Dagur - Tíminn Akureyri - 04.09.1997, Síða 2
14 -Fimmtudagur 4. september 1997
Jlagnr-®œriim
UMSJÓN
VIGDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
Vantar þig ráð?
Viltu spyrja um eitthvað?
Vigdís svarar í símann þriðjud. -
fimmtud. kl 9-10f.h.
Vantarþig eitthvað?
Viltu skipta eða gefa?
Flóamarkaðurinn er fyrir þig!
Það kostar ekkert að hringja.
Sími: 563 1629
Faxnúmer: 551 6270
Tölvupóstfang:
vigdis@itn.is
Flóamarkaðurinn
Niclas hillur
og skápar
Margrét á töluvert af
Niclas hillum, 22 stk.
ásamt 3 glerskápum
og 5 uppistöðum. Hún vill
skipta á þessu og t.d. sjón-
varpssófa eða einhverju
öðru. Síminn hjá Margréti
er 566 7343 eftir kl. 4.
Það er upplagt að skipta við aðra á
húsgögnum í stað þess að henda
þeim. Mynd úr myndasafni DT.
Heilsumolar, bflveiki
Rannsóknir sýna að fjórir
af hverjum tíu fínna til
ógleði, svima og/eða
höfuðverkjar ef þeir reyna að
lesa í bifreið eða í strætisvagni.
Ástæða þess er talin vera
hreyfingin sem augað skynjar
úr hliðargluggum og kemur úr
óeðlilegri aðstöðu þegar
höfuðið er beygt fram við lestur.
TIl að koma í veg fyrir slík
óþægindi hefur Rod Gilian
komið með eftirfarandi ráð:
1. Snúðu baki við glugg-
anum næst þér.
2. Haltu bókinni eða
blaðinu nálægt andlitinu.
3. Notaðu eitthvað til að
loka fyrir útsýnið frá hliðar-
gluggum.
4. Haltu höfðinu eins kyrru
og þú getur.
5. Sittu í framsæti bifreið-
arinnar.
Mörgum þykir gott að eyða
tímanum á ferðalögum með lestri,
en það hentar ekki öllum.
Neytendavænt
Ódýrir
geisladiskar
s
Kolaportinu, bás E-10, er
mikið af geisladiskum. Þar
hef ég margsinnis fundið
nýja og nýlega geisladiska á allt
að 1000 kr. lægra verði en
gengur og gerist í búðum. Fyrir
þá sem þrífast á tónlist, er þessi
bás alveg frábær. Annars eru
ódýrustu geisladiskarnir þar
fyrir utan yfirleitt í versluninni
Tónaflóð, sem er við hliðina á
Húsgagnahöllinni. Á báðum
þessum stöðum er mikið úrval
af öðruvísi tónlist, gömlum
lögum, þýskri, franskri og
ítalskri tónlist svo eitthvað sé
nefnt.
Skóktbœkur
Eftir að hafa farið á milli
sölustaða með táningana
til að kaupa skólabækur,
virðist Griffill vera með
jafnbesta verðið, bæði á
notuðum og nýjum bókum. Eina
vandamálið er það að ekki
virðast allir skólar hafa
viðurkennt Griffil sem bókabúð
og því fást ekki allar
skólabækurnar þar.
Nýja kókómjólkin heitir Jibbí og er
í 1/2 I og 1/4 I umbúðum.
ÍXý tegund af
kókómjólk
Nú hefur Sól farið aftur í
beina samkeppni við
Mjólkursamsöluna með
því að framleiða kókómjólk. Sól
kaupir undanrennuduft,
blandar það þrúgusykri,
ávaxtasykri, mjólkurfitu, kakó
og ýmsu fleiru og út kemur
kókómjólk.
í henni er ekki hvítur
hreinsaður sykur, sem ætti að
vera foreldrum gleðiefni.
Ilitaeiningafjöldi er þó svipaður
og í hinni kókómjólkinni, en
fitan aðeins minni. Kókómjólkin
fæst í 1/2 1 umbúðum, sem er
þægilegt fyrir þá sem finnst 1/4
loflítið.
