Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Blaðsíða 3
|Dagur-®tmtrm Miðvikudagur 17. september 1997 - 3 F R E T T I R Forsjármál Stjómvöld kærð til Strassborgar Málið þæft, tafið og svæft André Miku Mpeti. Með fulltingi stjórnvalda í Kongó hefur forsjármál hans og meðferð þess hér á landi verið kært til Evrópudómstólsins í Strassborg. Forsjár- og umgengn- isdeila manns frá Kongó og íslenskrar konu kemur 1. októ- ber til kasta Evrópu- dómstólsins. André Miku Mpeti, við- skiptafræðingur frá Kongó, sem dvalið hefur hér á landi um árabil, hefur með fulltingi stjórnvalda í heimalandi sínu kært til Evr- ópudómstólsins í Strassbourg meðferð á forsjármáli sínu hér á landi og þátt íslensks stjórn- og dómsvalds í því. Verður málið tekið til fyrra stigs meðferðar í Strassbourg 1. október næstkomandi, en þá verður ákveðið hvort málið fer alla leið til úrskurðar. André Miku hefur um nær fimm ára skeið barist fyrir því að fá forsjá, en til vara virkan umgengnisrétt, yfir tveimur börnum sínum með íslenskri konu. Fyrir hggur úrskurður um forsjá móðminnar, sem hann véfengir. Sjálfkrafa réttur hans til umgengni, sem byggir á 58. grein barnalaga, hefur ekki verið virtur að hans sögn, þrátt fyrir ítrekaðar óskir til yfirvalda um liðsinni. Synir hans og konunnar eru sex ára og tæplega fimm ára, en þá hefur André ekki fengið að sjá eða hitta frá því um jólin 1992, þegar yngri sonurinn var ný- fæddur. Segir hann að sonum sínum hafi kerfisbundið verið haldið frá sér. André segir að stjórnsýslu- og dómskerfið hér hafi með fulltingi lögfræðinga gert sitt ítrasta til að þæfa málið, teíja og svæfa. Hafi þar ýmsum brögðum verið beitt og honum jafnvel hótað að hann yrði gerður brottrækur frá landinu. André hefur leitað allra ráða til að ná rétti sínum fram, með eða án aðstoðar íslenskra lög- fræðinga, en segir að alls stað- ar hafi honum verið settur stóll- inn fyrir dyrnar. Um leið hefur óyggjandi rétti hans til um- gengni við drengina aldrei verið framfylgt af yfirvöldum, þótt sá réttur sé skýr og óumdeildur. Segir André að rétt eins og Ha- lim A1 í Tyrklandi sé falið fyrir honum hvar drengirnir séu og haldi hann nú helst að þá sé að finna á Norðurlandi. Dómsmálaráðuneytið tjáir sig ekki um málið „Ég fer með mál mitt til Strass- bourg vegna þess að ísiensk stjórnvöld hafa ekki getað virt íslensk lög, sérstaklega barna- lög frá 1992, né heldur alþjóð- leg lög og sáttmála Evrópuráðs- ins og Sameinuðu þjóðanna - öll þessi fimm ár minnar bar- áttu. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á mér kerfisbundið allan tímann. Ég leitaði aðstoð- ar stjórnvalda heimalands míns, sem hafa hringt og skrif- að til íslenska dómsmálaráðu- neytisins. Eina svar þess var skammarlegt bréf, þar sem vanvirðingin er alger. Bréf þetta verður eitt sterkasta gagnið í máli mínu í Strassbourg," segir André Miku Mpeti. í dómsmálaráðuneytinu var blaðamanni Dags-Tímans vísað á Drífu Pálsdóttur skrifstofu- stjóra. Hún vildi ekki tjá sig um þetta tiltekna mál og benti á að stjórnvöldum væri óheimilt að tjá sig um einstök mál við fjöl- miðla. fþg Höfði I gær voru kynnt úrslit í samkeppni um hönnun húsgagna í Höfða, móttökuhús Reykjavíkuborgar. Hlutskörpust í samkeppninni varð Pórdís Zoéga húsgagna- og innanhúsarkitekt sem hér sýnir borg- arstjóra og Hildi Kjartansdóttur formanni dómnefndar tiilögur SÍnar. Mynd: E.