Dagur - Tíminn Akureyri - 04.09.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 04.09.1997, Blaðsíða 1
LIFIÐ I LANDINU Blað Fimmtudagur 4. september 1997 - 80. og 81. árgangur - 165. tölublað Anna Kristine, lengst til vinstri, ásamt systrum sínum tveimur, Elísabetu og Ingunni. Pœr undirbúa nú tónleika til styrktar hrjáðum í föðurlandi þeirra, Tékklandi. Mynd: Hilmar Vinir föðurlandsins s g hafði engin tengsl við Tékkland í gegnum árin og það var fyrst fyrir um tveimur árum sem ég kom þangað út. Strax varð ég heilluð af landi og þjóð og síðan hef ég farið fimm ferðir þangað. Saga landsins og menning eru stór- kostleg og fólkið er hlýtt og glað- vært. En Tékkar eru líka afar stoltir með sig og sitt og því hafa þeir ekki viljað leita til annarra þjóða um aðstoð í þeim hörm- ungum sem hafa gengið yfir,“ segir Anna Kristine Magnúsdótt- ir, blaðamaður og útvarpsmaður á Rás 2. Hún stendur fyrir tón- Ieikum í Háskólabíói þann 20. september næstkomandi. Fjöldi tónlistarmanna kemur þar fram, en allur ágóði mun renna til fólks sem búsett er á svæðum í Tékklandi sem urðu illa úti af völdum flóða í byrjun júlí. Tékkneskar í föðurætt Anna Kristine er tékknesk í föð- urætt. Faðir hennar, Magnús R. Magnússon, er fæddur og uppal- inn í Tékklandi, en hann kom til íslands til búsetu árið 1947 og hefur dvalist hér síðan. Anna Kristine á tvær systur, Ingunni og Elísabetu, sem ásamt henni eru ábyrgðarmenn söfnunar- reiknings fyrir Tékkana. í gegnum árin hefur Tékk- land verið lokað og því hefur Anna Kristine ekki getað komist til föðurlands síns fyrr en fyrir tveimur árum. En þá kynntist hún líka landi sem í dag á allan hug hennar og hjarta. „Ég var úti í Tékklandi þegar þessi ílóð skullu á. Þegar heim var komið datt mér síðan í hug að rétt væri og gott af okkur íslendingum að leggja einhver lóð á vogarskál- arnar, - þótt að- stoð okkar geti aldrei verið nema dropi í hafið. Ég hef unnið að undir- búningi tónleik- anna síðustu vikur og allir sem ég hef leitað til hafa strax verið tilbúnir að leggja málinu lið, án endur- gjalds," segir Anna. Tryggingar nái ekki til náttúruhamfara Að sögn Önnu ná tryggingar í Tékklandi ekki yfir tjón af völd- um náttúruhamfara. Það gerir stöðuna erfiða, mun erfiðari en til að mynda á þeim svæðum í Þýskalandi þar sem sömu flóð ollu skaða, enda bæta trygging- ar þar tjónið. Ýmsir aðilar hafa þó lagt Tékkum lið í þessu máli, svo sem Bandaríkjastjórn og Rauði krossinn. „Flóðin ollu tjóni í alls 536 þorpum í Tékklandi og skemmdu þús- undir húsa, þar af eru á fimmta þúsund íbúðar- hús gjöreyði- Iögð. Ekki færri en 58 þúsund manns urðu að flýja heimili sín, og jafnframt stöðvaði þetta rekstur Qölda íyrirtækja. í dag eru minnst tólf þúsund manns heimilislausir og að því er aðstoðinni beint nú fyrsta kastið, og síðan að gömlu fólki sem á ef til vill engan að, og í þriðja lagi stórum barnafjöl- skyldum þar sem fyrirvinnan stendur uppi slipp og snauð og atvinnulaus eftir flóðin," segir Anna Kristine. Hún segir föður- bróðir sinn, sem búsettur er í Zlín í Móravíu, hafa sett sig í samband við Rauða krossinn þar og í gegnum hann muni þeir íslendingar sem leggja málinu lið fá nákvæmar fréttir hvert peningar þeirra fari. Neyðarhjálp úr norðri Neyðarhjálp úr norðri, er yfir- skrift tónleikanna, sem verða í Háskólabíói 20. september. Með- al listamanna sem þar koma fram eru ungverski píanóleikar- inn Peter Máté og Pavel Smíd frá Tékklandi. Þeir munu leika íjórhent eitt af erfiðari verkum Dvorák, Slavneska dansa. Þá munu koma fram Tríó Björns Thoroddsen, Milljónamæring- arnir og Bjarni Ara, Ríó Tríó með strengjasveit, Sigrún Hjálmtýsdóttir, óperusöngkon- urnar Björk Jónsdóttir og Signý Sæmundsdóttir, pólska söngkon- an Aliana Dubik, Egill Ólafsson, og kvennakórinn Vox Feminae, Pavel Manásek píanóleikari og flautuleikararnir Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau. „Þá mun Páll Óskar koma fram á tónleikunum með tveim- ur dönsurum, en Páll Óskar ætl- ar bæði að syngja vinsælustu lögin sín núna sem og ballöður. Hann var fyrstur til að bjóða fram aðstoða sína og hefur stappað í mig stálinu á þeim tíma sem ég hef verið að vinna að undirbúningi tónleikanna," segir Anna Kristine. Hlýir straumar „Mér kom á óvart þeir hlýju straumar sem ég mætti frá fólki við undirbúning tónleikanna. Ekki aðeins frá listamönnunum heldur hka meðal annars frá Friðberti Pálssyni, forstjóra Há- skólabíós, en það húsnæði fáum við til afnota endurgjaldslaust fyrir tónleikana. ÖIl útgjöld sem snúa að tónleikahaldinu og prentun miða og dagskrár eru greidd af fyrirtækjum þannig að einstaklingar hér á landi eru að hjálpa tékkneskum meðbræðr- um sínum og systrum á beinan hátt. Óli Þórðar í Ríó hefur síðan unnið að gerð veggspjalda, aðgöngumiða og dagskrár.“ „Margt smátt, gerir eitt stórt,“ segir Anna Kristine. Hún segir að vitaskuld muni öll fram- lög í þessa söfnun koma að góð- um notum. Þá segir hún að þó fólk sæki ekki tónleikana geti það lagt málinu lið, þá með því að leggja inn framlög á reikning nr. 72000, en það er ávísana- reikingur við aðalbanka Búnað- arbanka íslands, sem jafnframt er íjárgæsluaðili Neyðarhjálpar úr norðri. -sbs. Flóð hafa valdið miklum skaða í Tékklandi, en það- an er faðir út- varpskonunnar Önnu Kristine sem nú safnar handa nauðstöddum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.