Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 15
1 |Bagur-®mtmn Miðvikudagur 29. janúar 1997 - 27 Bang-bang bíómyndir heilla Birgir Björgvinsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur Birgir Björgvinsson, sjó- maður og stjórnarmað- ur í Sjómannafélagi Reykjavíkur, segist aðallega hlusta á fréttir í útvarpi þegar hann er í heyrnarfæri við við- tækið, Af öðru útvarpsefni er það einkum þættir er lúta að sjávarútvegi sem höfða mest til hans. í sjónvarpsefni eru það ýmsir grín- og skemmtiþættir sem eru í hávegum hjá hon- um, auk frétta og málefni sjávarútvegs. Af efni í léttari kantinum eru það helst þættir þeirra spaugstofumanna, eða fréttamennirnir á Enn einni stöðinni. Auk þess reynir hann að fylgjast með breskum grínþáttum eftir því sem hann hefur tök á, enda segir hann að breska grínið sé í fyrsta gæðaflokki. Af bíómyndum í sjónvarpi segist Birgir hafa einna mest- an áhuga á því sem hann kallar „bang-bang myndir.“ Það eru svokallaðar hasar- og spennumyndir ýmiskonar, eldri sem yngri. Hann segir að mikið áhorf á myndbönd á sjónum hafi gert hann vand- látan á kvikmyndir enda bú- inn að sjá flest það sem skipt- ir einhverju máli þegar „ræm- an“ er annarsvegar. A H U G A VE RT I K VÖ L D Stöð 2 kl. 21.45 Fitz og góðu strákamir Glæpasálfræðingurinn Eddie Fitzgerald, Fitz, er nú búinn að hreiðra um sig á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum, fjöl- mörgum aðdáendum hans til ómældrar ánægju. Fitz er glæpasálfræðingur sem lætur aldrei deigan síga og þrátt fyrir að hafa nýlokið rannsókn í dularfullu morðmáli er hann þegar aftur tekinn til starfa við nýtt mál. í þessari tveggja þátta syrpu, sem ber yfirskriftina „Góðir strákar" kynnumst við unglingspilt- inum Bill sem fer að búa með yfirmanni sínum, Grady. Ekki eru allir á eitt sáttir við sambúð þeirra og áður en varir hleypur mikil illska í málið. Það er Robbie Coltrane sem leikur Fitz en síðari hlutinn verður sýndur að viku liðinni. Sjónvarpið kl. 21.30 Næturvaktin Það er brjálað að gera á næturvaktinni hjá Mitch Buchann- on en eins og allir vita bregður strandvörðurinn sér í hlut- verk einkaspæjara á kvöldin og leysir úr margvíslegum vanda fólks í Los Angeles og nágrenni. Sér til fulltingis hefur hann vin sinn Garner úr strandvarðarþáttunum og hina ægi- fögru Ryan McBride og þegar þau þrjú taka saman höndum eiga misindismennirnir litla von um að sleppa. í aðaihlutverk- um eru David Hasselhoff, Greg Alan Williams og Angie Harm- on. Kjós, Kjós, Kjós og aft- ur Kjós Hafi efni sjónvarpsstöðv- anna verið leiðinlegt í lok síðasta árs áður en jóladag- skrárnar birtust á skjánum þá tekur fyrst steininn úr nú þessa dagana þegar stöðv- arnar bítast um að senda frá sér engilsaxneskt efni sem nær undantekningarlaust snýst um hæfilega blöndu af ofbeldi, kynlífi, vinslitum, misskilningi en að lokum „happy ending". Með skand- inaviskt efni er farið eins og mannsmorð, þó læðist þar einstaka þáttur eða mynd. Fréttir síðustu viku hafa snúist um Kjós, Kjós, Kjós og aftur Kjós og það hlýtur ein- hver sem ekki hefur tekið einarða afstöðu til staðsetn- ingar stóriðju að vera orðinn þreyttur, enda hóf best í öllu. Orð vikunnar á samt organisti Langholtskirkju þegar hann segir að vanda- málið hafi verið íjarlægt, en þar var hann að svara spurningu um hvort friður ríkti í söfnuðinum. Hrokafull yfirlýsing þess sem kastar steinum úr glerhúsi. Söngur vikunnar í sjónvarpi var hins vegar þegar Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerð- armaður söng „Falling in love“ í þættinum á Ellefta tímanum og var dásamlega langt frá hæílleikum þeirra sem leggja söng fyrir sig. Út- varpsþáttur Þrastar Har- aldssonar, í vikulokin, nýtur þess varasama heiðurs að vera sá leiðinlegasti, stjórn- andinn hefur sérstakt lag að að fá til viðtals húmorslaust fólk. SJONVAR P Ú T V A R P b í7 SJÓNVARPIÐ 13.30 Alþlngi. 16.30 Viðskiptahornið. 16.45 Leiöarljós. 17.30 Fróttir. 17.35 Sjónvarpskringian. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Myndasafnlö. 18.25 Undrabarniö Alex (3:39) (The Secret World of Alex Mack). Mynda- flokkur um 13 ára stúlku sem öðlast einstaka hæfileika eftir aö ólöglegt genabreytingarefni sprautast yfir hana. 18.55 Hasar á heimavelli 19.20 Hollt og gott. Matreiösluþáttur í umsjón Sigmars B. Haukssonar. 