Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Blaðsíða 4
16- Þriðjudagur 14. janúar 1997 ©agm-mramm lÁtnBúðcííauót Borgaralegt lýðræði II. Hafi ráðamenn gert mistök í starfi, að mati þjóðar sem býr við borgarlegt lýð- rœði þá gjalda þeir fyrir það. Hvað er til ráða gegn ein- ræði stjórnmálaflokk- anna á íslandi? Hvernig getur þjóðin náð völdunuin til sín og haldið þeim? Því miður finnum við enga fyrirmynd í öðrum löndum einfaldlega vegna þess að íslenskar aðstæð- ur er sérstakar, bæði efnahags- lega og sögulega. Borgaralegt lýðræði er liklega eina formið sem gæti átt við okkar litla samfélag, þjónað þörfum þjóð- arinnar betur og með skilvirk- ari og réttlátari hætti en ein- ræði stjórnmálaflokka. Einsog þjóðin hefur sannreynt æ ofaní æ standa stjórnmálaflokkar í raun á milli þjóðarinnar og raunverulegs lýðræðis. Þeir eru flöskuháls í lýðræðisþróun- inni og munu, ef ekkert breyt- ist, kæfa á endanum það lýð- ræði sem ennþá dregur and- ann. Stjórnmálaflokkar vinna ekki að framgangi lýðræðis. Peirra eina markmið er að ná völdum og halda þeim, kosti það hvað það vill. I stað þess þurfum við „Menn með mál- efni“, fólk sem hefur hugsjónir, vilja og áhuga á að starfa fyrir þjóðina sem þingmenn eða ráð- herrar. Fyrsta skrefið til þess að breyta einræði flokkanna í lýðræði fólksins í landinu er að leysa upp alla stjórnmálaflokka og skipulögð póhtísk samtök. Annað skrefið er að breyta kosningalögunum og skipuleggja nýjar kosningar. Kosningar til Alþingis, í borg- arlegu lýðræði, yrðu tvískiptar. Annars vegar gæfu einstakling- ar kost á sér til þingmennsku, hinsvegar gæfu einstaklingar kost á sér til ráðherraembætta. Þingmönnum yrði fækkað í 30. Þeir 30 sem fá flest atkvæði eru réttkosnir alþingismenn næsta kjörtímabil. Færri munu að öll- um líkindum bjóða sig fram til hinna ýmsu ráðherraembætta, þar sem kröfur um sérþekkingu og mannkosti eru mun strang- ari, en sæki til dæmis fjórir um dómsmálaráðherraembættið er sá réttkjörinn sem flest at- kvæði fær. Störf þingsins myndu breytast á þann hátt að þing- menn munu ekki starfa í nefnd- um. Þess í stað geta allir al- mennir borgarar í landinu látið skrá sig á lista, sem þingmenn síðan velja af þegar ákveðið er að setja saman nefnd um eitt- hvert málefni. Fólk úr heil- brigðisstétt myndi til dæmis verða flokkað á listann undir heilbrigðismálum osvfr. þannig að þegar kæmi að því að velja saman í nefnd um eitthvert at- riði í heilbrigiðsmálum yrði fólk af þeim lista valið saman. Með þessum hætti mun reynsla og starfsþekking hvers og eins borgara í landinu nýtast allri þjóðinni, fleiri sjónarhorn koma inní umræðu hvers máls og margþættari bakgrunnur nefndarmanna tryggja að nið- urstaðan gefi réttari mynd af viðkomandi málaflokki og end- urspegli beint þær úrlausnir sem bestar eru hverju sinni. Þar sem borgaralegt lýðræð- isþing hefur enga stjórnarand- stöðu, og enginn tími fer þaraf- leiðandi til spihis vegna inn- byrðis ágreinings og kífs og þrefs um pólitískan tittlinga- skít, verður umræðan á þinginu mun málefnalegri, skilvirkari og ítarlegri um þau atriði sem raunverulega skipta máli. Fari svo að þingmaður, eða ráðherra skili ekki sínu að mati þjóðar- innar getur hún einfaldlega skipt honum út við næstu kosn- ingar, en haldið þeim sem hún metur