkum þá tekur hann til fótanna þar sem verið er að koma að Síðumúlafangelsi og Örn Höskuldsson hleypur hann uppi. Eftir það var hann settur í fótajárn í 11 daga sem var bannað á þessum tíma. Það sem upp úr stendur er að það eru engin skynsamleg rök færð fyrir því að hafna þessari endurupp- töku. Hæstiréttur kýs að fara í þær stellingar að rétturinn á sínum tíma hafl komist að til- tekinni niðurstöðu. Þær upplýs- ingar sem nú liggi fyrir séu til að skerpa þá gagnrýni sem fram kom á sínum tíma en þeir taka ekki afstöðu til heildar- myndarinnar. Það fundust aldrei nein lík í þessu máli og það skiptir Hæstarétt greinilega engu máli að öll vitni í málinu eru búin að draga vitnisburð sinn til baka. Ef þetta mál hefði verið flutt fyrir Hæstarétti þá hefði verið hægt að reka ofan í saksóknara ýmsar þær rang- færslur sem hann fer með. Þessi málsmeðferð er hrapallega slök og hún stendur ekki undir þeim fullyrðingum sem menn hafa haldið fram um að svonalagað gæti ekki gerst í dag og að ís- lenskt réttarkerfi hafi tekið stökkbreytingum til hins betra.“ Um endurupptökubeiðni Sævars ijölluðu hæstaréttar- dómararnir Pétur Kr. Hafstein, Arnljótur Björnsson, Garðar Gíslason, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Markús Sig- urbjörnsson, ásamt Allan V. Magnússyni héraðsdómara. Sigursteinn Másson ritstjóri „Málsmeðferðin er slök og stendur ekki undir því sem menn segja um breytt réttarkerfL “

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.