Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 7
|Dagur-'25mttm Miðvikudagur 29. janúar 1997 -19 II MENNING O G LISTIR Fólk af ýmsu tagi hópast saman ífélagsheimili norður íEyjafirði til að leika, smíða leikmynd, sauma búninga, búa til leikskrá, borða súpu og lifa hlutverk áhugaleikaranna í botn. Freyvangs- leikhúsið er að undirbúa nœsta leikrit Með vífið í lúkunum, farsa eftir Bretann Ray Cooney. með áhugaleikurum, - enda felur orðið það í sér að áhuginn er þá sannarlega fyrir hendi!“ Á æfingu. Stefán Guðlaugsson og formaður leikfélagsins, Elísabet Friðriksdóttir. tli við náum ekki svona einum frídegi í viku en annars erum við hér öll kvöld til 10 eða 11,“ segir fólkið í leikhópnum. „Þetta er bara svo gaman og félagsskapurinn er frá- bær.“ Þau eru með bakteríuna og greini- lega af sauðahúsi áhugaleikara, tilbúin að leggja á sig ómælda vinnu og ganga í öll verk; þrífa klósettið, hvísla, baka, sauma, smíða og leika. Og hnakkagrófir eru lausar við alla uppreist þótt príma- donnuhlutverkið falli öðrum í skaut, kannski ár eftir ár. Hákon Waage ætlar að leikstýra hópnum í ár og hann segir það einmitt einn höfuðkostinn við Freyvangsleikhús- ið að þar finnist engar donnur, allir séu jákvæðir og ákaflega samstilltir í því að setja upp góða sýningu. „Það hefur verið mjög gaman að vinna með þessum hópi og ég er nú líka einu sinni þannig að mér finnst miklu skemmtilegra að vinna Bobby Franklin segir ji Friðrik Stefánsson, stálskipasmiður hjá Slippstöðinni á Akureyri, bættist í hjörð- ina í fyrra þegar poppleikurinn Sumar á Sýrlandi var settur upp. Þá hafði hann aldrei komið nálægt leiklist en er jafnvel á því að hér eftir verði ekki aftur snúið. „Það var tekið mjög vel á móti mér og mér hefur ekki leiðst í eina mínútu. Þetta er erfitt með fullri vinnu en rosa- lega gaman." Og þú leikur homma með eina rauða gervinögl og gullkeðjur? „Já, ég leik Bobby Franklin tísku- hönnuð og homma. Hann er leigjandi hjá Barböru Smith og kemur í byrjun til sögunnar þegar hann kemur að fá lánaða mjólk.“ Við höldum þessu svona „Þetta var hreint slys, ég mætti og var beðinn um að lesa eitthvað og hafði ekki hugmynd um að ég væri að keppa um rullu,“ segir Garðar Björgvinsson, sem er búinn að vera með í heilan mánuð. „Síðan segir leikstjórinn bara, við höldum þessu svona!“ Garðar viðurkennir að hann hafi reyndar alltaf langað á svið en ekki þor- að fyrr en fertugsaldrinum var náð. „Það er ögrunin sem er svo skemmtileg, maður er að hella sér út í eitthvað sem maður veit ekkert hvort maður ræður við. Þessa ögrun fær mað- ur að glíma við á skemmtilegan hátt, fíflast og láta illa.“ Hvert er svo fyrsta hlut- verkið? „Ég er hundleiðinlegur lögregluþjónn sem er erfitt fyrir mig, skemmtilegan mann að eðlisfari." Auk þess að vera leiðinleg lögga starfar Garðar á sambýli og er miðill. „Já, það eru mjög góðir andar í húsinu og alltaf þægilegt að koma hingað inn.“ Afbrýðisemin sneri upp á sig Hjördís Pálmadóttir, starfsmaður á dval- arheimilinu Hlíð, var á þönum um allt húsið að mæla menn og konur og hjálpa þeim í fötin. Hún stússast í öllu, hefur mikið verið í búningadeildiimi þar sem hún byrjaði árið 1981 þegar hún var „suðuð“ inn í Freyvang. „Ég fór nauðug viljug í þetta leikfélag. Maðurinn minn var formaður og þegar við kynntumst var hann allar stundir með leikfélaginu. Ég varð afbrýðisöm og kærði mig ekkert um að kynnast þessu fólki þarna fram í sveit. Hann var hættur að reyna að biðja mig að starfa með fé- laginu en sendi loks systur sína á mig. Hún bað mig um að aðstoða sig við bún- ingana og ég gat ekki neitað." Og er eiginmaðurinn enn með leikfé- laginu? „Nei, hann er steinhættur og hefur allt á hornum sér í sambandi við félagið. Nei, nei ástæðan fyrir því að hann hætti var sú að hann vildi sinna hinu áhuga- málinu, hestunum.“ Fjallbrattar svívirðingar á köflum „Þetta er fimmti veturinn minn í Eyja- firði. Leikfélagið „húkkaði" í mig nánast um leið og ég kom og mér var hent upp á svið í Ljóninu (Ljón í síðbuxum eftir Björn Th. Björnsson). Þá hafði ég aldrei stigið á svið og hélt sjálf að ég væri orðin vitlaus. Þarna þurfti ég að klæðast þung- um búningum og kunna langan texta í kansellístíl, - en ég hef líka stundum sagt að Freyvangsleikhúsið hafi bjargað lífi mínu. Þegar ég flutti norður var auð- vitað margt öðruvísi en ég var vön enda hafði ég búið alla mína hunds- og katt- artíð í Reykjavík," segir Helga Agústs- dóttir, kennari og áhugaleikari. „Hluti af mér er bóhem sem vegur upp á móti tungumálakennaranum, ég hef gaman af breytingum og orðum og ekki síst þeim húmor sem hér ríkir. Ætli það hafi ekki alltaf blundað í mér að fá að leika. Jú, ég hef ábyggilega bælt mína Holly- wood-drauma þangað til ég flutti norður.“ Er Freyvangs- húmor? „Það er alveg sérstakur húm- or hérna. Hann er blanda af ósvífni, hót- fyndni, klámi, hrekkjum og fjallbröttum svívirðingum á köflum en við höfum allt- af þessa fullvissu um að við erum vinir og þetta er allt í hlýjum tón. Það hafa engir á jarðríki leyfi til að klæmast eins rosalega í minni návist, ég er dáh'til pempía, eins og fólkið hérna. Það er al- veg „spes“ kvikindishúmor í gangi hérna og hallæris upphrópanir ef einhver gerir einhverjar vitleysur. Þá fær hann það óþvegið og allir hlæja hryllilega." Helga ber það frumlega heiti Marie Smith í leikritinu Með vífið í lúkunum. Marie er kona sem er með allt á hreinu og það er sko enginn bóhem í henni að sögn Helgu. „Mig grunar að hún bóni forstofuna hjá sér á laugardögum klukkan tvö, hún spilar líka hugsanlega vist á fimmtudög- um við einhverja félaga og drekkur te. Þetta er svona litla sæta lífið í kassan- um.“ Farsinn Með vífið í lúkunum verður frumsýndur 20. febrúar og auðvitað í Freyvangi. -mar Friðrik Stefánsson, stálskipasmiður, gerist hommi með eina rauða gervinöfl í Freyvangi. Að kássast að hætti ieikara! Helga Ágústsdóttir, Garðar Björgvinsson, Hjördís Pálmadóttir og leikhússtjórinn Hákon Waage. og hallæris upphrópanir!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.