Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Blaðsíða 16
jn^igur-CCtnttmt Þriðjudagur 14.janúar 1997 GIlÆi 'ÍT t T'OiVIEIG 800 70 80 ^Dagur-tEItmtmt -besti tími dagsins! Reykjavík Úr dagbók lögregiunnar 10.-13. jan. Akureyri Úr dagbók lögreglunnar 6. -12. jan. rátt fyrir 353 bókanir í dagbók var helgin fremur tíðindalítil. Á tímabil- inu var þó tilkynnt um 24 innbrot og 10 þjófnaði á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík. Þá var tilkynnt um 5 líkams- meiðingar, 17 eignarspjöll, 21 umferðaró- happ og 6 slys. Afskipti voru höfð af 30 manns vegna ölvunar á almannafæri og 37 þurfti að vista í fangageymslunum á tímabilinu. Þvottavél brann yfir Á föstudag datt kona í strætisvagni og meiddist Ktilsháttar. Ilún var þó flutt með sjúkrabifreið á slysadeild. Þá fóll ungur drengur í Árbæ. Talið var að hann hefði handleggsbrotnað. Hann var fluttur á slysadeild. Síðdegis varð ungur piltur fyrir bifreið á Fylkisvegi við Rofabæ. Faðir hans flutti hann á slysadeild. Tilkynnt var um eld í húsi við Hörðaland. í ljós kom að þvottavél hafði brunnið yilr. Aðfaranótt laugardags veitt- ust fjórir menn að einum á Ing- ólfstorgi. Þeir voru handteknir og færðir í fangageymslu, en síðan leyft að fara að loknum viðræðum. Sá sem veist var að, taldi ekki ástæðu til sérstakra ráð- stafana af hálfu lögreglu vegna þessa. Óboðinn í eldhúsi Um hálffimmleytið á laugardagsmorgun mætti kona ókunnum manni í eldhúsinu heima hjá sér. Maðurinn varð hræddur og lagði á flótta. Hann mun hafa komist inn um kjallaraglugga íbúðarinnar. Eldur kom upp í ruslagámi við þjónustuhús skauta- svellsins í Laugardal snemma á laugar- dagsmorgun. Þar skammt frá voru gaskút- ar. Eldurinn komst í geymsluherbergi og í þak, en í herberginu voru einnig gaskútar. Eitthvað af þeim sprakk vegna hitans. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn. Ekki urðu meiðsl á fólki. Skömmu síðar var tilkynnt um eld í gömlum jóla- trjám við hús á Blómvallagötu. Nágrannar slökktu eldinn þannig að ekkert tjón hlaust af. Falsaðir seðlar Á laugardag meiddist maður á baki eftir að hafa skíðað á staur í Bláfjöllum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Afskipti voru höfð af tveimur 6 ára strák- um einum á ferð með leikfangabyssur í Mjódd. Þeir hugðust ræna þar verslanir. Strákarnir voru færðir í Breiðholtsstöð þangað sem þeir voru sóttir af foreldrum sínum. Kona kom á lögreglustöðina og kvaðst hafa verið rænd veski sínu við Ing- ólfstorg um nóttina. Kveikt var í jólatré við undirgang skóla í Vesturbænum. Bruna- kerfi skólans fór í gang. Slökkvihðið slökkti eldinn. Engar skemmdir urðu útfrá þessu tiltæki. Á laugardagskvöld tilkynnti starfsfólk veitingastaðar að afgreiðslufólk staðarins hefði tekið við tveimur mjög vel fölsuðum 5000 kr. seðlum. Rannsóknarlögreglu rík- isins var tilkynnt um málið. Ölvuð stúlka sparkaði í þrjár bifreiðir utan við veitinga- stað í miðborginni. Hún var vist- uð í fangageymslu. Kveikt var í jólatrjám við verslun á Snorra- braut. Eldurinn var slökktur áð- ur en skemmdir hlutust af. Að- faranótt sunnudags voru þrír drengir handteknir eftir að hafa reynt að brjótast inn í söluturn við Langholtsveg. Eldri maður datt á milli hæða í húsi í Sund- unum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Annar var flutt- ur á slysadeild eftir slagsmál í Austur- stræti. Barinn með keðju Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um að þrír menn hefðu slegið til eldri manns með keðju á Laugavegi. Haft var upp á mönnunum og hald lagt á keðjuna. Þá var maður handtekinn eftir að hafa brotist inn í verslun við Lækjargötu og stolið þar úr peningakassa. Á sunnudag var ökumaðin- fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Flókagötu og Lönguhlíðar. Síðdegis sóttu félagar í Björgunarsveitinni Kjölur lítillega slasað- an mann upp í Esju og flutt hann á slysa- deild. Aðfaranótt mánudags voru þrír menn handteknir eftir að hafa brotið nokkrar rúður í húsi við Laugaveg. Lögreglumenn hafa undanfarna daga tekið skráningarnúmer af bifreiðum vegna vanrækslu á aðalskoðun, aukaskoðun, vangreiddra bifreiðagjalda og