Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Blaðsíða 5
iOitgur-'QIímtmt Þriðjudagur 7. janúar 1997- 5 Framfærsíukostnaður Nefiid á vegum Davíðs skilar hálfimnu verki Verðlag fsland sér á báti Frá blaðamannafundi í gær. Myra. þök. Verð á matar- og drykkjarvörum 48% hærra á íslandi en í ESB. Engar tillögur til að lækka framfærslu- kostnað heimila Vérðlag á matar- og drykkjarvörum hér á landi er allt að 48% hærra en gengur og gerist í ríkjum ESB. Hinsvegar er hús- næðis-, eldneytis- og orkukostn- aður 27% lægri hérlendis en í ESB-löndum. í þeim efnum veg- ur einna þyngst hitaveituvatnið. Rekstur fasteigna er ódýrastur á Selfossi en hæstur í Stykkis- hólmi. Rafmagn er ódýrast á Akranesi en dýrast í Neskaup- stað. Hlnsvegar er ódýrast að hita upp húsnæði á Sauðárkróki en dýrast á Akranesi. t»á hefur mismun- ur á verði matvæla minnkað á milli helstu þéttbýlis- staða á lands- byggðinni miðað við höfuðborgar- svæðið í framhaldi af aukinni samkeppni og breytt- um verslunarháttum. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu nefndar sem forsætis- ráðherra skipaði í fyrra til að kanna og gera tillögur um leiðir til að lækka framfærslukostnað heimilanna. Auk þess var nefndinni falið að kanna þróun vöruverðs á landsbyggðinni. Það vekur hinsvegar tölu- verða athygli að nefndin leggur ekki fram neinar beinar tillögur til að lækka matarverð eða annan kostnað sem vegur þungt í framfærslu heimilanna. Þaðan af síður er ekki að finna í niðurstöðu nefndarinnar neinar tillögur sem miða að því að jafna þann mismun sem er á raforkuverði eða á rekstri fast- eigna. Björn R. Guðmundsson for- maður nefndarinnar, sem jafn- framt er starfsmaður Þjóðhags- stofnunar, sagði á blaðamanna- fundi í gær að engar einfaldar lausnir væru á hraðbergi til að lækka framfærslukostnað heim- Ua auk þess sem nefndin hefði ekki haft burði né getu til að leggja fram tillögur í þeim efn- um. Þar að auki væri verið að vinna að þeim málum víðsvegar í kerfinu. Hinsvegar gætu stjórnvöld beitt ýmsum aðferð- um til að hafa áhrif á þessa þætti sem valda mismunandi framfærslukostnaði. Auk Björns R. Guðmunds- sonar áttu sæti í nefndinni þau Hansína Á. Stefánsdóttir frá ASÍ og Guðni Níels Aðalsteinsson hagfræðingur VSÍ. Þá starfaði Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur ASÍ að hluta til með nefndinni. -grh Blöð og tímarit kosta allt að 160% meira hérlendis en í ESB-löndum. Þá er verð á hótelum og veitingahúsum allt að 42% hærra en þar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu nefndar um framfærslukostnað heimilanna. Þar kemur einnig fram að fatnaður er 23% dýrari á ís- landi en gengur og gerist í ríkj- um ESB og skófatnaður 13% dýrari. Þá er verð á tómstunda- vörum sagt vera hvergi hærra en hórlendis miðað við Evrópu, eða 40% yfir meðaltali. Þótt kostnaður við einkabílinn og kaup á flutningaþjónustu sé 20- 30% hærri á íslandi en í ESB- ríkjum er rekstrarkostnaður við bílinn um 8% ódýrari hér. Hins- vegar er verð fyrir íjarskipta- þjónustu 40% lægra hér en gengur og gerist í nágranna- löndunum. Þótt verðlag á lyfjum sé sagt vera 5% undir meðallagi í ESB- ríkjum, þá ber að taka þann samanburð með fyrirvara að mati skýrsluhöfunda. Það stafar m.a. af því að allur samanburð- ur í þeim efnum getur verið erf- iður vegna þess að lyfjaneysla er afar ólík frá einu landi