Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Blaðsíða 10
10 - Þriðjudagur 7. janúar 1997
jOagur-Œxmimx
ENGLAND
Chelsea gegn
Liverpool
Dregið var í 4. umferð FA
bikarsins á sunnudag og
stærsti leikurinn verður ef-
laust viðureign Chelsea og
Liverpool á Brúnni. Eftir-
farandi lið drógust saman
og leikirnir verða leiknir
helgina 25. og 26. janúar.
Peterborough - Wrexham/
West Ham
Charlton/
Newcasile-Nottm. Forest
Blackburn-Coventry/Woking
Luton/Bolton-Chesterrield/
Bristol City
Birmingham-Stoke/Stockport
QPR/IIuddersfield-Barnsley/
Oldham
Portsmouth-Beading;
Carlisle/I’ranmere-Sheff. Wed.
Everton-Bradford
Hednesford Town/
York-Middlesbrough
Chelsea-Liverpool
Gillingham/Derby-Notts
County/Aston Villa
Leicester/Southend-Norwich
Arsenal/
Sunderland-C. Palace/Leeds
Brentford/Man. City-Watford/
Oxford
Man. Utd.-Crewe/Wimbledon
Úrslit í 3. umferð
Charlton-Ncwcastlc 1:1
Everton-Swindon 3:0
Man. Utd.-Tottenham 2:0
Wycombe-Bradford 0:2
Arsenal-Sunderland 1:1
Birmingham-Stevange 2:0
Blackburn-Port Vale 1:0
Chelsea-West Brom 3:0
Livcrpool-Burnley 1:0
Middlesbrough-Chester 6:0
Norwich-Sheff. Utd. 1:0
Nottm. Forest-Ipswich 3:0
Plymouth-Peterborough 0:1
QPR-Huddcrsfield 1:1
Reading-Southampton 3:1
Sheff. Wed.-Grimsby 7:1
Wolves-Portsmouth 1:2
Wrexham-West Ham 1:1
Frestað:
Notts County-Aston Villa
Barnsley-Oldham
Brentford-Man. City
Carlisle-Tranmere
Chesterfield-Bristol City
Coventry-Woking
Crewe-Wimbledon
Crystal Palace-Leeds
Gillingham-Derby
Hedesford Town-York
Leicester-Southend
Luton-Bolton
Stoke-Stockport
Watford-Oxford
Hamar
félagsheimili Pórs:
Salir til leigu
Tilvaldir til hvers
konar íþrótta- og tóm-
stundaiðkana.
Gufa - Pottur -
Búningsaðstaða
Hamar
sími 461 2080
í Þ R
HANDBOLTI • 1. deild karia
UMFA heldur
sinustriki
Aðfarir þeirra Julian Róberts Duranona, Guðjóns Árnasonar og Sverris
Björnssonar eru kostulegar á þessari mynd sem tekin var í leik KA og FH.
Mynd: GS
Afturelding hélt sig-
urgöngu sinni áfram í 1.
deild karla í handknatt-
leik. Liðið sótti tvö stig í Garða-
bæinn þar sem liðið lagði
Stjörnuna að velli 26:29 og
Mosfellsbæingar stefna ótrauðir
að deildarmeistaratitlinum,
þeim fyrsta í sögu félagsins.
Leikur liðanna var jafn allt
fram undir miðjan síðari hálf-
leikinn, en þá tókst Aftureld-
ingu að ná íjögurra marka for-
skoti, 19:23 og það bil tókst
heimamönnum ekki að brúa.
KA-FH 29:25
KA-menn lentu í mestu vand-
ræðum með FH-inga á Akur-
eyri. FH-ingar byrjuðu betur,
voru drjúgir í hraðaupphlaup-
Staðan
UMFA 13 12 0 1 353:314 24
Haukar 13 92 2 334:31220
KA 13 8 1 4 352:341 17
Fram 4 13 7 2 4314:279 16
ÍBV 11 60 5 269:254 12
Stjarnan 12 5 0 7 316:312 10
Valur 12 42 6 269:275 10
HK 13 4 1 8 292:313 9
Selfoss 13 4 1 8 320:356 9
FH 12 40 8 285:322 8
ÍR 11 3 1 7 267:270 7
Grótta 12228278:304 6
um og náðu snemma fjögurra
marka forskoti, 3:7. FH leiddi
með einu marki í leikhléi 16:17,
en KA-mönnum tókst að snúa
leiknum sér í hag í síðari hálf-
leiknum og sigur liðsins var ör-
uggur í lokin.
„Þetta var mjög köflótt hjá
okkur. Ég var mjög óánægður
með fyrri hálfleikinn og við
gerðum mörg mistök framan af.
Boltinn gekk hins vegar vel í
sókninni síðustu fjörti'u mínút-
urnar í leiknum og vörnin og
markvarslan var góð í síðari
hálfleiknum," sagði Alfreð
Gíslason, þjálfari KA.
Haukar-HK 25:23
Haukar þurftu að hafa mikið
fyrir stigunum gegn HK, sem
leiddi nær allan fyrri hálfleikinn
og í leikhléi var staðan 11:12.