ÓI. Vinnumiðlanir Um 240 störf álausu Atvinnuleysi hið minnsta í þrjú ár og bú- ist við frekari fækkun í september. Nær 240 laus störf voru skráð hjá vinnumiðlun- um í ágústlok, Ijórfalt fleiri en næstu mánuði á undan. Atvinnulausum fækkaði líka langt umfram venju milli júlí og ágúst, í 3,2% af mannafla sem er lægsta hlutfall í þrjú ár. „Meðal skýringa eru vaxandi eftirspurn seinni hluta ágúst eftir starfsfólki m.a. í fisk- vinnslu, skólastarf, bæjarvinnu, framkvæmdir, kjötvinnslu, verslun og þjónustu ekki síst vegna fækkunar skólafólks á vinumarkaði samfara aukinni eftirspurn," segir í yfirliti Vinnumálastofnunar, sem býst við að atvinnulausum muni enn fækka núna í september. Atvinnuleysi meðal kvenna mældist rúm 5% eða næstum þrisvar sinnum meira en hjá körlunum. - HEI Lífeyrissjóðir Standa ekki aUir við skuldbindingar Almennt er afkoma og ávöxtun eigna lífeyris- sjóða góð. Nokkrir sjóð- ir eiga þó ekki fyrir skuldbindingum sínum. Staða lífeyrissjóða er misjöfn eins og fram kemur í árs- reikningum þeirra og upp- lýsingum um íjárhagsstöðu sem bankaeftirlit Seðlabanka íslands hefur gefið út. Þar kemur fram að nokkrir sjóðir verða að grípa til róttækra aðgerða til að standa félagsmönnum sínum skil á lífeyrisgreiðslum. Nokkrir þeirra eru í þeirri stöðu að þeir fá ekki iðgjöld lengur þannig að sá tekjustofn er ekki lengur fyrir hendi. Að sögn Ragnars Hafliðason- ar, aðstoðarforstöðumanns bankaeftirlitsins, voru lífeyris- sjóðirnir settir undir eftirlitið ár- ið 1991 meðal annars til þess að eftirlitið gæti gert athugasemdir og komið í veg fyrir að sjóðir tæmdust og hluti sjóðfélaga fengi ekki greitt úr þeim. Ragn- ar sagði að ýmsar skýringar væru á bágri stöðu sumra sjóða. Sumir væru of litlir og áhættu- dreifing útgreiðslna lítil, auk þess sem sumir þeirra hefðu rýrnað verulega í óðaverðbólgu fyrri ára. Almennt séð hefði ávöxtun sjóðanna verið góð frá 1991 þegar bankaeftirlitið hóf eftirlit með þeim. IIH Samhjálp Sækja í frían Aðsóknin á kaffistofuna hefur aukist vegna þess að fleiri vita af okkur, segir Óli Ágústs- son, forstöðumaður Samhjálpar Hvítasunnumanna. s g veit ekki hvort skjólstæð- ingum okkar er að íjölga en aðsóknin til okkar hefur aukist vegna þess að fleiri vita af okkur. Á síðasta ári voru skráðar 18.000-19.000 komur á kaffistof- una okkar,“ segir Óli Ágústsson, Óli Ágústsson, forstöðumaður Samhjálpar Hvítasunnumanna. Mynd: E.ól. mat forstöðumaður Samhjálpar Hvíta- sunnumanna. Á fundi félagsmálaráðs í lok sl. mánaðar var lagt fram bréf frá forstöðumanni Samhjálpar þar sem farið var fram á fjárstuðning vegna breytinga á kaffistofu safn- aðarins. Samþykkt var að vísa máhnu til umsagnar félagsmála- stjóra og til gerðar Ijárhagsáætl- unar fyrir komandi ár. „Þetta hefur verið svona síg- andi ólukka þessi þróun hjá okk- ur, en engin bomba,“ segir Óli. Hann segir þá sem þiggja ókeypis mat hjá Samhjálp séu meSt neð- anmálsfólk sem gistir einnig í gistiskýli Samhjálpar að Þing- holtsstræti. -grli

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.