til annars. -grh Björn R. Guðmundsson hjá Þjóðhagsstofnun Engar einfaldar lausnir til að lœkka framfœrslu- kostnað heimila Sundlaugar Mynd: JHF Skóstuldur eykst í sundi Foreldrar: Reynið að koma í veg fyrir að börnin ykkar fari í sund í mjög dýrum fatnaði, sérstaklega hvað skóna varðar. Þetta eru skilaboð Kristjáns Ögmundssonar, yfirmanns Laugardalslaug- arinnar. Þar, líkt og í öðrum íþrótta-, æskulýðs- og ýms- um samkomustöðum, hefur færst í vöxt að undanförnu að skóm hafi verið stolið. Ekki er hægt að fullyrða að kröpp kjör ráði ferðinni því einkum er sóst eftir dýr- um tískuíþróttaskóm sem kosta allt upp í 10.000 kr. í Laugardalslauginni eru gestir beðnir um að taka með sér skóna í læsta skápa en alltaf er einhver mis- brestur á að farið sé eftir því. Hvað yngri börn varðar sem e.t.v. hafa ekki skilning á þessu öryggisatriði er full ástæða fyrir foreldra að taka skilaboð Kristjáns til greina. BÞ Alþýðusambandsfólk Fjórðungurmn fengið yfír 8-9% launahækJkun Greitl tímakaup hækkaði um 8-9% og þaðan af meira hjá fjórðungi ASÍ-fóiks en annar fjórðungur náði tæpast umsaminni hækkun Paraður samanburður, þ.e. samanburður á greiddu tíma- kaupi sömu einstaklinga innan ASÍ frá 2. ársfjórðungi 1995 og sama tíma 1996, sýnir mjög misjafnar launahækkanir. Um- samdar kauphækkanir voru 3% hjá iðnaðarmönnum og 2.700 kr. hjá öðrum, sem svarar til rúmlega 5% hækkunar allra lægstu kauptaxta en kringum 3% miðað við 80-90 þús.kr. laun. Fjórðungur verkakvenna á almenna markaðnum fékk samt innan við 1% launahækk- un og ljórðungur allra starfs- stétta ASÍ fékk minna en 3% launahækkun. Annar Qórðung- ur sömu stétta fékk hins vegar 8-10% launahækkun og þaðan af meira. Kj ar arannsóknarnefnd kemst að þeirri niðurstöðu að meðalhækkun greiddra dag- vinnulauna þess Alþýðusam- Hækkunin var mest tæplega 6% hjá af- greiðslukonum og iðnaðarmönnum hjá borginni, en minnst rúmlega 3% hjá skrif- stofukörlum. bandsfólks sem var í sömu störfum á þessu tímabili hafi verið 4,5% á almenna vinnu- markaðnum og nánast sama hlutfall hjá ASÍ-fóIki í starfi hjá ríkinu og Reykjavíkurborg. Hækkunin var mest tæplega 6% hjá afgreiðslukonum og iðnað- armönnum hjá borginni, en minnst rúmlega 3% hjá skrif- stofukörlum. Jafnframt kemur í ljós að launahækkanir hjá þeim fjórð- ungi launþega á almenna markaðnum sem minnst fékk voru 3% eða minna. En launa- hækkanir þess fjórðungs sem fengsælastur var um 9% eða þaðan af meira. Þessi munur var þó almennt heldur minni hjá því ASÍ-fólki sem starfar hjá ríki og borg. Undantekning frá þessu voru iðnaðarmenn í starfi hjá Reykjavíkurborg. Fjórðung- ur þeirra fékk minna en 3% kauphækkun, en annar fjórð- ungur 14% hækkun eða þaðan af meira. Helmingm- hópsins var svo þarna á milli þannig að meðalhækkun allra var tæplega 6% á tímabilinu. Fjölmiðlar \1kublaðið vinstra blað s tgefendur Vikublaðsins ætla ekki að selja blaðið heldur telja það geta orðið góðan kost fyrir vinstri menn. Vegna umræðu um hræringar á blaðamarkaði vilja útgefendur taka fram að engar viðræður hafa farið fram við þá um kaup á blaðinu. Illutafélag- ið Tilsjá rekur Vikublaðið og hefur sjálfstæðan fjárhag sem er aðskilinn frá Alþýðubanda- laginu. Útgefendur segja að blaðið sé nú rekið með hagnaði eftir hagræðingu og framtíð þess sé í höndum kaupenda.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.