Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Blaðsíða 6
18 - Þriðjudagur 14. janúar 1997 •iDagur-'CEtmtrat Islensku tónlistarverðlaunin 1997 íslensku tónlistarverðlaunin 1997 auglýsa eftir þálttöku vegna afhendingar verðlaun- anna fyrir starfsárið 1996. Afhendingin fer fram þann 20. febrúar nk. en síðasti skiladagur þátttökutilkynningar er 15. janúar nk. Gjaldgengir eru allir tónlistarmenn sem á einhvern hátt hafa verið viðriðnir útgáfu á tónlist á árinu 1996. Útgefendur og ábyrgðarmenn útgáfunnar eru beðnir að senda útgefið efni ásamt uþþlýsing- um um höfunda og flytjendur til: ísiensku tónlistarverðlaunin, Rauðagcrði 27, 108 Reykjavík. Nánari upplýsingar veita: Eiður Arnarsson, sími 564 2065, póstfang: eidur@treknet.is. Jónatan Garðarsson, sími 554 2122. ‘\ LEIKFÉLAG AKUREYRAR Undir berum himni eftir Steve Tesich Sýningar á „Renniverkstæðinu" (Strandgötu 49) Úr leikdómum: „...magnað verk hlaðið boðskap og merkingu blandað markvissri kímni." Haukur Ágústsson í Degi-Tímanum. „...ótvirætt erindi við nútímaáhorfendur og hristir óþyrmilega upp í viðteknum viðhorfum." Sveinn Haraldsson í Morgunblaðinu. „...iangt síðan ég hef orðið vitni að jafn hárfín- um húmor í verki sem hefur svo alvarlegan undirtón...Svona á leikhús að vera.“ Þórgnýr Dýrijörð i RÚV. „...tveir mikílfenglegir leikarar, Arnar Jónsson og Þráinn KArlsson leiða sama hesta sína í aðalhlutverkunum." Auður Eydal i DV. 6. sýning föstud. 17. jan. kl. 20.30. 7. sýning laugard. 18. jan. kl. 20.30. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægf að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. - besti tími dagsins! ÞJÓÐLESHltjSB) Stóra sviöiö kl. 20.00 KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson 9. sýn. fimmtud. 16. jan. Örfá sæti laus. 10. sýn. sunnud. 19. jan. Örfá sæti laus. 11. sýn. föstud. 24. jan. Uppselt. 12. sýn. miðvikud. 29. jan. 13. sýn. laugard. 1. febrúar VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen 7. sýn. föstud. 17. jan. Uppselt, 8. sýn. laugard. 25. jan. Uppselt. 9. sýn. fimmtud. 30. jan. Uppselt. 10. sýn. sunnud. 2. feb. Örfá sæti laus. 11. sýn. fimmtud. 6. febr. 12. sýn. sunnud. 9. febr. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Laugard. 18. jan. Nokkur sæti laus. Sunnud. 26. jan. Föstud. 31. jan. Barnaleikritið LITLIKLÁUS0G STÓRIKLÁUS eftir H.C. Andersen verður frumsýnt fimmtudaginn 23. janúar kl. 17.00, miðasala auglýst síðar. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Fimmtud. 16. jan. Föstud. 17. jan. Uppselt. Föstud. 24. jan. Laugard. 25. jan. Uppselt. Fimmtud. 30. jan. Athygli skal vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægl að hleypa gesl- um inn í salinn eftir að sýning er hafin. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Sunnud. 26. jan. Föstud. 31. jan. ★ ★ ★ Gjafakort i leikhús ■ Siqiid ogn skemmtileg qjöf ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miövikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga Sími 551 1200. MENNING O G L I S T I R Sérstakt safn um sögu kvenna Hvar eru konurnar í sög- unni? Jú, það er María, sem er Jrœg Jyrir að hafa verið móðirJesú. Jósefína, sem erþekkt vegna þess að hún var konan hans Na- póleons að ógleymdri Elísa- betu Englandsdrottningu, sem slysaðist á valdastól vegna þess að bróðir henn- ar dó ungur. Konurnar á bak við mennina. „Saga kvenna hefur ein- hvernveginn lent undir og bak við í gegnum tíðina. Ekki