Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Blaðsíða 1
Fréttir og þjóðmál Fjárfestingarbankinn Siglufjörður Bjarni ráð- inn forstjóri Stjórn Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hf. réð í gær Bjarna Ármannsson, forstjóra Kaupþings hf., í starf forstjóra. Hann lauk prófi í tölvunarfræði frá Háskóla íslands árið 1990 og lauk MBA gráðu frá IMD við- skiptaháskólanum í Lausanne í Sviss árið 1996. Hann er 29 ára gamall hefur síðasta misserið gegnt starfi forstöðumanns Kaupþings, en þar hefur hann starfað síðan 1991. Bjarni sagði í samtali við Dag-Tímann að tilboð um að taka við þessu starfi hefði á margan hátt komið á óvart. Starfið sé öðruvísi en það sem hann hafi verið í, þó á margan hátt séu aðalatriðin þau sömu. Bjarni segir að starfsmenn þeirra sjóða sem renna inn í Fjárfestingarbankann þurfi sem fyrst að fá skýr skilaboð um hlutverk þeirra , og hver sé stefna bankans. Iiann segir að stofnun sem þessi geti haft veruleg áhrif á þróun atvinnu- og viðskiptalífs. HH Sjá nánar viðtal við Bjarna á blaðsíðu 2. Pylsan þekkir engin landamæri og er hungruðum saðning í erli hversdagsins, hvort heldur er í New York, á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn eða á Siglufirði, þar sem þessi mynd var tekin. M,n&. gs D-listinn reynir við Kristján Þór erum, Guðmundur Stef- ánsson er íluttur til Reykjavíkur og skiptar skoðanir meðal fram- sóknarmanna um störf Ástu Sigurðardóttur. Sigfríður Þorsteinsdóttir nýtur aðeins stuðnings þröngs hóps og Oddur Halldórsson er nýliði. Meirihluti framsóknar- manna og alþýðuflokks- manna hefur verið gagnrýndur fyrir seina- gang við afgreiðslu mála, og pólitísk mistök. Þar ber hæst ákvörðun um að ganga til samn- inga við SH en semja ekki um flutning ÍS til Akureyrar. Búast má við að verulegar breytingar verði á fram- boðslistum fiokkanna á Akureyri í kosningunum á næsta ári. Hér stinga þau saman nefjum Sigríður Stef- ánsdóttir, vill halda áfram í bæjarstjórn, og Þröstur Ás- mundsson, sem vill gjarnan verða aðalmaður. sitja áfram á listanum, helst er að slegist verði um sæti Þórarins, sumir sjálfstæðismenn vilja hann burt, telja að hann hafi kostað D-listann einn mann þegar hann felldi Jón Kr. Sólnes út af listanum fyrir síðustu kosningar. Stuðningur er við að bjóða fram pólitískt bæjarstjóraefni, og þar ber nafn Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á ísafirði, hæst. Einnig hafa verið nefnd nöfn Björns Magnússonar, Það stefnir í verulega endurnýjun á fram- boðslistum flokkanna fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Akur- eyri næsta vor. Forysta framsóknarmanna hefur undanfarið rætt við bæjarfulltrúa og efstu menn á listanum við síðustu kosningar um og á fulltrúaráðsfundi 25. september nk. fara línur að skýr- ast í því hverjir hyggjast gefa kost á sér og hvernig staðið verð- ur að framboðsmálum. Fram- sóknarmenn eiga fimm bæjar- fulltrúa, og reikna má fastlega með að Jakob Björnsson muni áfram leiða listann. Þórarinn E. Sveinsson, forseti bæjarstjórnar, hefur hug á starfi forstjóra Osta- og smjörsölunnar í Reykjavík þegar hún losnar á næstu miss- Því hefur verið leitað í sumar að nýjum nöfnum til að hressa upp á ímyndina, og þar hefur nafn Elsu Friðfinnsdóttur, lekt- ors við heilbrigðisdeild Háskól- ans á Akureyri, oft komið upp. íhaldið með Kristján Þór í broddi fylkingar? Sjálfstæðismenn eiga þrjá full- trúa, Sigurð J. Sigurðsson, Val- gerði Hrólfsdóttur og Þórarinn B. Jónsson. Allt þetta fólk vill mw&gs forstöðumanns Fast- eignamats ríkisins, og ýmissa manna í atvinnulífinu en nöfn þeirra hafa ekki fengist staðfest. Ungliðar innan flokks- ins knýja einnig fast á. Aðal- fundur fulltrúaráðs verður 29. september nk. Vinstra framboð? Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Gróska, Kvennalisti og Þjóðvaki hafa sýnt áhuga á því að bjóða fram sameigiiúegan lista. Við- ræður milli þeirra eru að heíjast að nýju. Það hefur gert umræð- urnar erfiðar að Alþýðuflokkur er í meirihluta en Alþýðubanda- lag í minnihluta bæjarstjórnar. Af þeim ástæðum hefur Gísli Bragi Hjartarson (A) að mestu haldið sig til hlés, en hann mim ætla að hætta. Þrátt fyrir það hafa ýmsir í hópi krata sagt að alþýðubandalagsmenn séu lítt samningsfúsir. Alþýðubandalag- ið á tvo menn, Sigríði Stefáns- dóttur, sem hefur fullan hug á að halda áfram, en Heimir Ingimarsson er sagður vilja hætta. Þar banka ýmsir á dyr, hvað fastast Þröstur Ásmunds- son, varabæjarfulltrúi, sem hef- ur mikinn áhuga á sameiningu vinstri manna. GG Neysluvatnsdælur SINDRI -sterkur í verki BORGARTUNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.