Dagur - Tíminn Akureyri - 30.09.1997, Side 10
10 - Þriðjudagur 30. september 1997
|Dagpr$Knmm
Endasprettur gest-
anna kom ofseint
Severiano Ballesteros hafði betur í viðureigninni við Tom Kite um Ryder-
bikarinn.
Evrópuúrvalið sigraði það
bandaríska í keppninni
um Ryderbikarinn, sem
lauk á Valderrama vellinum á
Spáni á sunnudaginn. Evrópu-
menn voru ótrúlega sigursælir
á næst síðasta keppnisdeginum,
á laugardag þegar liðið tryggði
sér fimm vinninga forskot. Sig-
urinn varð hins vegar ekki
tryggur fyrr en á 18. holunni á
sunnudaginn, eftir stórkostleg-
an endasprett bandaríska liðs-
ins. Leik Skotans Colin
Montgomerie við Scott Hoch,
lauk þá með jafntefii og viður-
eigninni lyktaði því með með
minnsta mögulega mun, 14,5-
13,5, rétt eins og þegar keppnin
var haldin síðast, í Bandaríkj-
unum fyrir tveimur árum.
„hetta mun fara í sögubæk-
urnar vegna þess að ég er fyrst-
ur til að vinna Ryderbikarinn
sem leikmaður og liðsstjóri. Ég
er hamingjusamasti maðurinn í
heiminum," sagði Severiano
Ballesteros, hinn litríki liðs-
stjóri Evrópuúrvalsins. Mörgum
fannst sem uppröðun hans
fyrstu tvo dagana væri sér-
kennileg og ákvarðanir hans
um að hvfla menn voru ekki all-
ar eins og búast hefði mátt við.
Árangur liðsins talaði hins veg-
ar sínu máli, því Evrópumenn
höfðu 10,5 vinninga gegn 5,5
eftir ijórleik og íjórmenning.
Stórsigur Ered Couples sem
hreinlega „jarðaði“ Ian Woosn-
am, reyndist vera fyrirboði
sunnudagsins þegar leikið var
maður gegn manni. Couples
„afgreiddi Woosnam litla“ á ell-
efu holum, en þær lék Couples
á sjö höggum undir pari.
Bandaríkjamenn voru í ölum
helstu hlutverkum að reyna við
hið ómögulega, að vinna upp
fimm vinninga forskot Evrópu í
tólf leikjum og óhætt er að
segja að gestirnir hafi komist
nærri því.
Evrópumenn fengu aðeins
fjóra vinninga lokadaginn. ítal-
inn Constantino Rocca gaf Evr-
ópumönnum trú, þegar hann
vann óvæntan en auðveldan
sigur á Tiger Woods og sama
gerði Svfinn Per Ulrik Johanson
sem lagði Davis Love III. Áður
hafði Daninn Tomas Bjorn gert
jafntefli við Justin Leonard og
það kom í hlut Pjóðverjans
reynslumikla, Bernhards
Langer, að innbyrða vinning
gegn Brad Faxon á 17. flötinni
og tryggja Evrópumönnum því
jafntefli. Næstu vinningar féllu
allir gestunum í skaut, meðal
annars náði Lee Janzen að
snúa leiknum gegn Olazabal sér
í hag á lokaholunum. Allt var
undir lokaleiknum komið,
viðureign Montgomerie og Iloch
sem voru jafnir eftir sautjándu
holuna. Iloch lenti hins vegar í
nokkrum vandræðum í karga
og Skotinn sem var með góða
vinningsstöðu, bauð Hoch jafn-
tefli, sem hann þáði.
KNATTSPYRNA •
Enska úrvalsdeiidin
Úrslit í ensku
úrvalsdeildinni:
Aston ViIIa-Sheff. Wed. 2:2
Staunton 32.,
Taylor 49. - Collins 26.,
Wittingham 42.
Barnsley-Leicester 0:2
- Marshali 55.,
Fenton 63.
Chelsea-Newcastle 1:0
Poyet 75 -.
Crystal Pal.-Bolton 2:2
Warhurst 9.,
Gordon 19. -
Beardsley 36.,
Johansen 66.
Dcrby-Southamplon 4:0
Eranio 76. vsp.,
Wancope 79.,
Baiano 82., Carsley 84 -.
Everton-Arsenal 2:2
Ball 49.,
Cadamarteri 56. -
Wright 32., Overmars 41.
Leeds-Man. Utd. 1:0
Wetherall 34 -.
Tottenham-Wimbledon 0:0
West Ham-Liverpool 2:1
Hartson 16.,
Berkovic 65. -
Fowler 52.
Blackburn-Coventry 0:0
Staðan er nú þessi:
Arsenal
Man. Utd.
Leicester
Chelsea
Blackburn
Leeds
West Ham
Derby
I.iverpool
Newcastle
Crystal Pal.
Coventry
Tottcnham
Aston Villa
Wimbledon
Everton
Bolton
Sheff. Wed.
