Dagur - Tíminn Akureyri - 04.09.1997, Side 6
18 - Fimmtudagur 4. september 1997
Jbtgur-'ðSmmn
LIFIÐ I LANDINU
Kennarinn mætir í dag!
„Það er enginn
kennari til að
kenna okkur, “ sagði
einn nemandinn í 6
ára bekk í Glerár-
skóla á Akureyri í
gœr. Síðar kom í
Ijós að þau vand-
rœði myndu bara
ríkja í einn dag.
Leiðbeinandi vœri
vœntanlegur dag-
inn eftir (í dag).
au voru ábúðafull en líka
feimin 6 ára krakkarnir
sem mættu í skólann á
fyrsta degi í gær. „Ég hef komið
hingað áður,“ hvíslaði einn og
þegar skólastjórinn sem tók á
móti bekknum bauð í skoðunar-
ferð voru margir sem vissu vel
hvar klósettin og íþróttasalur-
inn voru og þutu því auðvitað á
undan.
Það var Vilberg Alexanders-
son sem tók á móti einum af
„Ekkert foreldri hefur verið með leiðindi, það skilja þetta allir, enda höfum við gert allt til þess að upplýsa foreldrana jafnóðum um stöðu mála,“ sagði
Vilberg Alexandersson, skólastjóri Glerárskóla.
Myndir: Brink
„Umræður á kaffistofu eru heitar, fólk er vonsvikið yfir þeirri umræðu sem
hefur verið um launamál kennara," segir Vilberg. „Laun kennara eru svo
hraksmánarlega lág.“
Sá ungi leiðbeinandi sem kemur til starfa í dag fær rúmar 61 þúsund
krónur í laun. Einhverjir stílapeningar og frímínútugæsla bætast ofan á
þetta, en það eru engin ósköp."
þremur yngstu bekkjum skól-
ans því enginn var kennarinn.
Hann útskýrði fyrir börnum og
foreldrum hvers vegna svona
var komið og tók að sér að
dreifa bæklingum um nesti,
umferð og annað sem 6 ára
börn þurfa að kynna sér fyrsta
daginn í skólanum.
„Við höfum reynt í vikur og
mánuði að fá kennara en það
hefur ekki tekist," sagði Vil-
berg. „Ég á ekki margra kosta
völ, krakkarnir verða að fara í
skóla og næst besta lausnin er
að fá leiðbeinanda. Ég segi ekk-
ert einasta hnjóðsyrði um leið-
beinendur, ég þekki marga og
hef góða reynslu af mörgum
þótt það sé misjafn sauður í
mörgu fé eins og á meðal okkar
kennara."
Enginn sendur heim
Kennsla í fyrsta bekk er mikil-
væg og því hefur verið reynt að
setja leiðbeinendur frekar á
hærra skólastig. í hinum tveim-
ur sex ára bekkjum skólans eru
lærðir kennarar og þeir munu
halda utan um allt stigið og
leiðbeina hinum nýja „kennara"
sem kemur væntanlega til
starfa í dag. Vilberg sagði for-
eldra hafa verið sérlega þolin-
móða og skilningríka og ekki
var neina óánægju að sjá á
þeim þegar hann tilkynnti að
ung stúlka með stúdentspróf
myndi taka bekkinn að sér. „Ég
ætla ekki að senda krakkana
heim. Ég hef þennan möguleika
að ráða leiðbeinanda,“ sagði
hann.
Eftir skoðunarferð um skól-
ann fóru krakkarnir heim með
foreldrum sínum en það gerðu
hinir sex ára bekkirnir líka,
fyrsti skóladagurinn var ekki
lengri en þetta. Alvaran, stafir-
nir og lesturinn, byrjar hins
vegar í dag. - mar
Lífið í landinu rœddi við fióra krakka úr bekknum sem
allir voru sammála um að það sem skipti máli vœri að
á morgun (í dag) myndi mœta kennari.
Jóhann Birgisson var mættur með
pabba sínum. Hann var ekki búinn
að velta því mikið fyrir sér hvernig
kennara hann vildi fá, „bara ein-
hvern,“ sagði hann. Hann sagðist
mættur í skólann til að læra að
lesa en kveið því ekki enda svo
gaman að koma í skólann þrátt
fyrir að hann þekkti engan í bekkn-
um.
Alda Guðmundsdóttir sagði bara
gott að koma í skólann fyrsta dag-
inn. Samt var enginn kennari,11
sagði hún og vildi „bara fá góðan
kennara". Alda þekkir líka marga
stafi og er komin í skólann til að
læra að lesa.
Arndísi Heimisdóttur fannst skrýtið
að hafa engan kennara en á með-
an skólastjórinn útskýrði hvers
vegna það var skemmti hún sér við
að lita. „Ég fæ kennara á morgun,
ég veit samt ekki hvaða. Og það
skipti hana engu máli hvort það
yrði karl eða kona, einhver ungur
eða gamall. „Bara einhvern." Arn-
dís er búin að læra einhverja stafi
en ætlar að hella sér út í lesturinn
á næstunni.
Eiríkur Rafn Jónsson (kallaður
Rabbi) var vanur skólanum, hafði
komið áður. Hann vildi fá góðan
kennara á morgun (í dag) en vildi
ekki lýsa því nánar í hverju ágætið
fælist.