19.50 Veöur. 20.00 Fréttlr. 20.30 Víkingalottó. 20.35 Kastijós. 21.00 Þorpiö. 21.30 Á næturvakt (15:22). Þátturinn fellur niöur í næstu viku en flyst síöan til kl. 19.00 á laugardögum. 22.20 Á elleftu stundu. Viðtalsþáttur T umsjón Árna Þórarinssonar og Ingólfs Margeirssonar. 23.00 Ellefufréttir. 23.15 íþróttaauki. Sýnt veröur úr leikjum kvöldsins í Nissandeildinni T handbolta. 23.45 Dagskrárlok. STOÐ 2 09.00 Sjónvarpsmarkaöurinn. 13.00 Heilagt hjónaband (Holy Mat- rimony). Gamansöm glæþamynd um stúlkuna Havana sem neyöist til aö leita skjóls í afskekktu samfélagi strangtrúaöra sveitamanna. Til aö fá aö vera þar þarf Havana að semja sig aö siðum heimamanna og giftast ein- hverjum úr söfnuðinum. Fyrir valinu verður 12 ára strákur sem á eftir aö reynast stúlkunni erfiöur. Aðalhlut- verk: Patricica Arquette. 1994. 14.30 Sjónvarpsmarkaöurinn. 15.00 Fjörefniö. 15.30 Góöa nótt, elskan. 16.00 Svalur og Valur. 16.25 Sögur úr Andabæ. 16.50 Artúr konungur og riddararnir. 17.15 Vinaklíkan. 17.30 Glæstar vonlr. 18.00 Fréttlr. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaöurlnn. 19.00 19 20. 20.00 Eirikur. 20.20 Beverly Hllls 90210 21.15 Ellen 21.45 Brestlr (Cracker 3). STðari hlutl veröur sýndur að viku liöinni. 22.40 Heilagt hjónaband (Holy Mat- rimoriy). Sjá umfjöllun aö ofan. 00.10 Dagskrárlok. STÖÐ STOÐ3 08.30 Heimskaup. 18.15 Barnastund. 19.00 Borgarbragur. 19.30 Alf. 19.55 Banvænn leikur (Deadly Games) (10:13). Á sínum tíma var Gus niðurbrotinn maður eftir skilnaö þeirra Lauru. Oftar en ekki glápti hann á sjónvarp fram eftir nóttu og sá þá margar auglýsingar um sjálfshjálpar- aöferðir sem hægt var að kaupa á myndböndum. Gus keypti aldrei slík myndbönd en hann lét manninn sem seldi þau fara mikið í taugarnar á sér og setti hann aö lokum inn í tölvuleik- inn sinn. Gus og Laura eiga nú T höggi viö hann en hann ætlar sér aö um- breyta mannfjöldanum sem safnast saman á miönætti á Times Square í New York með eitri. 20.45 Savannah II. 21.30 Ástlr og átök (Mad about You). AHt stefnir T aö Murray veröi sjónvarps- stjarna og ekkert er eins og áður. 21.55 Tíska. 22.20 Næturgagnlö (Night Stand). Dick Dietrick fer á kostum í þessum geggjuöu gamanþáttum. 23.15 Davld Letterman. 24.00 Framtiöarsýn (e) (Beyond 2000). 00.45 Dagskrárlok Stöövar 3. svn © SYN 17.00 Spítalalíf (MASH). 17.30 Taumlaus tónllst. 18.30 Knattspyrna í Asíu (Asian Soccer Show). Fylgst er með bestu knattspyrnumönnum Asíu en þar á þessi íþróttagrein auknum vinsældum aö fagna. 19.25 ítalski boltinn. Beinútsending frá leik Inter og Napolí 21.30 Af sama melöi (Two of a Kind). Rómantísk gamanmynd meö John Tra- volta og Oliviu Newton-John í aöalhlut- verkum. Jarðarbúar eru í slæmum málum og þurfa nú á hjálpa nokkurra engla aö halda til aö Guö bindi ekki enda á tilvist þeirra. 1983. 22.55 í dulargervi (New York Underco- ver). 23.40 Á brúninni (e) (On the Edge). Ljósblá mynd úr Playboy-Eros serfunni. Stranglega bönnuö börnum. 01.05 Spitalalíf (e) (MASH). 01.30 Dagskrárlok. RÁS 1 09.00 Fréttlr. 09.03 Laufskálinn. 09.38 Segöu mér sögu. NJósnlr aö næturþeli 09.50 Morgunlelkfimi. 10.00 Fréttir. 10.03 Veöurfregnir. 10.15 Árdegistónar. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélaglö f nærmynd. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.20 Hádegis- fréttir. 12.45 Veburfregnir. 12.50 Auðlind. 12.57 Dánarfregnlr og aug- lýsingar. 13.05 Póstfang 851. 13.40 Hádeglstónlelkar. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan, Á Snæfellsnesi. Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar. 14.30 Til allra átta. 15.00 Fréttlr. 15.03 Af heilögum Tómasl og ferö Hythlodeusar Portúgala 15.53 Dag- bók. 16.00 Fréttlr. 16.05 Tónstiginn. 17.00 Fréttir. 17.03 Vfösjá. 18.00 Fréttlr. VTösjá heldur áfram. 18.30 Lesiö fyrir þjóötna: Gerpla eftir Halldór Laxness. 18.48 Dánarfregnir og aug- lýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar og veðurfregnlr. 19.40 Morgunsaga barnanna endurflutt. Barnalög. 20.00 Kvötdtónar. 21.00 Út um græna grundu. 22.00 Fréttlr. 22.10 Veðurfregnlr. 22.15 Lestur Passíusálma. Frú Vigdís Finnbogadótt- ir les (3). 22.25 Tónlist á síökvöldl. 23.00 Skáld á heimsenda. 24.00 Fréttir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.