Barnsley
Southampton
954 022:10 19
9 5 3 1 12: 4 18
9 5 3 1 13: 6 18
85 1 222:1016
8 4 3 1 19: 9 15
941 411:11 13
941 412:1413
7 4 0 3 14: 7 12
83 3 2 12: 8 12
6 40 2 6: 512
93 2 4 9:11 11
8242 8:11 10
9243 6:1010
9 315 10:15 10
82 3 3 10:10 9
8224 10:13 8
8 1 52 8:11 8
9 1 3 5 11:22 6
92 0 7 7:23 6
9117 5:17 4
KNATTSPYRNA • Enska úrvalsdeildin
Toppliðin töpuðu stigum
Gustavo Poyet frá Uruguay skoraði sigurmark Chelsea.
Topplið ensku úrvalsdeild-
arinnar töpuðu flest stig-
um um helgina.
Manchester United tapaði sín-
um fyrsta deildarleik og féll úr
toppsætinu. Sæti þeirra tekur
Arsenal, þrátt fyrir að ná að-
eins stigi á Goodison park.
David Wetherall skoraði sitt
fyrsta deildarmark fyrir Leeds á
keppnistímabilinu og það
reyndist nóg gegn Englands-
meisturunum. Nigel Martyn,
markvörður, var hetja Leeds á
fyrsta hálftímanum, þegar hann
varði oft vel, en kollegi hans á
hinum enda vallarins, Peter
Schmeichel, þurfti einnig að
taka á stóra sínum. írski harð-
jaxlinn hjá Manchesterliðinu,
Roy Keane, meiddist undir lok
leiksins, eftir tæklingu og tví-
sýnt er að hann geti leikið með
Man. Utd. í Meistarakeppninni
annað kvöld.
Robbie Fowler, framherji
Liverpool, sendi Gienn Hoddle,
þjálfara enska landsliðsins,
skilaboð um að hann væri
reiðubúinn í enska landsliðs-
hópinn, sem leikur gegn ftah'u.
Fowler skoraði glæsilegt mark
með vinstri fæti, en það dugði
Liverpool ekki á Upton Park.
Vörn Liverpool var götótt og
varnarmenn liðsins voru víðs-
íjarri þegar John Hartson skor-
aði fyrra markið á 16. mínútu.
Eyal Berkovic gerði síðan sigur-
mark leiksins á 65. mínútu.
Meiri broddur var í sóknarleik
Liverpool síðasta stundarfjórð-
unginn, eftir að Karl Heinz
Riedle kom inná, en sú skipting
náði ekki að færa Liverpool
jöfnunarmark.
„Chelsea er með gott lið og
hafði ekki heppnina með sér
gegn Arsenal og Manchester
United, svo kannski áttu þeir
skilið að fá eitthvað út úr þess-
um leik,“ sagði Kenny Dalglish,
stjóri Newcastle, eftir 1:0 tap í
Lundúnum. Gustavo Poyet skor-
aði eina mark leiksins á 75.
mínútu. Leikmenn Chelsea fóru
oft illa með færin, en Newcastle
fékk einnig gullin tækifæri. Jon
Tomasson skallaði framhjá um
miðbik fyrri hálfleiksins og á
lokamínútunni þurfti Ed de Goy,
markvörður Chelsea, að taka á
honum stóra sínum til að verja
frá varamanninum Keith Gil-
lespie.
Paulo Wanchope var besti
maður vallarins þegar Derby
tók botnlið Southampton til
bæna á heimavelli sínum.
Wanchope fór oft mjög illa með
varnarmenn gestanna sem
héldu hreinu á fyrstu 75 mínút-
um leiksins. Á þeirri 76. skor-
aði Francesco Baino fyrsta
mark leiksins úr vítaspyrnu og
á næstu sjö mínútum bættu
leikmenn Derby við þremur
mörkum til viðbótar.
„Við viljum fá okkar Totten-
ham aftur,“ og „við viljum fá
Francis í burtu“ sungu óhressir
stuðningsmenn Lundúnarliðsins
á meðan á leik liðsins við
Wimbledon stóð. Tottenham
misnotaði góð marktækifæri til
að gera út um leikinn sem varð
markalaus. Pess má geta að Joe
Kinnear, stjóri Wimbledon, hef-
ur verið orðaður sem liklegur
eftirmaður Francis hjá Totten-
ham, verði Francis gert að taka
pokann sinn.
Táningarnir Micheal Ball og
Danny Cadamarteri, sem eru
sautján ára gamlir, voru hetjur
Everton sem náði stigi gegn
Arsenal. Dennis Bergkamp
lagði upp mark fyrir Ian Wright
á 32. mínútu og níu mínútum
síðar bjó Wright til marktæki-
færi fyrir Marc Overmars, sem
lét það ekki ganga sér úr greip-
um. Táningarnir sáu síðan til
þess að heimaliðið jafnaði leik-
inn, en Arsenal komst með úr-
slitunum á topp deildarinnar.
fslendingarnir Ilermann
Flreiðarsson og Guðni Bergsson
léku báðir með liðum sínum,
sem skildu jöfn, 2:2 í innbyrðis-
viðureign. Daninn Michael
Johnson tryggði Bolton annað
stigið með marki á 66. mínútu
og Crystal Palace er því enn án
sigurs á heimavelli sínum.