Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Blaðsíða 1
~~JP2H322Í3HI Fíflar og ruimar að springa út á jólum Sum vorblóm og runnar virðast hafa ruglast í ríminu í nóv- emberkuldanum og haldið að veturinn væri búinn. Landsmönnura er örugg- lega flestum tamara að líta á túnfífla sem vorboða heldur en jólablóm. Það vekur því óneitanlega athygli að sjá hálfútsprungna fífla hingað og þangað í görðum Reykvíkinga á þrettándanum. Páskaliljur, krókusar og túlípanar virðast líka eitthvað vera að ruglast í ríminu og sömuleiðis sumar tegundir innfluttra runna. Garðyrkjustjórinn í Reykjavík, Jóhann Pálsson, var spurður hvort það sé hugsanlegt að langvarandi frost í nóvember með óvenjulegum hlýindakafla á eftir hafi ruglað sumar plönt- ur svo í ríminu að þær hafi haldið að vorið væri komið nú um jólaleytið. „Það gæti verið, vegna þess að kuldinn hefur reynt töluvert á plönturnar. Þær eru búnar að fá kuldasjokk og farið að ganga á svefnlyfin þeirra, þannig að þær geta raknað úr rotinu þegar kemur svona óvænt hitabylgja," sagði garðyrkjustjóri. „Aftur á móti varð maður ánægður að það skuli aftur vera að kólna. Því komi mikil hitaköst um þetta leyti þá geta runnar farið að hreyfa sig úr þessu. Þeir hafa þó ekki brum- að það mikið að það sé hætta af því ennþá. En úr þessu vill maður ógjarnan fá of langa hlý- indakafla fyrr en að vori,“ sagði Jóhann Pálsson. Reykjavík í gær. Fífill í húsagarði og runni að vakna til lífsins. Mynd: i Ólafsfjörður Hröpuðu tíu metra á véisleða í ískaldan sjó Lífið í landinu Fátækir bera sig frekar eftir aðstoð? Fátækt á ís- landi óx gríðar- lega árin 1990 til 1995 en hefur minnkað aftur milli ára 1995 og 1996, samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem Stefán Ölafsson og Karl Sigurðsson hjá Félags- vísindastofnun hafa gert. Þeir sem veita fátækum aðstoð telja hins vegar að fátækt hafi staðið í stað eða aukist árið 1996. Cecil Haraldsson fríkirkju- prestur segir þó skýringuna á íjölgun milli ára kunna að vera þá að fátækir séu orðnir með- vitaðir um að þeir tilheyri tekjulægstu hópum þjóðfélags- ins og beri sig frekar eftir að- stoð en áður. -GHS Sjá umfföllun um fátœkt á íslandi á bls.14 og 15. 13 ára gömul stúlka slasaðist töluvert á baki þegar vélsleði sem faðir hennar ók fór fram af 10 m hárri syllu í Kleifum við Ólafsfjörð og hafnaði í ísköldum sjónum sl. laugardag. Feðginunum tókst að kom- ast upp úr sjónum á eigin spýtur og fóru um 100 m leið upp í hlíðina þar sem faðir- inn skaut upp neyðarblysi sem hann ber ávallt innan klæða þegar hann fer á fjöll. Það reynist nothæft þrátt fyrir að hafa lent í sjónum og náði at- hygli Gunnars Steinssonar sem var á ferð í nágrenninu á bíl sínum. „Ég var að keyra þarna út eft- ir og sá neyðar- blysið á brúnni við Ytri-Á. Þegar ég nálgaðist veifaði maðurinn mikið með höndunum og ég hélt að til stæði að fara að skjóta upp einhverjum kynstrum af rak- ettum og hann væri að benda mér á að snúa við. Ég bakkaði því bflnum en sá þá að hann veifaði af enn meiri krafti, þannig að ég ók að þeim og sá þá stúlkuna sem lá á brúnni, grátandi og ísköld, auk þess sem hún kvartaði undan bakverkjum. Þau voru bæði rennandi blaut í nístings- frostinu,“ sagði Gunnar í gær í samtali við Dag-Tímann. Gunnar og faðir stúlkunnar báru hana síðan varlega í bflinn og óku síðan á Heilsugæslustöð- ina í Ólafsfirði. Eftir skoðun þar var hún flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og dag- inn eftir var flogið með hana til Reykjavíkur þar sem hún liggur nú á barnadeild Landspítalans. Líðan hennar mun eftir atvik- um. „Að sögn Gunnars eru litlar mannaferðir á þessu svæði en slysstaðurinn er um 3 km frá bæjarmörkum Ólafsfjarðar. Hann segir að feðginin hafi bæði verið vel klædd og það hafi eflaust bjargað miklu. „Það var algjör tilviljun að ég fór þarna út eftir og mér þykir vænt um að hafa verið réttur maður á réttum stað. Aðrir höfðu séð ljósin en gerðu ekkert með það enda engin nýlunda að sjá blys á lofti í byrjim janúar," sagði bjargvætturinn Gunnar Steinsson. BÞ „Stúlkan lá á brúnni, grátandi og ísköld, auk þess sem hún kvartaði undan bakverkjum. Þau voru bœði rennandi blaut í nístings- frostinu, “ segir bjargvættur- inn, Gunnar Steinsson. Lífift I lanrlinii Ungt fólk # pólitík SÍMANÚMER Á RITSTJÓRN ER 800 7080

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.