Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 5
iDctgur-ÍEIímmn Miðvikudagur 29. janúar 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Þó að peningaáhyggjur bætist ekki við Við í Kvenfélagi Akureyr- arkirkju viljum bera bar- áttukveðjur til Sophiu og hvetjum hana að gefast ekki upp. Dætur hennar, þær Dag- björt og Rúna, vita að móðir hennar og íslenska þjóðin stendur að baki þeim. Það er þeim og þessari baráttu mjög mikilvægt, hvernig svo sem lyktir þessa rnáls verða. Allar löglegar leiðir hafa verið reynd- ar til að leiða það farsællega í höfn,“ segir Erla Björgvinsdótt- ir, formaður Kvenfélags Akur- eyrarkirkju, í viðtali við Dag- Tímann. Kaffisölupeningar Konur í kvenfélagi kirkjunn- ar hafa ákveðið að styrkja Sop- hiu Hansen um 50 þúsund krónur. Þessir peningar eru af- rakstur af kaffisölu félagsins og bösurum sem konur í félaginu hafa staðið fyrir að undan- förnu. „Við tókum þessa pen- inga úr sjóði félagsins. Barátta Sophiu er reyndar ekki eina málefnið sem við höfum styrkt, við lét- um einnig pen- inga af hendi raka fyrir jólin til Mæðra- styrksnefndar, Rauða krossins og til barns í Indlandi. Hvað varðar Sophiu þá finnst mér nauðsynlegt að fólkið í landinu létti undir með henni. Það er nóg að hún berjist fyrir því að fá dætur sínar heim og hafi áhyggjur af þeim - þó að pen- ingaáhyggjur bætist ekki þar við,“ segir Erla. Kvenfélagskonurnar vilja hvetja sem flest sambærileg fé- lög í landinu - og öll þau félög sem koma að líknarmálum - til að létta undir með Sophiu. „Ég sjálf á þrjú börn, sem eru sautj- án, tíu og fimm ára, og þau fylgjast grannt með þeim frétt- um sem berast um þetta mál. Þau hafa öll gefið til söfnunar henni til handa þegar til þeirra hefur verið efnt. Ég þekki sjálf móðurtilfinninguna og get sett mig í spor Sophiu. Það var ég sem átti hvatann að því að við gáfum þessa peninga til hennar - og nú vonast ég til að enn fleiri leggi fram peninga til að létta undir í baráttu hennar," sagði Erla Björgvinsdóttir að lokum. Kvöldmessur á fimmtudögum? Erla átti hugmyndina að þessari gjöf til Sophiu, og segir að því hafi lent á sér að koma henni á framfæri og segja frá henni. „Ég vil nota þetta tæki- færi og segja frá svolítilli hug- mynd sem hefur verið að brjót- ast í mér. Að á fimmtudögum verði efnt til kvöldmessu í kirkjum Iands- ins þar sem fólk gæti átt góðar sam- verustundir. Að þeim lokn- um yrði efnt til kaffisölu, og ágóði af þeim yrði síðan lát- inn renna til góðra mál- efna. Þetta ætti að athuga - og koma í framkvæmd. Af eigin raun þekki ég það þegar frí var frá sjónvarpinu á fimmtudags- kvöldum og það er ágætt að gera eitthvað annað á þeim kvöldum með ijölskyldunni - svona rétt til tilbreytingar." - sbs. „ Við í Kvenfélagi Akureyrarkirkju viljum bera baráttu- kveðjur til Sophiu og hvetjum hana að gefast ekki upp, “ segir Erla Björgvinsdóttir. ýVxXCxX.wSÍÍxXxXvX::::-:::- . : .. . ■ . ' ' 'w . Erum við ekki orðin soldið föl? Þóra Guðmundsdóttir skrifar Einu sinni fór ég í pakka- ferð til sólarlanda. Fjöl- skyldan dreif sig til Mar- okkó í svartasta skammdeginu og kom sér fyrir á fínu hóteli á strönd við Akadír. Okkur fór fljótlega að leiðast aðgerðar- leysi sundlauga og strandlífs og þáðum boð ferðaskrifstofunnar um að fara í kvöldferð út í eyði- mörkina og sækja veislu inn- fæddra í litlu þorpi girtu háum virkismúrum. Okkur þótti þetta hljóma ævintýralega og hlökk- uðum til ferðarinnar. Við slóg- umst x för fjölda annarra Skandinava og fórum á tveim sneisafullum rútum á hinn dul- arfulla áfanga- stað. Allt fór fram sam- kvæmt áætlun. Við settumst að innfæddra eldi og borð- uðum fram- andi mat með fingrunum og stigum dans á eftir við seið- andi tónlist. Við þessir lið- Iega hundrað misbrenndu og jússulegu Skandinavar í okkar besta sólarstrandarpússi vorum kom- in inn í veröld okkur alveg framandi. En einhversstaðar í þessari dularfullu eyðimerkursinfóníu kvað við hjá- rænulegan og falskan tón. Öll þessi veisla var að sjálfsögðu sett á svið fyrir okkur og næsta kvöld kæmu, ef Allah lofaði, fleiri rútur með fleiri túrista og aftur yrði veisla. Þessari upp- lifun skaut upp í huga mér um daginn þegar mikið var gert úr því í fjöl- miðlum hvernig mætti mark- aðssetja og selja íslenskt jóla- hald. Þeirri ömurlegu tíð þegar hótelin stóðu tóm á jólunum og starfsfólk þeirra var heima að halda jól með fjölskyldunni er náðarsamlegast að ljúka. Nú eru hótelin að fyllast af ferða- fólki sem keypti sér íslensk jól í jólagjöf þetta árið. Og hvers vegna? Jú, það er friðurinn og hátíðleikinn sem gerir íslensk jól að söluvöru. í íslenska jóla- pakkanum er til að mynda heimsókn í kirkjugarðinn þar sem hægt er að fylgjast með syrgjandi innfæddum tendra ljós á gröfum ástvina sinna. Og heima á hótelinu bíður brosmilt illa launað íslenskt þjónustufólk með jólasteikina og jólafriður- inn breiðir sig yfir alla frá upp- vaskara til afgreiðsludömunnar í lobbíinu. Með þessu hefur einnig opn- ast leið fyrir íslenska bændur til að fikra sig yfir fátækramörkin. íslensk jól í íslenskri sveit eru alveg pottþétt söfuvara og bjóða upp á marga möguleika. Það væri nærtækt að setja á svið helgileik í fjárhúsinu eða spenna gamla Rauð fyrir jóla- sveinasleðann og þeysa yfir ísi- lagða storð. Það er vissulega góðra gjalda vert að forystumenn í ferðamál- um leiti leiða til að nýta hálftóm hótel yfir vetrarmánuðina og ekki veitir bændum af aukatekj- um. En eins og því eru takmörk sett hversu nærri við göngum náttúrunni með auðlindasölu án þess að skaða landið, eins eru því einrúg takmörk sett hversu mikið við getum selt af sjálfum okkur án þess að tapa reisninni. ... eru einnig takmörk sett hversu mikið við getum selt af sjálfum okkur án þess að tapa reisninni.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.