Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Blaðsíða 5
Jlagur-Œinttrm Miðvikudagur 17. september 1997 - 5
i F R É T T I R
1 I
Leikskólakennarar
eiga rétt um 10 millj-
ónir króna í verkfalls-
sjóði. Verkfallsvarsla
skipulögð.
Við eigum rétt innan við 10
milljónir króna í kjara-
deilusjóði. Síðan eigum
við aðgang að vinnudeilusjóði
BSRB og eigum vilyrði fyrir
stuðningi frá Norræna kennara-
sambandinu," segir Björg
Bjarnadóttir, formaður Félags
íslenskra leikskólakennara.
Vinna er þegar hafin af full-
um krafti við undirbúning verk-
fallsvörslu félagsmanna í öllum
landshlutum, ef til verkfalls
kemur nk. mánudag. Þá mun
verkfallsstjórn verða á vaktinni
nánast allan sólarhringinn í höf-
uðstöðvum félagsins í Reykjavík.
Hún mun stýra aðgerðum í
verkfallinu og sinna undan-
þágubeiðnum sem kunna að
berast. Um 1100 virkir félags-
menn eru í FÍL. Að viðbættum
aukafélögum eru félagsmenn
alls tæplega 1400.
Þessir krakkar una glaðir og kátir í leikskólanum sínum, en margir foreldrar óttast að verkfail leikskólakennara
eigi eftir að valda börnum bæði óöryggi og vanlíðan.
200 leikskólar loka
Þótt starfsemi um 200 leikskóla
stöðvist ef til verkfalls kemur,
þá nær það ekki til um 20 leik-
skóla á landsvísu sem eru ýmist
einkareknir eða starfsræktir af
foreldrum. Þar af er um helm-
ingur þessara skóla á höfuð-
borgarsvæðinu.
A fundi Landssamtaka for-
eldrafélaga leikskóla í fyrra-
kvöld var lýst yfir miklum
áhyggjum af yfirvofandi verk-
falli og skorað á deiluaðila að
ná samningum svo hægt verði
að afstýra þeirri ringulreið, leið-
indum og auka kostnaði sem
verkfall myndi hafa í för með
sér bæði fyrir börn og foreldra.
-grh
Leikskólakennarar
eru að vígbúast
Beðið eftir
Friðrik
Enn bólar
ekkert á
því að Frið-
rik Sophus-
son Qár-
málaráð-
herra skipi
nefnd um
endurskoðun
á skattkerfi
landsins, en
þeirri ætlan
sinni lýsti
hann fyrir
allnokkru. Því síður er ljóst
hvort samtökum launafólks
verður boðin þátttaka í nefnd-
arstörfunum.
Steingrímur Ari Arason, að-
stoðarmaður fjármálaráðherra,
staðfesti að enn hefði engin
nefnd verið skipuð. Friðrik boð-
aði skipan skattanefndar í kjöl-
far þess að jaðarskattanefnd
lauk störfum án samkomulags
og með fulltrúa launafólks
ósátta.
„Við höfum ekkert heyrt um
þessa nefnd nema yfirlýsingar
fjármálaráðherra á sínum tíma.
Okkur hefur ekki verið boðið í
slíka nefnd. En það gefur auga-
leið að ef það á að fara fram
allsherjar uppstokkun á skatta-
kerfinu þá verður stjórnarand-
staðan að koma þar að og að
sjálfsögðu hinir stóru aðilar
vinnumarkaðarins. Það er óhjá-
kvæmilegt ef það á að nást sátt
um breytingar,“ segir Grétar
Þorsteinsson, forseti ASÍ. fþg
Friðrik
Sophusson.
Reykjavík
Fullorðinn maður lést eftir eidsvoða í Reykjavík í fyrrakvöid og
kona hans var flutt á sjúkrahús með reykeitrun.
Eldsupptök í
fatahengi?
Maður lést í elds-
voða í Reykjavík í
fyrrakvöld.
Sjötíu og þriggja ára
gamall maður lést eftir
eldsvoða á Grenimel 28
í fyrrakvöld. Eldur kom upp
í kjallara og þurftu reykkaf-
arar að brjóta glugga til að
komast inn. Tveir íbúar
voru í húsinu, roskin hjón,
og lést eiginmaðurinn
skömmu eftir björgun
slökkviðliðsins.
Konan fékk reykeitrun og
var flutt á Sjúkrahús
Reykjavíkur þar sem henni
leið eftir atvikum í gær. Þrír
íbúar á efri hæð hússins
fengu áfallahjálp.
Rannsóknadeild lögregl-
unnar fer með málið og
beindist grunur um elds-
upptök að fatahengi í gær.
Greiðlega gekk að slökkva
eldinn en íbúðin er mjög illa
farin af völdum vatns, reyks
og elds. BÞ
Ófremdarástand
og læknaleysi
Svava Sveinbjörnsdóttir
rekstrarstjóri
Ástandið er mjög slœmt
og það rœður sig enginn
fyrr en kjaranefnd hefur
skilað af sér.
Enn eru tvær stöður
lækna lausar á Eski-
firði. Ein umsókn
liggur fyrir en enginn
vill ráða sig fyrr en
kjaranefnd hefur úr-
skurðað um launin.
að er ófremdarástand
meðan hér er enginn fast-
ur læknir. Ástandið er
mjög slæmt og það ræður sig
enginn fyrr en kjaranefnd hefur
skilað af sér. Ilún er búin að
vera að ijalla um málið allt
þetta ár og hefur formaður
hennar sagt alþjóð að það megi
heita gott ef niðurstaða fæst
fyrir áramót. Þetta er mjög
slæmt.“
Þetta segir Svava Svein-
björnsdóttir, rekstrarstjóri
heilsugæslustöðvarinnar á Eski-
firði, í samtali við Dag-Tímann.
Umsóknarfrestur um tvær laus-
ar læknisstöður þar hefur verið
framlengdur hvað eftir annað
og rann síðasti frestur
út 15. september.
„Það sótti einn um,
en með þeim fyrirvara
að hann væri að skoða
sig um víðar. í sumar
voru hér læknanemar,
sem nú eru farnir. Við
fáum hingað mann-
eskju til bráðabirgða á
fimmtudag, en vitum
ekki hvað hún getur
verið lengi. Það vill
enginn binda sig fyrr
en kjaranefnd hefur skilað af
sér, en það átti hún að gera síð-
astliðið vor. Ég satt að segja skil
ekki af hverju stjórnvöld setja
nefndinni ekki tímamörk. Það
bíða allir og á meðan verður
ástandið sífellt verra,“ segir
Svava.
ft>K
VjD aruííi Hiiii
jxJýirt síirusjjJíJjjjar -zjyO 4*000 1
iSlýtJt &yo 40'JO m J
Opið virka daga kl. 9.00-17.00. rauði kross íslands