Haukar komust yfir 15:12 en í
kjölfarið fylgdi leikkafli þar sem
heimamenn skoruðu aðeins tvö
mörk gegn átta mörkum HK.
Haukarnir náðu sér aftur á
strik og skoruðu tvö síðustu
mörkin í leiknum.
Selfoss-Valur 21:25
Selfyssingar mega illa við því að
missa lykilmenn eins og Björg-
vin Rúnarsson og það kom á
daginn gegn Val. Valsmenn
gerðu sig líklega til að kafsigla
heimamenn þegar í fyrri hálf-
leiknum og komust í 3:10.
Heimamenn náðu mest að
minnka muninn í tvö mörk,
21:23 en Valsmenn svöruðu fyr-
ir sig með tveimur mörkum í
lokin.
Fram-Grótta 34:17
Framarar hafa unnið stærstu
sigrana á íslandsmótinu í vetur.
Skemmst er að minnast nítján
marka sigurs liðsins gegn FH
og Gróttumenn yfirgáfu Fram-
heimihð með sautján mörk á
bakinu. Yfirburðir Fram voru
miklir og helmingsmunur var á
liðunum nær allan leiktímann.
Leik ÍBV og ÍR var frestað á
sunnudaginn vegna erfiðra
flugskilyrða. Reyna átti aftur í
gærkvöld, en lyktir leiksins
voru ekki ljósar fyrir vinnslu
blaðsins.
ENSKA KNATTSPYRNAN • FA bikarinn
Stóriiðin skriðu i gegn
David Beckham skoraði síðara mark Man. Utd. í 2:0 sigri á Tottenham.
Markið kom úr aukaspyrnu af 25 metra færi en lan Walker var staddur í
markinu og horfði á eftir boltanum í netið.
Manchester United
sigraði Tottenham
í risaslagnum.
Um helgina var leikin 3.
umferð FA bikarkeppn-
innar og nú voru úrvals-
deildarliðin mætt til leiks. Stór-
leikur umferðarinnar var á Old
Trafford á sunnudag þar sem
Manchester United tók á móti
Tottenham. Leikurinn var ekki
merkilegur en United sigraði
vængbrotið Tottenham-liðið 2:0.
Liverpool marði sigur á Burnley
á laugardag en Newcastle og
Arsenal þurfa bæði að leika aft-
ur eftir jafnteflisleiki.
Beðið var með eftirvæntingu
eftir leik Man. Utd. og Totten-
ham en leikurinn stóð ekki und-
ir væntingum og bæði lið voru
langt frá sínu besta. í lið Totten-
ham vantaði Teddy Sheringham,
Darren Anderton, Chris Arm-
strong og Stefen Iversen, sem
voru ýmist meiddir eða veikir.
Andy Cole leiddi sókrnna hjá Un-
ited í fyrsta sinn frá byrjun leiks
og sýndi að hann hefur ekki
gleymt því hvernig á að brenna
af. Hann náði þó að leggja upp
fyrra mark liðsins, sem Paul
Scholes skoraði en síðara mark-
ið skoraði David Beckham beint
úr aukaspyrnu af 25 metra færi.
í metabækur
Ian Culverhouse, varnarmaður
Swindon, skráði nafn sitt í meta-
bækur þegar hann var rekinn af
leikvelli eftir aðeins 52 sekúnd-
ur af leik liðsins gegn Everton.
Hann varði skot frá Andrei
Kanchelskis með hendi á mark-
línunni og dómarinn hikaði ekki
við að lyfta rauða spjaldinu. Ev-
erton vann 3:0 en þegar yfir
lauk var Swindon aðeins með 9
leikmenn eftir að öðrum varnar-
manni, Gary Elkins, var einnig
vísað útaf síðla leiks.
Newcastle náði aðeins 1:1
jafntefli á útivelli gegn Charlton
þar sem Robert Lee skoraði
mark Newcastle gegn sínu
gamla félagi. „Ég er vonsvikinn
með að við höfum ekki unnið á
útivelli í þrjá mánuði. Við lék-
um vel í fyrri hálfleik en hætt-
um alveg að spila fótbolta í
þeim síðari,“ sagði Kevin Keeg-
an, stjóri Newcastle.
Burnley mætti á Anfield til
að verjast og þeim tókst það
ágætlega. Stan Collymore skor-
aði eina mark leiksins snemma
leiks en leikmenn Liverpool
komust ekki lengra þrátt fyrir
linnulausa sókn.
Vantar framherja
Arsenal tók á móti Sunderland
og náði ekki að knýja fram sig-
ur þrátt fyrir mörg góð færi. Li-
onel Perez varði sem berserkur
í marki gestanna og tryggði
Sunderland annað tækifæri á
heimavelli eftir rúma viku.
John Hartson skallaði í markið
snemma leiks en hann missir af
endurtekningarleiknum vegna
leikbanns og sömu sögu má
segja af Ian Wright. Þá er fram-
herjinn Dennis Bergkamp
meiddur og hefur ekkert verið
með að undanförnu.