Dagur - Tíminn Akureyri - 09.09.1997, Side 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 09.09.1997, Side 4
16- Þriðjudagur 9. september 1997 Jkgur®mtmn UMBUÐALAUST Úki*aínuævintýri Guðmundur Andri Thorsson skrifar s g hef aldrei almennilega trúað fræga og fallega fólkinu þegar það er að barma sér yfir öllum erfiðleik- unum sem séu fegurðinni, frægðinni og ríkidæminu sam- fara. Eða kannski öllu heldur: Þeir hafa látið mig gersamlega ósnortinn, mér hafa ekki þótt þetta vera alvöru erfiðleikar, ég hef ekkert vorkennt þessu fólki - því var nær að vera svona sætt, hugsar maður ögn sam- anbitinn. Undarfegur ljómi hefur líka staðið kringum fegurðarsam- keppni íslands, sennilega vegna þeirrar lífseigu bábilju að hér á landi sé meira um fal- legt kvenfólk en annars staðar - sem er vitaskuld fráleitt eins og allir vita sem komið hafa til útlanda, þó ekki væri nema vegna þess að í útlöndum býr fleira og fjölbreytilegra fólk en hér, auk þess sem Islendingar eru almennt of feitir og gildir það jafnt um konur og karla. Og mann sjálfan. En samt: Við þessa fegurðar- samkeppni og allt standið í kring var einhver saklaus, allt að því barnslegur þokki. Eitt- hvað skemmtilegt við það hvernig þessi litla þjóð í erflðu og harðbýlu iandi kann að gera sér dagamun og velja sér álfa- drottningu. Nú er af sú tíð. Fegurðardrottning í hremmingum Því allt í einu finnur maður til með fegurðardrottningu, og finnur til með henni eins og venjulegri stelpu sem lendir í hremmingum; allt í einu öðlast maður óvænta innsýn í það hvað það er sem er svona erfitt við að vera fegurðardrottning. Af er sú tíð þegar Hófí og Linda voru dáðar alheimsdrottningar, fóru um heiminn og lifðu ævin- týri. Af er sú tíð að fegurðar- drottning fslands njóti virðingar á við forseta, biskup og Björk. Nú má sjálf fegurðardrottn- ing íslands hrekjast í Kænugarð sem var einstaklega ljót og leiðinleg borg þegar ég sá hana á árunum kringum 1980 og hefur varla skánað við það þeg- ar kommúnistarnir breyttu nafni sínu í mafíu. Þar skal ís- lenska fegurðardrottningin taka þátt í einhverri nauðaómerki- legri Evrópukeppni í miðju hreiðri illvígustu glæpamafíu heims, þeirrar rússnesku og hún býr við illan kost; fær vond- an mat, kakkalakkar skrxða um veggi og gólf, það er kuldi og vosbúð í ömurlegri borg og svo er vesalings stúlkan dregin fram úr rúminu um miðja nótt til að steðja á næturklúbb, skelfingu lostin þar sem hún á að halda glæpamönnum sel- skap við að horfa á fatafellur. Hænsnahópurinn Hún bjargaði sér á elleftu stundu ásamt stöllum sínum og eftir á að hyggja eru þær hremmingar að hanga á úkra- ínskum skemmtistað, grútsyíj- aður og fúll um miðja nótt kannski ekki það versta; ekki heldur vondi maturinn, ekki einu sinni kakkalakkarnii-. Það versta hlýt- ur að vera að finna það við- horf til sín sem skín út úr end- emis skýringum aðstandenda keppninnar á þessum atburð- um. Því fólkið sem á að annast stúlkurnar, dekra við þær, láta þær upplifa svolítið ævintýri, talar um þær eins og þær séu fávitar, talar um hysteríu „sem oft komi upp í svona hópi“ eins og það er orðað, rétt eins og talað sé um hænsahóp. Um flótta stúlkn- anna er talað eins og þær sjálf- ar hafi ekki vit á því hvort þær séu í hættu staddar - hafi ekki einu sinni sjálfar vit á því hvort þær séu hræddar. Og hafi ekki vit á því hvort eðlileg meðferð sé að rífa þær út úr herbergj- um sínum á miðnætti til að fara með þær eitthvað út í buskann, ókunnir menn í ókunnu landi á leið með þær á ókunnan áfangastað. Stúlkurnar eiga samkvæmt þessu bara að bfosa og verði þær hræddar þá eiga þær að brosa gegnum tárin. Kannski að það hafi eftir allt saman eitthvað verið til í því hjá femínistum að fegurðar- samkeppnir séu móðgun við konur? Kannski aðþað hafi eftir allt sam- an eitthvað verið til íþví hjd femín- istum aðfegurðar- samkeppnir séu móðgun við konur? Alrain ilklcilur Kirkjunnar menn ætla ekki að bregðast áhugamönnum um átök og illdeilur frekar en fyrri daginn. Nú er biskups- kosningunum lokið með afar afgerandi hætti og nú þegar sér Garri fyrir sér stórfeng- legar senur þar sem fylking- um lýstur saman af enn meiri heift og enn meiri sannfær- ingu en áður. Og er þá mikið sagt. Sigurður sjokkeraður Strax í fyrsta viðtali eftir að niðurstaðan lá fyrir gaf Sr. Sigurður Sig- urðsson vígslubiskup tóninn, með því að gefa í skyn að kosn- ingabaráttan hafi verið ódrengileg og „hann liafi kynnst ýmsu sem hann hefði síður viljað vita að væri til.“ Þjóðin sem hlustaði á mann- inn skildi skilaboðin auðvitað þannig að yfirburðasigur sr. Karls Sigurbjörnssonar væri á einhvern andstyggilegan hátt ósanngjarn. Og sr. Sig- urður hélt síðan áfram í sunnudagsmogganum þegar hann sagði að „þetta væri mikill sigur fyrir þau ein- kennilegu sjónarmið sem Karl hefði haft um að leysa upp sóknir og kirkjuskipun- ina í landinu í markaðskerfi,“ eins og þetta var orðað í Mogganum. Og síðan gaf Sig- urður út yfirlýsinguna um opinbera stjórnarandstöðu við hinn nýja biskup: „Við munum halda áfram að tak- ast á um það kirkjunnar menn.“ Olía á eldinn Hr. Ólafur Skúlason kom að vísu fram í sjónvarpinu og reyndi að vinna gegn þessari yfirlýsingu Sigurðar með því að tala um að niðurstaða biskupskosninganna væri svo ótvíræð að nú yrðu menn ein- faldlega að láta af opinberri stjórnarandstöðu í kirkjunni og gefa nýjum manni vinnu- frið. Garri getur nú ekki ann- að en dáðst að þessari bjartsýni biskups, sem sjálfur hefur búið við slíka stjórnarand- stöðu að kirkjan hef- ur beinlínis logað af ill- deilum. Miklu nær er að ætla að einmitt það að biskupinn kom fram í sjónvarpinu og sagði það sem hann sagði, muni virka eins og olía á það ágreiningsbál sem þegar er farið að loga glatt. Það er því ljóst að íslenska þjóðkirkjan þarf hvorki á organistum, prímadonnum eða jafnvel söfnuðum að halda til að magna upp illdeilur. Forusta kirkjunnar og bakvarðasveit hennar í prestastéttinni er fullfær um að gera það ein og sér í þröngum hópi og alger- lega hjálparlaust. Garri.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.