lögboðinna vátryggingagjalda. Það er von lögreglunn- ar að sem flestir gangi nú þegar frá sínum málum svo ekki þurfi að koma til þessara óþægilegu aðgerða. Ó. Ohætt er að segja að úr hðinni viku séu það umferðarmálin sem standi upp úr í dagbók lögreglunnar en aft- ur á móti var rólegt yfir skemmtanalífmu. Bókfærðar voru 91 skýrsla þar af 33 vegna töku númera af bifreiðum sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar en nú eiga allir að vera búnir að láta skoða bifreiðar sínar fyrir síðasta ár. Þess má geta að áfram verður klippt af þeim bifreiðum sem ekki hafa verið færðar til skoðunar á síð- asta ári. Bílatjón og slys Umferðarslys varð þriðjudaginn 7. janúar þar sem 8 ára drengur varð fyrir bifreið og hlaut höfuðáverka. Var hann fluttur á slysadeild og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Úr tveimur öðrum umferðar- slysum voru þrír fluttir á slysadeild en þar var um minniháttar meiðsli að ræða. Til viðbótar urðu fjórir árekstrar þar sem ekki urðu slys á fólki. í tvö skipti rákust speglar tveggja bifreiða sem voru að mætast sam- an svo að tjón hlaust af. í bæði skiptin hélt annar ökumaðurinn áfram eins og að ekk- ert hefði í skorist. Ástæða er til að biðja ökumenn að at- huga ljósabúnað bif- reiða sinna en nokkuð hefur borið á bilum í umferðinni þar sem annað framljósið vant- ar. Þrjár skýrslur voru gerðar vegna aksturs vélsleða. I tvö skipti höfðu ökumenn ekki réttindi til aksturs vél- sleða, þeim var ekið um á gangstétt, og tveir voru ekki með númeraspjöld. Um síð- ustu áramót varð sú breyting á umferðar- lögunum að nú þurfa ökumenn vélsleða að hafa bifhjólapróf eða bílpróf til þess að mega aka þeim. Þá eru vélsleðar skráning- arskyld ökutæki sem eiga að bera skrán- ingarnúmer sem festa þarf á sýnilegum stað á ökutækinu en ekki geyma í geymslu- hólfi sætisins. í vikunni var farið inn í tvo bfla og úr öðrum þeirra stolið GSM far- síma. Sú bifreið var læst en hin bifreiðin var ólæst. Umferðarlagabrot Þá voru gerðar fimm skýrslur um of hrað- ann akstur, fjórar skýrslur þar sem ekki var notast við öryggisbelti, þrjár skýrslur þar sem ökumenn gátu ekki framvísað ökuskírteini, tvær skýrslur fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu, ein skýrsla fyrir akstur á móti einstefnu og þrjár skýrslur fyrir óleyfilegan akstur um göngugötuna. 10. janúar var slökkvilið Akureyrar kallað út vegna tilkynningar um eldsvoða sem síðan reyndist ekki eins alvarlegur og talið var. Kveikt hafði verið bál á bflastæði við eitt íbúðarhús á brekkunni en þar höfðu nokkrir húseigendur brugðið á það ráð að losna þannig við jólatrén. Ef til vill hafa þeir misst af þrettándabrennu Þórs en sú brenna og tilheyrandi álfagleði var með fullu leyfi yfirvalda og fór vel fram. Umferð í göngugötunni Fimm innbrot voru tilkynnt þar af þrjú þar sem brotist var inn í húsnæði gæsluvalla Akureyrarbæjar. Þrjú rúðubrot urðu um helgina þrátt fyrir að mjög fátl fólk væri í miðbænum. Þá eru bókaðar fimm skýrslur þar sem menn þurftu að gista fangahús lögreglunnar vegna ölvunarástands. Af- skipti voru höfð af fimm unglingum sem ekki höfðu aldur til þess að vera úti eftir miðnætti aðfaranótt laugardags. Þá er rétt að geta þess að næstkomandi miðvikudag verður leyfð umferð bifreiða norður göngugötuna í Haftiarstræti. Gatan breytist úr göngugötu í vistgötu sem þýðir að hraði ökutækja má aldrei vera meiri en 15 km/klst. en séu gangandi vegfarendur nærri má eigi aka hraðar en á göngu- hraða. Ökumönnum ber að sýna gangandi vegfarendum sérstaka tilhtssemi og víkja fyrir þeim. Þá er og lagning bifreiða óheimil nema á sérstaklega merktum bif- reiðastæðum. Hægt verður að loka götunni fyrir bílaumferð ef þannig stendur á og mun verða komið fyrir skilti sem segir til um hvort gatan er opin eða lokuð. Vonandi .tekst vel til með góðri samvinnu við veg- farendur. G.V. Verð miðað við staðgreiðslu er 1300* krónur fyrsta birting | og hver endurtekning 400 krónur -besti tími dagsins! Strandgötu 31 • Akureyri Garðarsbraut 7 • Húsavík Brautarholti 1 • Reykjavík Sími 800 70 80

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.