Dagur - Tíminn Akureyri - 09.09.1997, Qupperneq 3
^Dagur-®mTQttt
Þriðjudagur 9. september 1997 - 15
LIFIÐ I LANDINU
Menneru
Guðmundur Ingólfsson, Svezanna, Ivan, Pálína og Sandra. Guðmundur og fjölskylda búa sig undir brottflutning úr
sveitinni ef Kísiliðjunni verður lokað. „Erfitt að fá vinnu á þessum aldri,“ segir Guðmundur, en eykur möguleika
sína með kennaranámi í fjarkennslu. Mynd: gs
Burtséð frá áhrifum
verksmiðjunnar á
lífríki Mývatns er
Ijóst að byggðarösk-
un yrði veruleg ef
Kísiliðjan lokaði og
tala menn jafnvel
um draugabyggð í
Mývatnssveit.
að var aðeins klukkustund
í skólasetningu Grunn-
skólans í Reykjahlíð þegar
Dagur-Tíminn leit við hjá Guð-
mundi Ingólfssyni, Svezönnu,
eiginkonu hans frá Serbíu-
Króatíu og þremur ungum
börnum f Lynghrauni í Reykja-
hlíð. Elsta barnið, Sandra,
hlakkaði til að byrja í skólanum
en það var kvíði yfir Guðmundi
og frú vegna þess óöryggis sem
starfsmenn Kísiliðjunnar við
Mývatn búa nú við. Eins og
kunnugt er, rennur námaleyfi
verksmiðjunnar út árið 2010 og
sumir segja efnisþurrð valda
því að verksmiðjunni verði lok-
að innan fárra ára.
Guðmundur hefur starfað
sem rafvirki hjá Kísiliðjunni í
sex ár. Ilann er ættaður frá
Siglufirði en fiuttist til Mývatns-
sveitar frá Reykjavík. „Ég var
búinn að ráðstafa mínu lífi
frekar óskynsamlega og fannst
tími til kominn að eignast konu
og börn. Það var hringt í mig og
mér boðin vinna hér og mér
fannst tilvalið að breyta til. Ég
hef ekki séð eftir því að koma
hingað, enda gott að búa í Mý-
vatnssveit," segir Guðmundur.
Óöryggið vex
En það eru blikur á lofti. „Menn
eru hræddir. Óöryggið verður
sífellt meira, þessar sveifiur í
lífríkinu eru raktar af sumum
til starfsemi verksmiðjunnar og
það hyllir núna undir að Kísil-
iðjunni verði lokað. Áður bitust
menn um nánast ekki neitt en
núna er það stóra spurningin
hvort efnistaka verði leyfð í
Syðri-Flóa. Ég óttast að kjark-
menn vanti í ríkisstjórnina til
að taka ákvarðanir. Manni sýn-
ist að beðið sé ákvörðunar eig-
enda um að stöðva þotta án
þess að stjórnvöld taki neina
ákvörðun."
Hugleysi ráðamanna
Þrátt fyrir þessa óvissu hafa
enn engir starfsmannafundir
verið haldnir til að upplýsa
starfsmenn um stöðuna og það
er ekki enn búið að ráða nýjan
framkvæmdastjóra í stað
Bjarna Bjarnasonar. Guðmund-
ur er með skýringu á því „ Mér
sýnist að tíminn sem um ræðir
sé ekki endilega fimm eða sex
ár heldur gætum við eins verið
að tala um eitt eða tvö. Af
hverju er nýr framkvæmda-
stjóri ekki ráðinn? Auðvitað
vegna þess að það er verið að
reyna að setja þrýsting á ráða-
menn, að einhver ákvörðun
verði tekin. En það koma aldrei
nein raunveruleg svör.“
Það fara allir
Hvernig sér Guðmundur fram-
tíð byggðar fyrir sér í Mývatns-
sveit ef Kísiliðjan hættir. Um-
fangsmikil þjónusta hefur
byggst upp á síðustu áratugum
í tengslum við atvinnustarfsemi
verksmiðjunnar. „Ef Kísiliðjan
hættir, fer allt fólk héðan ekki
bara þorpsbúar heldur hver
einasti bóndi. Það lokast allt.“
Kennaranám í gegn-
um tölvu
Vísindamönnum (og stjórn-
málamönnum) skal látið eftir
að taka ákvörðun um framtíð
Kísiliðjunnar en Guðmundur
hefur búið sig undir að missa
starfið og þar með búsetuna.
„Ég er farinn að búa mig undir
brottflutning og ætla að læra til
kennara í gegnum fjarkennslu.
