Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Blaðsíða 11
jDagitr-'ffiíntirat Þriðjudagur 14. janúar 1997 - 23 FINA FRÆGA FOLICIÐ Hvað á að gefa í sængurgjöf? stjö Barneignir eru í tísku í Hollywood. Það þykir al- veg pottþétt fyrir ímynd- ina (í sumum kreðsum að minnsta kosti) að láta sjá sig með börnunum. Sjáið til dæm- is hann Sylvester Stallone. Dóttirin var varla fædd þegar ljósmyndari frá vikuritinu Hello mætti á staðinn. - Og síð- an þá hefur Stallone karlinn viðstöðulaust látið mynda sig með litlu dótturinni, meira að segja á spítalanum þegar sú Perlur eru ómissandi. Madonna féll í stafi yfir armbandinu sem dóttir- in fékk. Þau kosta á bil- inu 17.000 - 25.000 krónur, allt eftir því hvað maður er flott á því. En hvað á að gefa í sængur- gjöf þegar moldríka, fína og fræga fólkið sem á allt eignast börn? Hér eru nokkur sýnis- horn af því sem þykir sniðugt fyrir litlu stjörnu-krílin. Pað eru ekki bara íslenskar handavinnu- konur sem heillast af bútasaumi. Michelle Pfeiffer, Arnold Schwarzeneg- ger og Kim Basinger keyptu öll svona teppi handa ungunum sínum. Stykkið kostar rúmar 16.000 krónur. stutta gekkst undir hjartaað- gerð. Aðrar stjörnur eins og hjónakornin Nicole Kid- b man og Tom Cruise vilja ekki láta mynda börnin sín en þau ber vissulega mikið á góma í viðtölum. Verða ekki öll lítil börn að eiga eitthvað frá Tiff- any’s? Það finnst Sharon Stone a.m.k. Hún gaf barni Chezz Palm- interis hringlu eins og þessa. Hringlan kostar rétt rúmar 9.000 krónur. Rugguhestur fyrir rúmar 50.000 krónur. Ekkert mál. - Börnin henn- Teitur Þorkelsson skrifar TilHnninga- kuldi Eg sé eftir því að hafa verið með svona rnörgum stelpum í gegnum árin. Ég er eiginlega orðinn skemmdur af þessu, get ekki lengur upplifað þessa til- finningu að vera virkilega hrif- inn af einhverri einni stelpu og langa bara til að vera með henni hvað sem á dynur. Það er eins og ég sé búinn að drepa til- fmninguna sem ég þrái mest að upplifa núna í dag. Það er eins og ég geti ekki lengur orðið raunverulega ástfanginn. Þetta segir sá með reynsl- una, maður sem hefur sofið hjá miklu fleiri konum en hann man eftir. Og maður þarf ekki að vera hissa á þessum orðum. Sá sem horfir í sólina blindast og getur hvorki dáðst að litum árstíðanna né regnboganum eftir það. Sá sem hlífir eyrunum í hávaða verður heyrnarlaus og fær aldrei framar að heyra fuglasöng við dögun eða rödd þeirrar sem hann elskar. Sá sem ofbýður viðkvæmum skiln- ingarvitum og næmum tilfinn- ingum sínum hættir fyrst að nema fíngerð blæbrigði lífsins og verður síðan sífellt tilfinn- ingakaldari. Eins-og-í-fyrsta- skipti-tilfinningin er það sem hann þráir að upplifa en hann getur það ekki lengur, hún er horfin honum að eilífu. Núna ráða köld fagmennska og til- finningaleysi ríkjum. Ævintýrið verður hversdagslegt og síðan einskisvert. ar Melanie Griffith hafa öll fengið slíka gripi, meira að segja rúm, skrifborð og stóla líka. Húsgögn í barnaherbergið upp á fleiri hundr- uð þúsund krónur. - Það verður auðvitað að eyða þessum peningum, nema hvað? Man einhver eftir brauð handa hungruð- um heimi? - Nei, mér datt það bara svona í hug. Annars er það örugg- lega ekki efst í huga Melanie. Mamma hennar er nefnilega með prívat villidýragarð og þær mæðg- ur hafa haldið fjáröflunar- kvöldverði fyrir það málefni. Enda mikið í húfi, dýrin gætu annars bara étið hana mömmu! Stelpan hennar Madonnu og sonur Pamelu Lee And- erson eru í svona samfeilum. Stykkið kostar 2500 krónur og þykir öruggiega ekki mikið. Jú, kannski miðað við að þú getur fengið fimm meðaljóna-sam- fellur (á íslandi) fyrir eina slíka. l|t Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöður við grunnskóla Reykjavíkur: HAMRASKÓLI Starfsmaður f heilsdagsskóla óskast í 70% starf nú þegar. Starfið er fólgið í vinnu með börn- um og í eldhúsi. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 567 6300. HLÍÐASKÓLI íþróttakennara vantar til loka skólaárs. Upplýs- ingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjórar í síma 552 5080. HÚSASKÓLI Stuðningsfulltrúa vantar frá áramótum. Starfið er meðal annars fólgið í að vera nemendum til aðstoðar, fylgja þeim um skólahúsnæðið og vera í samvinnu við sérkennara. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 567 6100. Starfsfólk vantar í eftirtalin störf í ýmsum grunnskólum Reykjavíkur: Kennara til að kenna í forföllum um lengri eða skemmri tíma. Starfsfólk skóla vantar vegna veikindaforfalla í 4-6 vikur. Störfin eru meðal annars fólgin í gangavörslu, baðvörslu og aðstoð við nemendur. Starfsmann í mötuneyti vantar tímabundið. Upplýsingar gefur Ingunn Gísladóttir deildarstjóri starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í síma 552 8544. Umsóknir berist starfsmannadeild Fræðslumiðstöðvar, Fríkirkjuvegi 1.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.