verið með í þessarri hefðbundnu sögu,“ segir Erla Hulda Hall- dórsdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafnsins, sem ný- lega var opnað í Pjóðarbókhlöð- unni. Kvennasögusafninu er ætlað að safna, skrá og varð- veita heimildir um líf kvenna að fornu og nýju og er starfið f Þjóðarbókhlöðunni framhald af starfi Önnu Sigurðardóttur, sem lést á síðasta ári. Kvennasögusafnið var stofn- að á fyrsta degi alþjóðakvenna- ársins, 1. janúar 1975. Stofn- endur voru þrír; þær Anna Sig- urðardóttir, Svanlaug Baldurs- dóttir og Else Mia Einarsdóttir. Þá var þegar búið að stofna sambærileg söfn í Danmörku, Svíþjóð og fleiri löndum. „Frá upphafi var þessum söfnum ætlað að halda til haga heimild- um um sögu kvenna,“ segir Erla og nefnir jafnframt að oft geti verið erfitt að finna heim- ildir um konur. „Þessi hefð- bundna saga hefur einkum ver- ið hin opinbera stofnanasaga þar sem mikið er fjallað um valdakerfin í landinu, þá sem fóru með völdin og embættis- menn. Um þessa menn eru til heimildir á skjalasöfnum en konurnar fylgja stundum með sem einhverskonar fylgihlutir. Heimildir eru því ekki alltaf að- gengilegar. Þarf að fara bak við stofnanasöguna og leita kvenna annars staðar. En það fer eftir því hvers konar rannsóknar- verkefni verið er að vinna hvar Þessi heföbundna saga hefur einkum verið hin opinbera stofhana- saga þar sem mikið er Jjallað um valdakerfin í landinu, þá sem föru með völdin og embœttismenn. er best að leita. Sjálf hef ég t.d. helst leitað í ævisögum og einkabréfum." Hugsjónarstarf í tvo áratugi var Anna Sigurð- ardóttir sú sem hólt kvenna- sögusafninu gangandi og óhætt að segja að hún hafi unnið mik- ið hugsjónastarf. Safnið var á heimili hennar á 4. hæð í blokk, alveg þar til það flutti í Þjóðar- bókhlöðuna á síðasta ári. Anna var forstöðumaður safnsins og starfsmaður, en alltaf ólaunuð. „Þeir rekstrarstyrkir sem safnið fékk fóru í að borga bókasafns- fræðingum laun fyrir skráningu og annað slíkt. En það var Anna sem byggði safnið upp,“ segir Erla. „Hún var mjög merkileg kona.“ Óörugg framtíð Eria segir erfitt að nefna tölu um hve mikill bókakostur safnsins só þar sem bækur og tímarit séu nú ti skráningar og dreifist síðan út í almennan safnkost. Hún segir safnið þó vera talsvert stórt. Herbergið, þar sem safnið er staðsett, sé síðan nokkurskonar miðstöð þar sem skjöl, fundargerðar- bækur og ýmis önnur gögn er varði sögu kvenna séu geymd. „Hér verður vonandi í framtíð- inni miðstöð eða vegvísir fyrir þá sem stunda kvennasögu- rarmsóknir,“ segir hún. Auk ritað máls á safnið nokkra hluti sem tilheyrðu kon- um, m.a. borð Bríetar Bjarnhéð- insdóttur og eina forláta sauma- vél. „í markmiðum safnsins er líka talað um muni en við höfum enga aðstöðu til að gleyma slíka muni í safninu. Við hvetjum því frekar fólk til að halda slíkum muni til haga og koma þeim á tilheyrandi söfn. Við sækjum hinsvegar fyrst og fremst eftir skriflegum heimildum.“ - Hvað méð ijármögnun? „Samningurinn við Lands- bókasafnið er þannig að stjórn Kvennasögusafnsins verður að sjá safninu fyrir rekstrarfé næstu 2 árin, til 1999. Við erum nokkuð tryggar út þetta ár þar sem við höfum fengið fjárstyrki frá bankastofnunum og eins veitti ijárlaganefnd Alþingis einni milljón til reksturs safns- ins rétt fyrir jólin. En auðvitað er ákveðið óöryggi í því að vera ekki inni á föstum fjárlögum." AI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.