Þetta er er helvíti ömurlegt, en
ég er með þrjú lítil börn og get
ekki setið bara aðgerðarlaus og
beðið. Svo er annað, að þegar
maður er kominn á góðan
fimmtugsaldur þá hleypur mað-
ur ekkert inn í önnur störf. Það
hefði verið allt í lagi ef ég væri
yngri en svona er þetta nú.“
Fjölskyldan stillir sér upp og
brosir þrátt fyrir allt framan í
ljósmyndara Dags-Tímans. En
undir niðri eins og Guðmundur
segir: Menn eru hræddir. BÞ
Karþagó lögð í eyði
Friðrik Steingrímsson,
landsfrægur hagyrðingur
og starfsmaður Kísiliðj-
unnar í Mývatnssveit, hefur
starfað 22 ár í verksmiðjunni.
Hann er fæddur og uppalinn
Mývetningur og hefur ekki að
öðru að hverfa ef Kísiliðjan
hættir. „Maður verður sjálfsagt
að flytja burt úr sveitinni ef allt
fer á versta veg. Ég hef ekki trú
á að það verði atvinna hér,“
segir Friðrik.
Hann segir slæmt að lifa í al-
gjörri óvissu um framtíðina en
þó sé eðlilegt að menn haldi að
sér höndum þangað til ný dæl-
ingaraðferð verði rannsökuð.
Hugmyndir eru uppi um nýja
tækni sem beitt yrði ef kísilnám
yrði leyft úr Syðri-Flóa. Ég er
trúaður á að það gangi. Tæknin
er það góð í dag að það hlýtur
að vera hægt.“
Meira samstarf
Efast starfsmenn þessa um-
deilda fyrirtækis aldrei um að
þeir séu að vinna landinu og
þjóðinni gagn?
„Það getur verið, en ég er viss
um að gagnið er meira en ógagn-
ið. Það sem vantar er að náttúru-
verndaraðilar og Kísiliðjan sjálf
vinni meira saman að rannsókn-
um og ákvarðanatöku. Það væri
farsælast frekar en að vera nán-
ast pólitískt á öndverðum meiði.
Niðurstaðan yrði hka trúanlegri
á hvorn bóginn sem fer.“
Nokkurs konar
trúarbrögð
Friðrik spjallar um greinaskrif
og fjölmiðlaumfjiillun og vitnar
í orð Gísla Más Gíslasonar pró-
fessors þar sem
hann lagði til
árið 1993 í kjöl-
far „svartrar
skýrslu" að Kís-
iliðjan yrði lögð
niður þá þegar.
„Samt minnir
mig að lokaorð
skýrslunnar
væru þau að
ekki væri hægt
að rekja sveiflur
í lífríkinu til
námagraftar
eða starfsemi
Ki'siliðjunnar.
Þetta er ekki ósvipað og að
segja: Auk þess legg ég til að
Karþagó verð lögð í eyði. Nokk-
urs konar trúarbrögð.“
Gífuryrði þjappa
mönnum saman
Friðrik er sainmála Guðmundi
Ingólfssyni um afleiðingarnar
fyrir byggðina ef Kísiliðjan
hættir. „Sveitarfélagið hreinlega
hrynur. Við getum tekið dæmi
um verktakafyrirtækið Sniðil
sem byggir afkomu sína á starf-
semi Kísiliðj-
unnar. Hvað
yrði um hita-
veitu? Gjald-
skráin myndi
stórhækka,
verslunarrekst-
ur leggjast af
og svo fram-
vegis.“
Friðrik hef-
ur ekki fundið
fyrir því að
mórallinn hjá
starfsmönnum
hafi versnað
vegna ástands-
ins en auðvitað gremjist mönn-
um gífuryrði um Ijölmiðla. „En
þau þjappa mönnum líka sam-
an,“ segir hann. Starfsmenn
verksmiðjunnar vita að þetta er
stórmál fyrir framtíð landsins.
Ef hætt verður að dæla fer allt
hægt og rólega til helvítis. BÞ
Friðrik Steingrímsson, Hrönn Björnsdóttir og börn þeirra tvö, Sigurjón og
Ragnheiður. Friðrik starfar í votvinnslu Kísilverksmiðjunnar þar sem gúrinn
úr Mývatni er þurrkaður. Hann vill aukið samstarf náttúruverndaraðila og
Kísiliðjunnar. Mynd: gs
„Starfsmenn verk-
smiðjunnar vita að
þetta er stórmdl
fyrir framtíð lands-
ins. Ef hœtt verður
að dcela fer allt
hcegt og rólega til
helvítis. “