Frá lesendum
Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 Akureyri eða
• ÞverholtÍ 14 Reykjavík. Netfang: ritstjori@dagur.is, Fax: 460 6171
Að geta ekkí útvegað kennara
ið eigum að standa með grunnskólunum okkar og gegn einkavæddum
flokkunarstöðvum, sem viðhaldi misskiptingunni, dæmi og útskúfi.
Ekki tókst að út-
vega öllum börnum
á Akureyri kennara
á þessu hausti.
Sum þeirra barna,
sem eru að mæta í
skólann í fyrsta
sinn, hafa engan
kennara.
Fengu bréf um þetta frá
skólanum sínum. Hvað á
að kalla þessa frammi-
stöðu bæjarins í skólamálum?
Ég veit að þetta stafar ekki af
viljaleysi þess fólks, sem ná-
lægt mannaráðningum kemur,
en hvað ætlar bæjarstjórnin að
berja höfði sínu lengi við stein
láglaunastefnunnar? Bæjar-
stjórnin hefur ekki haft kjark
til þess að taka grundvallaratr-
iði skólastarfsins, launastefn-
una, í sínar hendur. Hún hefur
ekki þorað að bjóða samtökum
kennara til viðræðna um nýja
launastefnu. Það er eins og
bæjarstjórn Akureyrar hafi
ekki skilið, að grunnskólar bæj-
arins eru undir stjórn bæjarins
og á ábyrgð bæjarstjórnar.
Grunnskólar Akureyrar voru
ekki íluttir til postula láglauna-
stefnunnar hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga.
Sveitarfélög verða að velja
og hafna, rétt eins og allir aðrir.
Ríkisstjórnin mun ekki marka
þeim svo mikla tekjustofna, að
þeir sem vilja reisa „stjórnand-
anum mikla“ fleiri minnismerki
eða halda úti fótboltaliði með
aðkeyptum leikmönnum, gætu
ekki beðið um meira.
Skylda að útvega
kennara
Það er ekki hægt að ætla bæjar-
stjórn Akureyrar að eyða kröft-
um sfnum í að sannfæra bæjar-
stjórnarmenn vítt og breitt um
landið að það eigi að reka al-
mennilegan grunnskóla. Það
mál verður bæjarstjórnin að
gera upp við kjósendur sína.
Bæjarstjórn Akureyrar getur
ekki varpað frá sér ábyrgðinni
á því að börnin hafa ekki kenn-
ara. Það er ábyrgðarleysi að
láta eitthvert apparat á borð við
Samband íslenskra sveitarfé-
laga, sem ekkert beint umboð
hefur frá kjósendum, marka
launastefnuna. Sú stefna birtist
okkur í orðsendingunum til ný-
nema um að skólinn hafi engan
kennara handa þeim. Sveitarfé-
lög hafa mörg hver gætt hags-
muna verktakabransans og
keppnisíþrótta vel, jafnvel
grunnskólinn hefur fengið ein-
hverja mola af þeim góðgjörð-
um, t.d. leikfimihús með að-
stöðu fyrir 800 áhorfendur, tvö-
falt fleiri en nemendur viðkom-
andi skóla. Alls ekki er þó ætl-
unin, að þessi meinta góðvild
birtist því hugsjónafólki, sem
enn þraukar í grunnskólum
landsins.
Hækkið launin!
Ennþá verra er að láta íhalds-
öflum samfélagsins eftir, að
gera grunnskóla okkar að víg-
velli í stríði þeirra gegn þeirri
hugsjón lýðræðis og jöfnuðar,
sem grunnskólinn byggist á.
Við eigum að standa með
grunnskólunum okkar og gegn
einkavæddum flokkunarstöðv-
um, sem viðhaldi misskipting-
unni, dæmi og útskúfi. Stjórn-
málamenn hafa hingað til ekki
viljað kannast við ábyrgð sína
á verkfallsátökum í skólum.
Ábyrgðin er þeirra, grunnskóla-
kennarar eru ekki að fara fram
á neitt sem ekki er hægt að
verða við. Það á að leiðrétta
óréttlætið og bera þá gjörð und-
ir kjósendur.
Verði laun grunnskólakenn-
ara ekki hækkuð þannig að
friður skapist um starfið í
grunnskólum og kennarar fáist
til starfa, þjónaði flutningur
grunnskólans frá ríki til sveitar-
félaga engum tilgangi.
Þorlákur Axel Jónsson.