Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Blaðsíða 6
6 - Þriðjudagur 7. janúar 1997 ^tgur-®múrat FRETTASICYRIN G Stóriðja/mengun llppi undr mengunailiaki Parísarsamningsins Jón Birgir Pétursson skrifar Kjósarbændur þurfa trúlega engu að kvíða. Sex hundruð grömm af eitr- inu flúor munu fljóta út í andrúmsloftið úr hverju framleiddu tonni af áli í hugs- anlegu álveri Columbia á Grundartanga. Sú tafa er upp undir þaki Parísarsamningsins tmi mengtm frá stóriðju að sögn Hjörleifs Guttormssonar. Bænd- ur í Kjós eru slegnir óhug vegna talna sem borist hafa frá Hollustuvernd um eiturefni sem munu leika lausum hala í um- hverfinu frá væntanlegu álveri. Þeir undirbúa kröfugerð á hendur stórnvöldum og verk- smiðjueigendum. Allt innan marka En Hollustuvernd er ekki sam- mála bændum. Allt innan eðli- legra marka, segja menn á þeim bæ. Dagur-Tíminn ræddi í gær við Ólaf Pétursson efna- verkfræðing sem stjórnar mengunarvörnum Hollustu- verndar. Einnig var rætt við Hjörleif Guttormsson alþingis- mann sem undirbýr kröftugar athugasemdir gegn starfsleyfi álvers á Grundartanga. Hann segir starfsmenn Hollustu- verndar tala gegn betri vitund í þessu máli. „Það sem við erum að hugsa um þarna eru ................ brennisteins- díoxíð og flúor- íð, efni sem menn hafa kannski áhyggjur af í næsta um- hverfi sínu. Dreifing þeirra verðin- sam- kvæmt okkar spám með ■ ■■ þeim hætti að við verðum alveg innan ásættanlegra marka,“ sagði Ólafur Pétursson. „Svo er aftur á móti koldíox- íð sem fer út í gífurlegu magni, rúmlega 180 þúsund tonn á ári, þar erum við ekki'að hugsa um umhverfisáhrif á staðnum, heldur alþjóðleg áhrif, sem þarf að hafa áhyggjur af. Það er þá spurning um að þetta hafi áhrif á þennan alþjóðlega samning sem við höfum undirritað um takmörkun á losun gróðurhúsa- lofttegunda. Það er hlutur sem umhverfisráðuneytið hefur sagt að sé ásættanlegt og það verð- um við að taka gilt,“ sagði Ólaf- ur. a Ósýnilegt fínkornað ryk Fleiri efni en þau þrjú sem Kjósarbændur óttast, munu berast frá Grundartanga. Til viðbótar eru áloxíð- og flúoríð- k, afar fínkornuð efní, sem lafur segir að ekki séu hættu- leg efni, og eigi ekki að verða í þeim mæli að þau verði sýnileg. Flúor er bæði rykkennt og loftkennt efni sem hegðar sér nánast eins og lofttegund. Reiknað er með að álverið nýja muni dæla frá sér 108 tonnum af flúori á ári hverju, 296 kíló- um á sólarhring, 12 kilóum á klukkustund. Brennisteinsdíoxíð og koldíoxíð eru loftkennd efni og berast um stór landsvæði, sem og rykið sem frá verksmiðj- unni kann að berast. Brenni- steinsoxíð í miklum styrk er eit- urefni, sem sagt er að leki út í andrúmið í talsverðu magni, 3.780 tonn á ári, eða rúm 10 tonn á degi hverjum. Koldíoxíð er í raun og veru náttúrulegt efni, en hefur skaðleg áhrif á ósónlagið eigi að síður. Ólafiu- telur að mengunar- álagið í Kjósarsýslu eigi alls ekki að hafa áhrif á til dæmis lífræna ræktun grænmetis, né heldur á ferðamannaslóðir við Hvalfjörð, nema þá kannski sem sjónmengun handan fjarð- arins. Brothættur alþjóðasamningur Ólafur sagðist lítið geta fullyrt um það hvort ísland væri með þessu að brjóta Ríó-samninginn sem Eiður Guðnason, þá um- hverfisráðherra, undirritaði fyrir landsins hönd eftir um- hverfisráðstefnuna miklu árið 1990. Þá undirgengust íslensk yfirvöld að draga úr losun loft- tegunda út í andrúmsloftið sem ....-......- hafa skaðleg Um 180 þúsund tonn af koldíoxíði hafa óheillavænleg gróðurhúsaáhrif fyrir umheiminn - stefnir í brot íslendinga á Ríó-samningnum. áhrif á ósónlag jarðar, þannig að þessi útlos- un yrði ekki meiri um alda- mót en hún var við undirritun samningsins fyrir nær 7 ár- um síðan. „Við vitum ..........— að það verður ákaflega erfitt að standa við þennan samning, en reynt verð- ur að draga úr þessum áhrifum annars staðar, menn munu reyna að setja upp áætlun til að standa við samninginn,“ sagði Ólafur. Engin eitrunaráhrif í Hafnarfirði íslendingar hafa áratugalanga reynslu af álverinu í Straums- vík. Ólafur segir að eftir að nýr mengunarvarnabúnaður kom þar upp hafi sýnt sig að barrtré Hafnfirðinga og annar gróður í nágrenni verksmiðjunnar sýnir engin merki um eitrun. Aður Hreiðrar sig blikinn - en hvertfer œðurin? Mynd: GS mældust töluverð áhrif af eitr- inu í nágrenninu. Á Grundar- tanga verði mengunarvarnir gagnvart flúori enn strangari en í Straumsvík. Undirbýr sókn á Alþingi Ötizlasti umhverfissinninn í hópi alþingismanna, líffræðingurinn Hjörleifin- Guttormsson, er eng- an veginn á sama máli og Holl- ustuvernd og Umhverfisráðu- neytið. „Á næstu dögum mun ég fara nákvæmlega ofan í starfsleyfið því það er kominn eindagi með tilliti til athugasemda. Eins og þetta leit út, þá er þarna um að ræða mörk sem eru í 0,6 kíló á hvert framleitt tonn í flúor, sem smýgur inn sem hámark í París- ar-samningnum, en það er hins vegar uppi í þaki, og óeðlileg mörk. Norðmennirnir fara niður í 0,4 kíló á tonn, það munar um það. Þessu náðu þeir með vot- hreinsun sem er aðgerð sem er sérstaklega gegn brenni- steinsdíoxíði, sem þeir ná niður í 2 kíló per tonn, en þarna er ekki um neina hreinsun að ræða gagnvart brennisteini. Við miðum lík- lega við það sama á Grund- artanga og í Straumsvík, 21 kíló á tonn,“ sagði Hjörleifur gær. „Við vitum að það verður ákaflega erfitt að standa við þennan samning, en reynt verður að draga úr þessum áhrifum ann- ars staðar, menn munu reyna að setja upp áætlun til að standa við samninginn.“ Guttormsson í „Það er svo dæmalaust að ríkisstjórnin sem hefur skuld- bundið sig til að auka ekki magn eiturefna frá því sem var 1990, segir bókstaflega í fram- kvæmdaáætlun sinni að meng- un vegna stór- iðju falli bara ekki undir þetta ákvæði. Ilún er tekin undir sviga,“ sagði Hjörleif- ur í gær. „Holl- ustuvernd, eða öllu heldur starfsmenn hennar, eru bara að beygja ========= sig undir stjórnarstefn- una. Menn vita auðvitað betur,“ sagði þingmaðurinn.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.