að eigi að starfa áfram. Þegar engir stjórnmálaflokkar eru Iengur til að bítast um bit- ana og berjast á bakvið tjöldin, þegar enginn þingmaður eða ráðherra getur lengur falið sig í náðarfaðmi einhvers flokks eft- ir að hafa misst niður um sig í starfi, þá dæmir þjóðin menn einfaldlega eftir verkunum og þau munu hafa síðasta orðið um það hvort viðkomandi þingmaður eða ráðherra nær endurkjöri. Hafi ráðamenn gert mistök í starfi að mati þjóðar sem býr við borgarlegt lýðræði þá gjalda þeir fyrir það. í því stjórnskipulagi sem hér hefur verið lýst er fyrst hægt að segja að þjóðin fái þá ríkisstjórn sem hún hefur valið sér og á skilið. Einsog er ræður þjóðin engu, en flokkarnir öllu. Framhald næsta þriðjudag. Dallas á íslandi j ónvarpsstöðvarnar hafa undanfarin miss- eri einhvern veginn ekki náð að halda þeirri at- hygli landsmanna eins og var þegar þessi miðill var nýrri og þjóðin fylgdist spennt með nánast öllu sem sent var út. Það eru raunar alls ekki svo mörg misseri síðan það var venjulegum áhorfendum hreinasta kvöl að þurfa að velja milli þess hvora stöðina þeir ætluðu að horfa á. Framboð á sjón- varpsefni og rásum hefur síðan aukist verulega og nú er svo komið þessum áhorf- anda sem var að vændræð- ast með val á milli tveggja stöðva stendur nú til boða að velja milli þrisvar til íjór- um sinnum fleiri stöðva og gervihnatta- rása. Og í réttu hlutfalli við aukinn íjölda rása verður valið auðveldara, menn einfald- lega sleppa því að vera að horfa. Dallas er ekki lengur umræðuefni sem sameinar ólíklegasta fólk í einu áhugamáli. Hemmi Gunn er meira að segja búinn að missa aðdráttaraflið, þó hann hafi raunar höfðað til allt annars hluta heilabús áhorfenda en töffararnir JR, Bobbý og Cliff Barnes. Stöð 2 vs. Stöð 3 En þrátt fyrir Dallas leysið hafa sjónvarpsstöðvarnar þó á engan hátt brugðist áhorfendum. í stað þess að sýna kaldriijaðar leikfléttur úr viðskiptaheimi olíubar- ónanna í Texas í framhalds- myndaþáttum í sjónvarpinu, stilla stöðvarnar nú upp slíkri sápuóperu í raunveru- leikanum. Fyrir helgina var fluttur einn dramtískur þáttur úr þeirri sápu þegar fimm yfirmenn af Stöð 2 gegnu til liðs við Stöð 3. Heyrst hafði að hin sein- heppna Stöð 3 hafi haft áform um að kaupa sér nýja myndlykla, en það kom sem sé í ljós að nýju myndlykl- arnir voru lífrænir og komu frá Stöð 2! JR hefði verið stoltur Yfirganga fimmmenning- anna er einstök í íslensku viðskiptalífi og bæði JR og Cliff Barnes hefðu verið stoltir af þessari fléttu. Hvorugur þeirra hefði hins vegar sætt sig við að vera svikinn í tryggðum af heilli kippu trúnaðar- manna sinna og ótrúlegt er að eigendur og forráða- menn Stöðvar 2 muni láta slag standa. Stöð 3 virðist hafa yfir óendanlegu Ijár- magni að ráða og er eina fyrirtækið sem getur skekið fjölmiðlamarkaðinn í krafti gríðarlegs rekstrarijár- magns en án þess að hafa neinar tekjur. Þar munar um stuðning kolkrabbans. Málaferli og lögfræðiflækjur verða því varla vandamál á þeim bæ. Almennir sjón- varpsáhorfendur hafa því fengið sitt Dallas að fylgjast með. Það hefur að vísu færst úr útsendingarsölum sjónvarpanna og yfir á for- stjóraskrifstofurnar. Hið ís- Ienska Dallas er ekki sýnt eftir fréttirnar það er frétt- irnar. Garri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.