Dagur - Tíminn Akureyri - 04.09.1997, Side 7
JUtgur-'ðlattbm
Fimmtudagur 4. september 1997 -19
fólkið
Heimsbyggðin syrgir Dí-
önu prinsessu en engir
þó meir en synir hennar
tveir, William og Harry, enda
var samband þeirra við móður
sína einkar náið og ákaflega
ástríkt.
í útliti bera prinsarnir meiri
svip af móður sinni en föður, og
líkt og hún þykja þeir hafa
mikla útgeislun. Skapgerð
þeirra er þó mjög ólík. William,
er fimmtán ára, hlédrægur og
alvörugefinn. Hann er góður
námsmaður sem hefur mikinn
áhuga á bókmenntum. Harry,
sem er tólf ára, er íjörugur og
glaðsinna, „fæddur prakkari",
sagði móðir hans. Ólíkt bróður
sínum er hann lítill námsmað-
ur, en staðráðinn í því að ganga
í herinn strax og aldur leyfir.
Harry hefur ekki kippt sér upp
við ágang ljósmyndara, en
William hefur mikinn ama af
nærveru þeirra og hefur marg-
oft látið í ljós að hann vilji fá að
vera í friði og lifa eðlilegu lífi.
Sú ósk mun þó aldrei rætast
enda byggir líf ríkisarfa á flestu
öðru en friðsæld og næði.
Díana var besti félagi sona
sinna og þeir fylgdu henni oft f
heimsóknum til sjúkra og bág-
staddra. Flest bendir til að
prinsarnir ungu hafi erft
hjartahlýju móður sinnar, en
sérfræðingar í málefnum kon-
ungsflölskyldunnar óttast mjög
að missirinn muni setja lang-
varandi mark á sálarlíf þeirra
og sérstaklega hafa menn
áhyggjur af hinum viðkvæma
William.
Kratar á flakki
Nartað í eina með öllu.
I heimsókn á Stokkseyri hjá Margréti Frímannsdóttur.
Alþýðuflokksfólk í Reykjavík brá undir sig betri fætinum um
þarliðna helgi og fór í sumarferð austur íýrir (jall. Meðal
annars var komið við á Stokkseyri hjá Margréti Frímanns-
dóttur, formanni Alþýðubandalagsins, Heilsustofnun NLFÍ í Hvera-
gerði var heimsótt undir leiðsögn Árna Gunnarsson, framkvæmda-
stjóra þar. Eins kynnti fólk sér það helsta varðandi stórurriðann í
Þingvallavatni, en manna fróðastur um hann er Össur Skarphéð-
insson þingmaður. Um kvöldið var svo slegið upp veislu á Nesjavöll-
um. Fararstjóri var Guðlaugur Tryggvi Karlsson, sem jafnframt
fangaði helstu brotin úr ferðinni á filmu.
Hausttilboð
á innihurðum í september
15-20%
afsláttur
Eurobrass, Fracio og Futura handföng
15% afsláttur
Samband Williams við
möður sirta var afar náið
ofl menn óttast að iniss
irinn muni setja varan
legt mark á viðkvæma
skapgerð hans.
JL